Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 7
Eftirmdður Charlie Christian lokáins kominn: TAL FARLOW Of oft hafa ágæt- ir hljóðfæraleikarar leikið jazz, án þess að verða neitt þekkt- ir, nema þeim mönn- um, sem leikið hafa með þeim. — Síðan, eftir að hafa verið á hátindi getu sinn- ar — og eftir að hafa lagt sitt stærsta framlag til jazzins — verða þeir skyndi- lega þekktir alþýðunni. Slíks eru mörg dæmi. Louis Armstrong varð ekki frægur fyrr en viðburðaríkasta tímabil jazz- ferils hans var liðið. Ekki var tekið við Charlie Parker fyrr en albúm hans, þar sem hann leikur með aðstoð strengja- hljóðfæra, kom út, en það var nokkrum árum eftir að hinar ágætu plötur hans: Koko, Relaxin’ at Camarillo, Don’t blame me og ýmsar fleiri slíkar höfðu verið gefnar út. Lester Young er að líkindum þekktari nú en nokkru sinni fyrr; ekki fyrir það, sem hann leggur jazzinum til, heldur vegna þess, að heill hópur tenórleikara hefur notfært sér það, sem hann gerði á sínum beztu árum milli 1930—40, og í dag leika þeir útfærslu á stíl hans. Mörg fleiri slík tilfelli eru handbær. En við skulum vona, að slíkt hendi ekki Tal Farlow. Vegna þess að ef það kemur fyrir, förum við á mis við að heyi'a í bezta og hugmyndaauðugasta guitarleikara Bandaríkjanna. Farlow leikur með tríói Red Norvo. Ef þið hafið aðeins heyrt fyrstu plötur þeirra, þá skuluð þið ekki trúa því, sem þið heyrið þar. Upptakan var gerð í flaustri og þess vegna mjög mis- heppnuð. En þið þurfið ekki að hafa orð okk- ar einungis fyrir þessu. Fjöldi fólks víðsvegar um landið hefur hlustað á Tal með Norvo og dáist það að tón hans, tækni, hinum eftirtektaverðu sól- óum og hinu ósjálfráða vali á hinum heppilegustu og fyllstu hljómum, þegar hann leikur með öðrum einleikurum. — Manni er nær að halda, að þetta sé sú leið, sem Charlie Christian hefði valið, væri hann á lífi. Hinn grannvaxni og fátalaði Tal Far- low fæddist fyrir 29 árum í Greensboro, Norður-Carolina. Hann tók að leika á guitai', einvörðungu vegna þess að það hljóðfæri var til á heimilinu. Hann hefur aldrei notið neinnar kennslu. í raun og veru varð hann' ekki atvinnu- hljóðfæraleikari fyrr en 22 ára gamall. Hann var skiltamálari að atvinnu. En árið 1942 eftir að hafa leikið með nokkrum danshljómsveitum í Greens- boro um helgar, ákvað hann að fara til Framh. á bls. 9 JatMaJiJ 7 /

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.