Prentarinn


Prentarinn - 01.05.1952, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.05.1952, Blaðsíða 2
en það verður sett á nú í ár. Talið er, að töluvert verð fáist fyrir gamla járnið. — Nauðsynlegt er að láta fara fram viðgerð á svölum hússins, og var ætlunin að gera það í haust, en var ekki hægt vegna frosta. Reisa verður verkpalla, og þótti ekki fært að gera það að sumrinu vegna skrúðgarðsins. — Þá má ekki draga lengur að mála húsið að utan. — Mun þetta allt kosta töluverðar fjárhæðir, en ekki dugir að horfa í það, þar sem frestun þýðir að eins eyðileggingu og enn þá dýrari framkvæmd. Leigutekjur hafa verið svipaðar og áður, nema að því leyti sem húsaleiguvísitala hefir haft áhrif til hækkunar, en það hefir verið töluvert. Þetta er þó að eins skollaleikur með tölur, þar eð við- haldskostnaður hefir hækkað gífurlega. Innheimta húsaleigu hefir gengið greiðlega eins og undan- farin ár, nema hjá tveimur leigjendum, sem óvenju- legur dráttur hefir orðið á greiðslu hjá, Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna og Iðnnemasambandi Is- lands. Hefir nefndin gert ítrekaðar tilraunir til að kippa þessu í lag, en báðir þessir Ieigjendur eiga við erfiðleika að stríða og hafa enn ekki getað greitt að fullu. Miðdalsmálin. Þegar síðasta skýrsla var gefin, var eftir að mála þak og glugga nýja hússins að utan. Einnig voru eftirhreytur í þvottahúsi, að ganga þar frá skilvegg fyrir miðstöðvarklefa, steypa vatnshalla í gólf og múra í kringum glugga þar og í geymsluherbergi. Voru þetta lokaverk við bygginguna. Þegar skýrslan var gefin, hafði verið greitt vegna byggingarinnar, miðað við 1. maí s. 1., kr. 247 861,66. Voru þá nokkrir reikningar ógreiddir, og var mest af því upphæðir fyrir efni og vinnu við bygginguna, sem ábúandi hafði annazt og greitt og lagt fram á annan hátt. Nefndin hafði kallað eftir þessum reikn- ingum hjá M. B., en það dróst fram í maílok, að hann gæti komizt suður. Nefndarmenn ásamt gjald- kera félagsins fóru yfir reikninga og fylgiskjöl, er M. B. hafði meðferðis. Tókst greiðlega samkomu- lag um þær athugasemdir, er gerðar voru. Þegar M. B. fór austur, fékk hann lánuð fylgiskjöl yfir greiddan byggingarkostnað til athugunar. Er lokið var að yfirfara reikningana, sneru aðiljar sér að því að ræða um viðbótarsamning við leigusamning jarðarinnar vegna nýbyggingar bæjarhússins. Þegar farið var að ræða um viðbótarsamninginn, kom í ljós, að ábúandi taldi sér ofviða að annast þriðja hluta byggingarkostnaðarins, eins og samið hafði verið um. Nefndarmenn gátu eðlilega ekki né vildu hvika frá því og héldu fast við það atriði og að leiga eftir jörðina ykist svo vegna nýbyggingar bæjarhússins, að með því fengist greiddur cinn þriðji kostnaðar vegna byggingarinnar. Þá settum við fram ósk um að útbúa þakhæð hússins til sumar- dvalar fyrir prentara fyrst um sinn eða þangað til skáli yrði reistur. Abúandi taldi vandkvæði á þvi og bar m. a. við, að örðugt myndi að hafa í sambýli vinnandi fólk um hásláttinn og hóp sumardvalar- gesta. Var rætt um þetta og athugað m. a., hvort her- bergin þrjú í suðurhlið kjallarans myndu ekki eins hentug, ef ráðizt yrði í þetta. Þá var rætt um skulda- bréf, er H. I. P. gæfi út til tryggingar þeirri upp- hæð, sem ábúandi lánaði, umfram byggingarsjóðs- lán Búnaðarbanka Islands, til hve langs tíma það skyldi vera og vaxtaupphæð. Einnig var rætt um skiptingu gjalda milli aðilja af húsinu, hvað gera skyldi við gamla bæinn, hvernig ráðstafa skyldi efnisafgangi frá byggingunni o. fl. Ekki var í þetta skipti gengið frá drögum að viðbótarsamningi, enda töluvert skiptar skoðanir um einstök atriði. Var ákveðið, að aðiljar skyldu hittast í Reykjavík eftir hálfan mánuð. Að liðnum hálfum mánuði hittust aðiljar aftur. Hafði fasteignanefndin haldið tvo fundi um málið á þessum tíma og myndað sér ákveðnar skoðanir. Þegar nú var farið að ræða málin og aðiljar höíðu sett fram sjónarmið sín, kom í ljós, að ekki hafði dregið saman í samkomulagsátt. Voru málin rædd og þæfð af okkur öllum, nefndarmönnum og ábú- anda, hálfan dag, en síðan ákveðið, að nafnarnir tveir, formaður H. I. P., Magnús H. Jónsson, og ábúandi, Magnús Böðvarsson, skyldu halda umræð- unum áfram. Stóð þeirra fundur síðan það, sem eftir var dags, og fram á kvöld. Arangur þessa erfiðis alls voru drög að viðbótarsamningi, er lög- fræðingur félagsins, Baldvin Jónsson, gerði og síðan var undirritaður í Miðdal 19. dag júlímánaðar 1951. I viðbótarsamningnum er þetta ákveð'ð: 1.) Að leiga eftir jörðina aukist svo vegna nýbyggingar bæjarhússins, að með því fáist greiddur einn þriðji kostnaðar við bygginguna. 2.) Leigutaki skuldbatt sig í upphafi til að annast einn þriðja kostnaðar við byggingu bæjarhússins á þann hátt, að jarðeigandi heimilar ábúanda að veðsetja Búnaðarbanka Islands jörðina Miðdal fyrir láni að upphæð 45 þúsund kr. Lánið skal talinn hluti af framlögðum kostnaði ábúanda. Abúandi stendur skil á afborgunum og vöxtum af láni þessu, sem er til 42 ára, og er þetta hækkun á afgjaldi eftir jörðina. 3.) Mismuninn á Iáni því, er áður getur, og einum þriðja kostnaðar- 2 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.