Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 11
Margar góðar sólóar gefur að heyra hjá þeim, en eru þær bara ekki eins ef maður kemur aftur um næstu helgi? Dægurlög leika þeir vel, en eru með þau of fá. Betur mætti vanda til út- setninga þeirra. Vel útsett dægurlög eru miklu skemmtilegri músík en illa leik- inn jazz, og hafa margar hljómsveitirn- ar hér einmitt flotið á því, að þær vanda sig við dægurlögin. Einnig vantar nokk- uð á, að þeir séu með ný lög, eitt og eitt eru þeir með, en það eru stöðugt að koma ný lög. Þau sem voru vinsælust í síðasta mánuði eru ef til vill gleymd í þessum. Það verður að fylgjast með tímanum. Að endingu nokkur heilræði til hljóm- sveitarinnar. Ef vera mætti að þó ekki nema eitt þeirra yrði tekið til greina, þá er tilgangi þessarar greinar náð. Fleiri og nýrri dægurlög, betur útsett en þau, sem fyrir eru. Leggja meiri rækt við hinu fáu jazzlög, sem leikin eru. Bragi getur varla orðið betri harmonikuleik- ari. Sennilega finnst ekki sá hljóðfæra- leikari liér á landi, sem eru honum fremri, en margir eru þeir, sem leika betri jazz en hann. Ekkert mælir samt á móti því, að Bragi geti ekki orðið fyrsta flokks jazzleikari, ef hann kærir sig um. Hánn hefur tækni á hljóðfæri sitt. Hefur næman smekk fyrir jazz- músík, og með því að framfylgja betur þessu hvorutveggju á ekkert að þurfa að standa í vegi fyrir honum, þ. e. a. s. ef hann er þá ekki áhugalaus fyrir þessu, og lítum vér til himins i bæn um að svo sé eigi. Það, sem sagt hefur verið um jazzinn og Braga á einnig, nærri því allt við um Guðmund. Hann hefur góða tilfinn- ingu fyrir jazz, en sólóuppbyggingar hans eru of gamlar í hettunni. Gaman væri, ef Guðmundur legði meiri rækt við jazzfiðluleikinn. Hann hefur þegar sýnt, að þar er hann enginn skynskipt- ingur, en hann vantar herzlumuninn. Guðjón er duglegur píanóleikari. — Með iðni og ástundun hefur honum tek- izt að ná góðum nótnalestri, sem aðrir píanóleikarar hér hafa til skamms tíma ekki talið mikils virði. Guðjón er aftur á móti ekki’ stórkostlegur jazzpíanóleik- ari. Eins og Guðmund skortir hann betri hugmyndir í sólóum. Honum hefur mikið farið fram í tækni og sem jazz- píanóleikari er hann í stöðugri framför, það skal viðurkennt. Guðjón Pálsson frá í fyrra var ekki hálfur maður á við Guð- jón Pálsson nú. Pétur er efnilegur bassaleikari, spil- ar nokkuð hreint en ekki nógu ákveðið. „Ásláttur“ hans mætti vera sneggri. Þorsteinn er ágætur trommuleikari. Leikur léttan en ákveðinn rhythma. Ekki leikur hann samt nógu „varier- andi“ með burstunum. Það er ótrúlegt, live mikið er hægt að gera í hægum lög- um með burstum. Oddur. MÚSÍKÞÆTTIR 1 ERLENDUM ÚTVARSSTÖÐVUM Nokkrar breytingar viO listann yfir þœtti í júni, sem birtist i síðasta hefti. Sunnud. Hljómsveit kl. 13,15 (var áður kl. 13,40). Mánud. Vinsæl lög kl. 18,30, verður ekki í júnl. Þriöjud. Nýjar plötur kl. 21,15 (var áður kl. 22). Miövikud. Jazzhljómsveit kl. 23,15 verður ekki í júní. Föstud. Jazzplötur kl. 20,15 (var áður kl. 21,15). Laugard. kl. 20,15 kemur nýr þáttur; „Make believe ballroom" og verður fram til 15. sept. Kl.' 23,15 kemur jazzhljóm- sveit (var áður jazzplötur). Annnað í listanum, sem birtist I síðasta blaði helzt óbreytt. — The Voice of America, í júní; Mánud. 17,15 Here are the answers. Þriöjud. kl. 15,45 Jam- session, kl. 17,15 Make believe bailroom. — Föstud. kl. 16,45 Jam-session. — Laugard. kl. 17,15 Your hit parade. 11

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.