Jazzblaðið - 01.07.1949, Blaðsíða 22

Jazzblaðið - 01.07.1949, Blaðsíða 22
UM TROMPETLEIKARA Framhald af bls. 6 hljómsveitum, en varð fyrst þekktur í hljómsveit John Kirby 1937—1942, og einnig útsetti hann fyrir hljómsveitina og varð hann mjög frægur fyrir útsetn- ingarnar, er þóttu mjög fágaðar og skemmtilegar. Síðan 1942 hefur Charlie leikið í ýmsum hljómsveitum, m. a. T. Dorsey, þar sem hann er enn, og hefur hann jafnframt útsett mörg beztu lög hljómsveitarinnar. Shavers hefur leikið mikið' inn á plötur með fyrrnefndum hljómsveitum og eins með öðrum smærri jazzhljómsveitum. „Dizzy“ Gillcspie, upphafsmaður hins unga jazzstíls, „Be-bop“, átti eftir að hækka veldi trompetsins enn að mun, því trompetleikarar gerðu manna mest af því að kynna hinn nýja stíl, og síðan 1942 hafa komið fram margir Be-bop trompet- leikarar, sem ekki hafa staðið þeim eldri LITLAR HLJÓMSVEITIR Framhald af bls. 9. mér mitt á milli þessara tveggja atriða, með því að nota nokkrar útsetningar, sem mynda fast form, án þess þó að ganga á rétt hins frjálsa jazz. Þetta er regla, sem ég hef lært að not- færa mér, eftir að hafa leikið inn á hundruð platna, sem margar hverjar eru með dægurlögum, sem við varla þekkt- um, þegar plötuupptakan átti að hef jast. Ætlir þú að notfæra þér þessa reglu, þá skaltu fara með hljómsveit þína, þar sem þið getið leikið inn á plötu og séð hver útkoman verður. Ef þið hlustið vel og reynið að læra af plötunni, þá mun verða auðveldara fyrir ykkur að ná þeim árangri, sem þið keppið að. Og að lokum nokkur orð um söngkon- að baki hvað hæfileika snerti. Má þar nefna Howard McGee, Miles Davis, Fats Navarro, Red Rodney, Neal Hefti, Pete Candoly, Chico Alvares, Buddy Childers og sjálfan meistarann Dizzy Gillespie. •— Hann fæddist 1917. í gagnfræðaskóla lærði hann að leika á trompet og byrjaði hann að leika opinberlega með hljómsveit Fr .nkie Fairfax 1935. Síðan hefur hann lrikið með mörgum hljómsveitum og þeim flestum þekktum. Hann stofnaði eigin hljómsveit um 1942 og hefur hún tekiJ allmiklum breytingum frá því fyrsta. Hún hefur verið allt frá fimm mönnum og upp í átján, en það er stsérð hennar nú. Hann fór með hljómsveit sína í hljómleikaför til Danmerkur og Sví- þjóðar í fyrrasumar og var honum tekið einstaklega vel af landsbúum, sem kunna að meta góðan jazz og góða jazzleikara, en þar er Gillespie réttur maður á réttum stað. ur. Eins og þið vitið kannske, þá var Billie Holiday ein aðal-máttarstoðin í plötu-hljómsveitum mínum, en í mörg undanfarin ár hefur hún sungið sjálf- stætt inn á plötur. Síðan söng Helene Ward með okkur, en hún er söngkona, sem að mínu áliti er eins og góð söng- kona á að vera. Þó hún sé ekki það sem kalla mætti „hot“-söngkona, þá hefur hún vel músikalska rödd og einstaklega tilfinningaríka. Hafi stúlka þessi kosti, og syngi hún ljóðið af skilningi og tilfnningu, þá verður hún áreiðanlega mjög góð söng- kona. Auðvitað er mjög freistandi að líkja eftir Billie, og óteljandi söngkonur í Bandaríkjunum hafa gert það, en enn hljóma þær aðeins sem eftirlíkingar. 22 .9aztlfaÍi$

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.