Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 21

Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 21
°S var nú á takmörkum að hann vissi hvernig hann ætti að bera sig að. En Smók sP.Íaraði sig, myndaðist til að taka vind- ■'inn milli tannanna, sagði: „Allt er ein- hvern tíma fyrst“. Þeir beygðu inn í hlið- argötu án þess að mæla orð, námu staðar við næstu gatnamót, bitu endana af vindl- unum, kveiktu hvor í sínum vindli. Smók bar vindilinn betur í munninum en Rikki. Andlitið á Rikka var of lítið fyrir vindil, blutföllin voru röng. En Smók var hreint til þess skapaður. Svo rétti hann úr sér °S var hinn glæsilegasti. „Ég held þetta se fyrsti heili vindillinn sem ég hefi reykt“, sagði hann og tók hann út úr sér til að horfa á hann. „Það er hvítum manni líkt að gera annað eins og þetta“. Rikki reyndi að láta sem hann hefði ekki tekið eftir orðinu. Honum leið of vel til að láta nokk- urn hlut ónáða sig. Allt var komið í ljúfa löð 0g gekk eðlilega fyrir sig. Smók hafði ckki verið tilneyddur að viðurkenna neitt, cnginn spurði hann hyort þetta væri fyrsti V|ndillinn hans. Hann gaf upplýsingarnar. Slíkur var hann. „Sama um mig“, sagði liikki. „Ég hefi ekki reykt nema einu sinni aður, fann sígarettu þegar ég var lítill“. »Varstu veikur af því?“ spurði Smók af hreinasta áhuga. „Nei“, sagði Rikki. „Jæja, I3að held- ég hafi nú verið heppni", sagði Smók. Og svo sagði hann frá því, þegar Nathan tók upp vindilstubb, þegar hann var sex ára, og reykti svo sem hálftommu af honum og gat ekki komizt heim. Hann hrógst inn í garðinn, en þar hneig hann nið- Ur- Hann mætti ekki í matinn svo að fólk- 'nu fór ekki að verða um sel, svo hélt það að það hefði heyrt í ketti úti í garðinum, Gn það var nú annað, það var Nathan. ®amma hans bar hann inn, og hann var Sv° óskaplega veikur, að hún hafði enga hst á að kjassa við hann, þegar hann var kominn yfir lasleikann. Rikki sagðist halda það ástæðuna fyrir því að hann veiktist ekki við fyrstu sígarettuna, sem hann reykti, að sígaretta er ekki eins sterk og vmdill. Ekki nándarnærri eins sterk. Ef Nathan hefði tekið upp sígarettu í stað- 'nn fyrir vindil, þá hefði hann líklega ekki sakað. Það gegnir öðru máli um vindil. Hann reyndi að tala heilmikið, en innan stundar þagnaði hann og bara hélt áfram göngunni. Hann hélt nú vindlinum ekki lengi uppi í sér núna, bara í hendinni og spýtti í hverju fjórða og fimmta spori, og síðan í hverju þriðja og fjórða. Hann mæltist ekki til þess hverju sem tautaði, að hann mætti víkja inn í einhvern garð- inn, eins og hann væri sex ára. Jæja, þá var um að gcra að reyna að hanga uppi, anda djúpt og um fram allt ekki gleypa, bara spýta og halda reykjarstróknum ein- hvernveginn aftur fyrir sig, og anda djúpt og ekki fyrir nokkurn mun gleypa, annars var maður búinn að vera. Beina augunum ákveðið að einhverju. Það er lóðið. Hann hélt þetta út liver gatnamótin eftir önnur og loks vissi hann að hann hafði sigrað. Tæpt var það samt. Einu sinni eða tvisvar var það svo tvísýnt, að hann þorði ekki að gizka á um úrslitin. Og nú þegar hann var úr allri hættu, gat hann ekki munað neitt af því, scm Smók hafði verið að segja við hann. Það krefst einbeittni að halda sér svona í skefjum. Hann viðurkenndi með sjálfum sér hversu litlu hefði munað, þeg- ar hann sá, að þeir voru búnir að labba heila mílu, alla lcið til Vernon, og vindill Smóks var bara tveggja tommu langur. Hann lét sinn falla á gangstéttina. Engar kveðjur. Eftir það var hann í þolanlegu ástandi, treysti sér til að horfa á Smók til saman- burðar. Smók var eins sæll og lævirki, al- heill á líkama og sál, var meira að segja styrkari en fyrr. Það var ekki auðvelt að segja hvort hann vissi, hvað Rikki hafði orðið að þola, það var ekki hægt að sjá það á honum. Þó að hann vissi það mundi hann ekki hafa orð á því. Sennilega væri hann að naga sig í handabökin fyrir að hafa sagt söguna um Nathan. Slík saga getur haft alveg öfug áhrif. Rikka leið strax betur, þegar Smók fleygði frá sér vindilstubbnum og sá aug- sýnilega eftir honum. Það var komið rökk- ur og loftið var ómengað. „Hvar er þessi Kattaklúbbur, þar sem þessi Vilhjálms leik- ur?“ spurði Rikki. „Við skulum fara þang- að“. Smók nam staðar. Þeir léku ekki á 21

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.