Prentarinn


Prentarinn - 01.05.1952, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.05.1952, Blaðsíða 5
skrifstofu alþingis. Hann var afburða-snjall próf- arkalesari og af sumum talinn hinn bezti á landinu, sem sýndi sig í því, að margir fengu hann til að lesa prófarkir af bókum þeim, sem mikið var vandað til. Alþingismenn, skrifstofustjóri alþingis og starfs- fólk kunnu líka að meta verk hans að verðleikum. Pétur Lárusson var ágætlega menntaður maður, enda gáfaður vel, málamaður gcður. Auk íslenzku var hann vel að sér í öðrum málum og þar á meðal latínu. Pétur var líka mjög söngelskur maður og ágætur organleikari. I sönglistarlífi borgarinnar var hann virkur þátt- takandi. Auk þess að vera organleikari í Frikirkj- unni og einnig í Dómkirkjunni um sinn var hann í ýmsum söngkórum, því að hann var bassamaður góður. Söngur var yndi hans, og í hópi félaga sinna var hann hrókur alls fagnaðar, en þó mikill alvöru- maður, einlægur trúmaður og prúðmenni hið mesta. Kvæntur var Pétur Lárusson Olafíu Einarsdóttur stúdenti. Þeim varð þriggja barna auðið, tveggja sona og dóttur. Heimilið var honum mjög kært, enda voru hjónin samhent i því að gera það að þeim stað, sem ánægjulegt var að vera á. Pétur Lárusson er horfinn sjónum, en minningin um góðan dreng lifir hjá okkur félögum hans í prentsmiðjunni Gutenberg. Kristmundnr Gutfmundsson. Sigurður Kristjánsson bóksali. Hann var fæddur að Skiphyl í Mýrasýslu 23. september 1854. Foreldrar hans voru Bergljót Jónsdóttir, ættuð úr Snæfellsnessýslu, og Kristján Gíslason, en hann tók við búi eftir föður sinn, sem lengi hafði búið að Skiphyl og þótt merkur bóndi. ■— Sex vetra að aldri missti Sigurður föður sinn. Var hann þá tekinn til fósturs af Helgu Jónsdóttur að Ölviskrossi í Hnappa- dal, móðursystur Kristjáns, föður Sigurðar, er þá var orðin ekkja. Hjá þessari frændkonu sinni hlaut Sigurður ástríkt uppeldi, og unni hún honum mjög, en þrátt fyrir það, þótt fóstra Sigurðar væri vel efnum búin, fór Sigurður mjög á mis við alla bók- lega fræðslu, — lærði þó að lesa ungur, en varð sjálfur að koma sér niður í skrift, en þá list iðkaði hann, er hann stóð yfir fé á vetruni; þá dró hann til stafs með broddstaf sínum á fannir og svell. Arið 1874 flyzt Sigurður til Reykjavíkur og ræðst til prentnáms hjá Einari Þórðarsyni í Landsprent- smiðjuna. Hann lýkur þar námi 1877, vinnur að prentverki til ársins 1886, en þá setur hann á stofn bóka- og ritfanga-verzlun í húsinu Bankastræti 3, en það 'hús hafði hann keypt af Sigmundi Guð- mundssyni nokkuru fyrr. Um þessar mundir byrjar hann bókaútgáfu og færist brátt í aukana. — Sig- mundur Guðmundsson hafði árið 1885 gefið út fyrsta bindið af Fornaldarsögum Norðurlanda, cn við þeirri útgáfu tekur Sigurður og lýkur henni. Valdimar Asmundarson sá um þessa útgáfu, og þykir mér ekki ósennilegt, að hann og Sigmundur hafi ætlað sér að gefa út Islendingasögur með svip- uðum hætti, þótt ekki yrði úr. Það varð hlutverk Sigurðar að gefa þær út i heild, og sá Valdimar Asmundarson um fyrstu prentun þeirra. Utgáfa þeirra hófst árið 1891. Upplag þeirra mun hafa verið hið mesta, er prentað var af nokkurri bók hér á landi fram til þess tíma, 4000 eintök. Ber það vott um bjartsýni og stórhug Sigurðar. — Endur- prentun á sögunum hófst um 1909, og eiga þær þann dag í dag miklum vinsældum að fagna. — Þess má geta, að árið 1907 hófst útgáfa Islendinga- sagna á nýnorsku í Noregi (Gammelnorske bok- værk), sniðin nákvæmlega eftir útgáfu S. Kr., og hefir selzt mjög þar í landi. Það er því miður ekki rúm hér til að rita um útgáfustarf Sigurðar, en það var merkilegt, og margar útgáfubækur hans mörk- uðu spor í bókmenntasögu vora fyrir og cftir síðustu aldamót. Sigurður Kristjánsson var kyrrlátur maður og barst ekki á. Hann bjó með móður sinni, meðan hún lifði, en síðan sá ráðskona um heimili hans. Hann var góður heim að sækja, jafnan glaður og reifur fram á elliár. Fyrir merkilegt æfistarf hlotnaðist Sigurði marg- víslegur heiður. Hann var sæmdur stórkrossi Fálka- orðunnar með stjörnu, orðu dannebrogsmanna, kjörinn fyrsti heiðursfélagi Hins íslenzka prentara- félags og heiðursfélagi Hins íslenzka bókmennta- félags. Sigurður lézt að Bjargi á Seltjarnarnesi hinn 4. apríl þ. á., en þar hafði hann átt heima síðustu árin. Hafliði Helgason. PRENTARINN 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.