Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 11
harmonikan er þar enn í miklu áliti og er mikið um harmonikuleikara. Þeir eru að sjálfsögðu misjafnir að gæðum, en margir hverjir sérstaklega góðir svo sem Erling Eriksen, sem var Norður- landameistari árinu á eftir Lýð. Hann og Lýður hafa talsvert leikið saman og þykir sú skemmtun eitt það bezta, sem á verður kosið þar úti. Lýður sagði, að koinið gæti til mála, að Erik kæmi með honum hingað næsta ár, þ. e. a. s., ef úr förinni verður. Er Lýður var spurður um nokkrar ráðleggingar tií handa íslenzkum har- monikuleikurum, sagði hann: „Það er ekki alltaf aðalatriðið að spila vel, hitt getur stundum ráðið öllu, hvort maður kann að koma fram. Og maður, sem kann að koma fram, mun áreiðanlega geta leikið. Með þessu á ég við, að eitt það fyrsta, sem hver maður þarf að læra, er að kunna að koma fram fyrir áheyrend- ur sína. Maður, sem ekki kann það, er dauðadæmdur, því að aðalatriðið fyrir þá, sem hlusta, er ekki að sá, sem er á sviðinu noti sem ílestar nótur, heldur að hann sé fjörlegur og hvergi hikandi“. Þetta, spm Lýður segir, er atriði, sem lítill gaumur hefur verið gefinn hér á landi, og ættu menn sannarlega að taka það til athugunar. Áður en við kvöddum Lýð og óskuð- um honum góðrar (flug)-ferðar, spurð- um við hvað honum fyndist um ís- lenzka harmonikuleikai'a. Hann sagði, að þar sem hann hefði aðeins verið á snöggri ferð, hefði honum ekki gefizt kostur á að hlusta á neinn þeirra, en síðan bætti hann við: „Næst þegar ég kem, mun ég áreiðanlega hlusta á þá, og talið þið við mig þá“. Harmonikusíðan vonai*, að Lýður verði sem fyrst á ferð aftur, ekki aðeins til að hlýða á harmonikuleikarana, held- ur til að leyfa þeim að heyra í honum, því að þeir munu áreiðanlega geta lært margt af Lýð. Til Iíarmonikusíðunnar. Mig langar til að spyrja um, hvor hljóðnemar fyrir harmonikur, eins og sagt var frá á Harmonikusíðunni í jóla- hefti blaðsins, eru fáanlegir og hvar? Með fyrirfram þakklæti. Áhugasamur. SVAR. Þeir eru sem stendur ófáan- lcf/ir, og vafi leikur á livort þeir lcoma í hráS, þar sem gjaldeyrisörðugleikar hamla slíku. Ég er mjög ánægður með harmoniku- síðuna og er þess vegna orðinn fastur kaupandi blaðsins. Ég hef alltaf verið hrifinn af harmonikunni og lilusta helzt ekki á annað hljóðfæri. Mig langar til að spyrja um eftirfarandi: 1. Hver var harmonikumeistari Norð- urlanda 1949? — 2. Hverrar þjóðar er Kramer harmonikuleikari ? — 3. Hvar og hvenær er Einar Sigvaldason har- monikuleikari fæddur? Með þakklæti fyrir svörin. — Ver. SFAE. Því miður verður ekki hægt að svara fyrstu syurningunni fyrr en í næsta blaði, þar sem fullnægjandi upp- lýsingar eru ekki enn fyrir hendi. — Kramer harmonikuleikari er franskur. — Einar Sigvaldason er fxddur 10. ágúst 1916 í Reylcjavílc. U

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.