Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 14
JAZZ-HUGLEIÐINGAR RHYTHM IS THE THING Eitt af helztu séreinkennum jazzins er hinn fasti, stöðugi rhythmi. Hann er mjög frábrugðinn rhythma klassiskrar hljómlist- ar og skapar þvi jazzinum nokkra sérstöðu á því sviði. Enda þótt jazzinn sé enn á bernsku- skeiði hefur rhyth- minn, eins og ann- að í jazzmúsik, þegar tekið ýms- um breytingum frá þeim rhythma, sem blökkumennirnir fyrst léku í hljómsveitum sínum. Þá var hann nokkuð frumstæður og minnti meir á trumbuslátt villiþjóða en hann gerir nú. Áherzlubreytingar voru sem sé engar, heldur voru öll slög jöfn, fjögur í hverjum takti. Þetta heyrist greinilega á gömlum plötum og bregður einstaka sinn- um fyrir á nýjum t. d. Mood Indigo með liljómsveit Ellingtons o. fl. Mörgum mun finnast er þeir heyra rhythma gegnum (milli) laglínuna, hann vera eins konar vélrænt _ atriði, sem stöðugt haldi áfram sínum fjórum slögum í takt og tifi eins og klukka eingöngu til þess að halda samhengi og mynda heild í músik- ina. Það er ekki alls kostar rétt, því að þeg- ar maður fer að leggja eyrun nánar að honum kemur í ljós að hann er fullur af breytileik og lífi og kemur fram á margs konar mismunandi hátt. Náttúrlega er hægt og meira að segja mjög auðvelt að leika hann á þann hátt, að hann deyi alveg í meðförunum, verði þungur og leiðin- legur, t. d. verður það alltaf útkoman ef gerð er tilraun til að leika hann beint eftir nótum. Það er nefnilega alls ekki hægt að skrifa hann nákvæmlega með nótum, þar sem mjög erfitt mun reynast að gefa pappírnum og blekinu líf. Það verður meistarinn sjálfur að skapa í músikina. Sumir hafa reynt að skrifa rhythma nákvæmlega með hjálp mjög stuttra nótna, allt að 1/128 hluta, en menn geta ímyndað sér hve stutt þar er, þegar hvert slag er 14 hluti (þ. e. a. s. 4 slög í takt), er jafnvel þótt mögulegt yrði að koma einhverju viti á pappírinn með þessu móti, yrði í öllu falli ómögulegt að lesa það af honum aftur. Til þess að skrifa rhythmann, eru því notaðar einfaldar nótur, sem ekki er ætlast til að séu leiknar nákvæmlega, heldur á þar að bætast inn í frá eigin brjósti, sem á vantar. 14 $aUUi&

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.