Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 12
LIONEL HAMPTÖN eítir Svavar Ges's Varla er til sá maður, sem eitthvað fylg- ist með jazz, er ehki veit að Lionel Hamp- ton er ekki einungis langvinsælasti vibra- fónleikari, sem til er, auk þess að hann er afar góður trommuleikari og víðfrægar eru staccato píanósólóar hans, spilaðar ein- ungis með vísifingri hvorrar handar, fyrir utan að hann er mjög fær píanóíeikari á venjulegan hátt. Hamp, eins og hann oft- ast er nefndur, hefur þar að auki samið fjölda laga, sem þekkt eru. Ekki má gleyma að hann er góður blues og scat-söngvari og til að kóróna það allt, þá stjórnar hann einni af allra beztu jazz-hljómsveitum Bandaríkj anna. Lionel Hampton er fæddur í Louisville, Kentucki árið 1912. Fyrsta hljóðfærið, sem hann lék á, var bassa-tromma í unglinga- lúðrasveit í Chicago. Hann lærði svo á trommur hjá stjórnanda lúðrasveitarinnar og er hann var sextán ára fór hann til Los Angeles og ætlaði að halda áfram við tónlistarnámið, en sökum fjárskorts varð hann að vinna með og gerðist afgreiðslu- maður í „soda-fountain“, hann var þar þó ekki lengi, því eigandanum líkaði ekki hversu fljótt soda-glösin hurfu, en ástæðan fyrir 12 SunlUtÍ því var sú, að þegar lítið var að gera, stytti Hamp sér stundir við að raða upp nokkr- um glösum og tromma svo á þau með te- skeiðum, og voru þau ekki svo fá brotnu glösin, sem hann fleygði að loknu dags- verki. Skömmu síðar fékk hann svo vinnu í smá-danshljómsveit. Hin þekkta hljóm- sveit Les Hite lék á sama hóteli og hljóm- sveit sú, er Hamp var í, og er trommari hennar hætti, fékk Hamp stöðuna. Það var einmitt í þeirri hljómsveit, sem Hamp tók til að leika á vibrafóninn, er síðar meir kom honum á hátind frægðar- innar. Annars var það fyrir áeggjan Louis Armstrong, að Hamp tók vibrafóninn fyrir. Louis heyrði hann eitt sinn vera að fikta við að leika á hljóðfærið og varð hann svo hrifinn, að hann lagði fast að Hamp að fá sér vibrafón, sem hann og gerði. Er hann hafði verið með Les í fjögur ár, stofnaði hann eigin hljómsveit og byrjuðu þeir að leika á Paradise-næturklúbbnum í Los Angeles. Benny Goodman lék um sama leyti í nærliggjandi næturklúbb og frétti hann brátt af hinum unga negra, sem kom öllu á annan endann á Paradise með snilld- arlegum trommu, píanó og vibrafónsólóum. Hann þurfti ekki að heyra í Hamp nema einu sinni til að ráða hann strax í hljóm-

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.