Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 10

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 10
Hljómsveitarumsögn I. HLJÓMSVEIT BRAGA HLÍÐBERG Hér kemur íyrsta hljómsveitarumsögnm 1 greinarflokki þeim, er lofað var í fyrsta hefti þessa árgangs að kæmi. — Það skal strax tekið fram, að greinar þessar eru ekki skrlfaðar sem ádeilugreinar á hljómsveitirnar eða annað því um líkt. Langt því frá. Eins og nafnlð bendir til eru þetta hljómsveitarumsagnir. Það er rætt um það bezta og það versta í farl hljóm- sveitanna. Og bent á hvernig hljómsveitin getur bætt sig, ef þess er þörf. — Ekki er gott aö vita nema meðlimum hljómsveitanna muni mislíka eitthvað, sem kann að koma fram í grein- um þessum. Hjá slíku verður varla komist í þessu blessaða landi. Komi slíkt fyrir og þeir hugsi sér að „ná sér niðri“, þá er ritstjóri blaðsins, en ekki höfundur greinanna, ábyrgur fyrir öllu, sem fram kemur í greinunum, enda eru fengizt til að skrifa þær. En því má bæta við, vaxinn, hann er einn fremsti hljóðfæraleikari Hljómsveit Braga Hlíðberg leikur í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík. í hljóm- sveitinni eru Bragi Hlíðberg, sem leikur á harmoniku; Guðmundur Finnbjöms- son altó-saxófónn og fiðla; Guðjón Páls- son píanó; Pétur Urbancic bassi og Þor- steinn Eiríksson trommur. Hljómsveit- in leikur 3—4 kvöld í viku og meira en helmingurinn af því sem hún leikur eru gömlu dansarnir. — Góðtemplarahúsið hefur löngum fengið orð fyrir að hafa góðar gömludanshljómsveitir og held ég að sú sem er þar núna sé sú bezta. Hinn nákvæmi og hnitmiðaði leikur Braga á harmonikuna veldur þessu. Með sinni hárnákvæmu tækni heldur hann hljóm- sveitinni saman, þannig, að allt sem hún gerir mótast af honum. Verið getur að Morávek, sem stjórnaði hljómsveitinni á undan Braga hafi verið búinn að byggja eitthvað upp. Ekki ber því að neita, að þeir Þorsteinn og Guðjón hafa notið góðs af, aðMorávek var með hljóm- sveitina. Hann átti mikinn þátt í því að gera þá að góðum og gildum hljóðfæra- leikurum. Eins hefur Morávek hjálpað þær birtar undir dulnefni, ella hefði enginn að greinarhöfundur er starfi sínu fullkomlega þessa bæjar. Ritstj. Pétri mikið. Hann kemur í hljómsveit- ina lítt vanur, en er nú vel á vegi með að verða hinn ágætasti kontrabassaleik- ari. Guðmundur kom í hljómsveitina, þegar Morávek hætti. Stíll hljómsveit- arinnar er hins vegar ekki sá sami og var meðan Morávek var með hana. — Hljómsveitin leikur nokkrar af sömu útsetningunum, en það er eins og annar andi sé yfir því núna, sem eins og að framan getur skapast við það, að Bragi leiðir hljómsveitina. Leikur áreiðanlega ekki nein hljómsveit bæjarins gömlu dansana eins vel og þeir í Gúttó. Nýju dansarnir erh hins vegar ekki í eins miklu uppáhaldi í Gúttó, hvort sem hljómsveitin stendur í vegi fyrir því eða ekki. Þeir eru með mjög fá jazz- lög, og leika þau eins og gömlu dans- ana, tæknilega rétt o. s. frv., en það er ekki nóg. Ellington sagði „It don’t mean a thing if it ain’t got that swing“, og það á við hér. Hinn sanni jazzandi verð- ur að vera við hendina, þegar að jazz- lag er leikið, jafnvel þó að það sé góð gömludansa-hljómsveit sem leikur. — 10 £a,.UaM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.