Jazzblaðið - 01.07.1949, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.07.1949, Blaðsíða 13
ISLENZKIR DANSLAGATEXTAR KVÖLDLJÖÐ Lag: You call everybody darling. Komdu með mér, kæra vina, kvöldið okkur býður á sinn íund og nóttin ljósa lokkar, því lííið allt er okkar. Við alein göngum burt írá bæ og beygjum út í lund. Og ævintýrið beggja bíður er bið ég þig að verða konan mín og ef þú anzar já, mig ekkert hryggja má, en öll mín ást skal aðeins vera þín. Haukur G. KOMDU NÆR Lag: I cant go on this way. Komdu nær, farð’ ei fjær, fjalladrottning mín, yndi þitt úr augum skín sem íslenzk fjallasýn. Seiöandi sælukennd sveipar huga minn, er lít ég inn í augun þín, þar öll mín sæla skín. Komclu nær, farð’ ei fjær, friðaðu mína sál, hugans bál er hjartans mál, því hér er ckkert tál, Vignir Ársælsson. VINA MlN KÆR Lag: Give me five minutes more. Þú ert vina mín kær, þú ert mín draum- lynda mær, þú ert stúlkan, sem dái ég mest. Eg er í dag, eins og í gær, hjá þér, vina mín kær. í íaömi þínum ég uni mér bezt. Ef ég aðeins ætíð mætti njóta þín mey, elsku vina, ekki segja nei, þá ég dey. Þú ert vina mín kær, þú ert mín draum- lynda mær, þú ert stúlkan, sem dái ég mest. Arnar. LA VIE EN ROSE Manstu, er ég fyrst þig fann? I fyrsta sinn þá brann af ást mitt unga hjarta. Og ég kom og kyssti þig það kvöld og faldi mig við barminn engilbjarta. Þú ert æskuástin mín, við yndisbrosin þín mér lífið skærast skín. Gleðin mér ljómar og leikur við líti ég þig | mig cða rödd þína heyri. Ævilangt um lífsins stig þú leiðir mig af því ég elska þig. 13

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.