Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 38

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 38
var að spila Tea for two, og vorum við ekki i neinum vafa, hver þar var að verki: Grettir sjálfur. Hlupum við inn og varð Grettir þá svo kátur, að hann æpti: Tjener 12 öl. Skipper Kroen er í Nýhöfninni, og þar sem margir munu hafa heyrt nafnið, skal ég í fáum orðum lýsa staðnum fyrir þá, sem ekki hafa komið þar. Nýhöfn hefur alla tíð verið mjög um- setinn og eftirsóttur staður. Flest hús- anna eru 3 til 4 hundruð ára gömul, fimm til sex hæða múrsteinshús og eru ölstofur á neðstu hæðinni í flestum húsanna og sumstaðar á annarri hæð einnig, en hvað er fyrir ofan er ekki gott að segja. Þar hefur fi*á upphafi verið samkomustaður hinna ólíklegustu manntegunda: ægir þar æfinlega saman sólbrenndum sjómönnum, sífullum slæp- ingjum, gargandi gleðikonum og lög- reglu með hunda. Listmenn, einkum málarar, eru þar mikið í kring og sækja þangað hugmyndir, en auk þess er sík- ið, sem sker götuna í tvennt, eftir endi- löngu, mikið notað af minni skipum, og má ævinlega sjá þar gömul og sér- kennileg skip og skútur. Það er ekki of sagt, að yfir Nýhöfninni sé einhver sérstakur listrænn blær, enda er það svo, að þótt hinir „betri borgarar" fyrirlíti í hjarta sínu þá, sem þar halda sig að staðaldri, þá geta þeir sjálfir ekki stillt sig um að koma þar og ganga þá oft prúðbúnir frammi á bryggju- kantinum og góna á gleðina, rétt eins og sagt var að þeir hefðu einnig gert í Basin Street forðum. Hinu megin við síkið er ekki ein einasta knæpa, heldur eru þar verzlanir og sjómannatrúboð. Vinstra megin séð frá Kóngsins Nýja- torgi eru hinsvegar knæpurnar í hverju húsi eins og fyrr er sagt og heita þær óliklegustu nöfnum, byrjar á Gyllta ljóninu, síðan koma nöfn eins og Café Maritime, Norden, eða bara 17 og 45, og efst er svo Skipper Kroen, þar sem Grettir hélt innreið sína. í miðri göt- unni hefur Tatto-Ole kjallara, sem ætíð stendur opinn öllum þeim, sem vilja láta tattóvera sig. Er þar úr að velja öllum hugsanlegum og óhugsanlegum myndum, allt frá æpandi kvenmanns- fótum upp í gapandi tígrisdýr. Þarna er byrjað að spila klukkan fimm á morgn- ana og er hætt við að íslenzku hljóð- færaleikurunum þætti það nokkuð snemma til vinnu farið, en þeir staðir eru einkum ætlaðir nátthröfnum, sem ekki hafa fengið nóg í næturklúbbum borgarinnar. Allflestir staðirnir byrja þó ekki með músík fyrr en klukkan þrjú á daginn, og er síðan stanzlaust opið til klukkan þrjú til fjögur á nóttunni. Vinnutíminn. er því nokkuð langur og allmiklu lengri en tíðkast hér heima, enda %ru vaktaskipti á mörgum stað- anna. En ekki varð Grettir langlífur á Skipper Kroen. Hann réðst nokkru seinna fastur maður á Kiwi Klubben, sem er staður uppi í miðborginni í námd við Ráðhústorgið. Er sá staður einkum frægur fyrir það, að glæpa- hringur, sem kallaður var Edderkoppen eða Kóngulóin á íslenzku, hélt þar oft ráðstefnur, meðan hann var við lýði, og þar var ráðgast um það hvern skyldi drepa næst. Var þó um þær mundir verið að upp- ræta Kóngulóna, og er það önnur saga. Sami eigandi, sem átti Kiwi Klubben, átti einnig Café Maritime, og var nú Grettir sendur þangað. Það var eins 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.