Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 9
lögum frá bæði hvítum og svörtum jazz- skáldum. Jelly-Roll Morton komst þannig að orði við Robert Ripley. „Tónlistarstarfið er slíkt, að ekki er vanþörf á að ríkis- stjórnin hafi eftirlit með því. Varla nokk- ur hlutur á þessu sviði virðist hafa nokkra vernd. Ég álít að ætti að skylda hvern mann til að leggja fram skilyrðislaust höf- undarsannanir áður en honum en leyfist að eigna sér lag. Sömuleiðis mæli ég með strangari lögum, svo að ræningjar fái sín maklegu málagjöld". Whiteman fæddist í Denver og var son- ur frægs prófessors í tónlist. Hann var al- inn upp við tónlist af öllu tagi og lærði að leika á fiðlu, þegar hann var barn. Hann s.kipulagði fyrstu danshljómsveit sína í Santa Barbara í Kaliforníu, þegar hann hafði lokið þjónustu í Bandaríkjaflotanum á Mare-eyju, sem hann gegndi öll stríðs- árin. Whiteman kom fyrst fram með dans- hljómsveit sína í Alexendria-hóteli í Los Angeles 22. desember 1919. í hljómsveit- mni léku meðal annarra, Charles Dornberg- er og Lester Canfield á tenór-sax, Charles Cauldwell á píanó, Buster Johnson á trom- bone, Mike Pingitore á banjó, Spike Wallace á bassa, Hal McDonald á trommur, Henry Busse á trompet, og Whiteman sjálfur á fiðlu. Pyrst kom hljómsveitin fram á aust- urströndinni árið eftir, í maímánuði 1920 á Ambassador-hóteli í Atlantic City. Það v&i' um þetta leyti, sem hljómsveitin lék fyrsta sinn inn á plötur, og gerðist það í Camden í New Jersey hjá Victor-félaginu. Árin 1923 og 1926 ferðaðist Whiteman- hópurinn um Evrópu og hafði þá verið fjölgað meðlimum hans. Þegar Whiteman hafði lokið annarri ferð sinni og var kom- mn með menn sína til New York, fékk hann ákaflega mikinn áhuga fyrir raun- yerulegum jazz. Hann var „Jazzkóngurinn" 1 augum hinna óteljandi aðdáenda sinna uti um allan heim. Platan hans með Jap- Q-nese Sandman hefur selst í meira en tveim milljónum eintaka frá Victor, og þó lék ”Kóngurinn“ ekki jazz! Hvílík mótsögn og hvílíkt gys er hér gert að brautryðjendun- um frá New Orleans! En þetta átti sér llu stað í raun og veru. Árið 1927 hafði Whiteman aflað sér nokkurrar þekkingar og áhuga á hinum sanna ameríska jazz. Hann þekkti bókstaf- lega hvern einasta tónlistarmann í Los Angeles, Chicago og New York og gerði sér sífellt ljósari grein fyrir takmörkun- um hljómsveitar sinnar og þá ekki síður því, hversu óðfluga útbreiðslu jazzinn fékk um öll Bandaríkin og mörg lönd Evrópu. Bankainneign Whitemans og vitneskja hans um jazztilhneigingu fólksins urðu því valdandi, að liann réði í sína þjónustu nokkra fyrsta flokks jazzmenn 1927. Þeirra á meðal voru Red Nichols, kornetleikarinn sem leikið hafði ágætar jazz inn á plötur, hinn framúrskarandi fiðluleikari Joe Ven- uti; Eddie Lang, gítarleikarinn frá Phila- delphia, sem skipað hafði hljóðfærinu nýtt sæti í nútíma tónlist; saxafón- og klarinet- leikarinn Jimmy Dorsey og trombónleikar- inn Tommy Dorsey bróðir hans; Vic Berton, trommuleikari, sem oft og lengi hafði leik- ið inn á plötur með Nichols; og þrír löngv- arar, Harry (Bing) Crosby, A1 Rinker og Harry Barris, sem kunnir voru á vestur- ströndinni sem „Rhythm Boys“. Einhver bezta platan sem þessi hópur lék inn á, reyndar ófáanleg núna, var Wliiteman Stomp og Sensation Stomp, og sýndi, hví- líkum geysiframförum Whiteman-hljóm- sveitin hafði tekið eftir að hún var endur- skipulögð og fór fyrir alvöru að leika sann- an jazz. Bæði lögin voru raddsett af negr- anum Don Redman. Þau munu standa sem varanlegt vitni um að Paul Whiteman var 1927 í rauninni að byrja á því að bjóða upp á ósvikna jazzmúsik. Bix Beiderbecke, Steve Brown, Bill Chall- is, Billy Rank og Frank Trumbauer gengu í P. W. hópinn haustið 1927, um leið og Nichols gekk af hólmi og litlu síðar bræð- urnir Tommy og Jimmy Dorsey. Rhythm Boys, Lang, Venuti, Lennie Hayton, Min Leirbrock, Challis og Izzy Friedman sögðu skilið við Whiteman í Kaliforníu fáum mánuðum síðar. Þegar hljómsveitin kom til New York í maí 1930 vegna frumsýn- ingar á kvikmyndinni „Jazzkóngurinn“, var eftir aðeins beinagrindin af þessari stofn- Framli. á bls. 15.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.