Prentarinn


Prentarinn - 01.05.1952, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.05.1952, Blaðsíða 3
verðs við bygginguna leggur ábúandi fram í vinnu og öðrum greiðslum, sem H. I. P. tekur gildar, og gefur félagið út skuldabréf til ábúanda fyrir þeirri upphæð. Skuldabréfið skal tryggt með 2. veðrétti í jörðinni Miðdal og ber 4/2% vexti, en lánstími er 42 ár. Abúandi stendur skil á afborgunum og vöxt- um á láni þessu, meðan leigutíminn varir, og verður þetta einnig hækkun á jarðarafgjaldinu. 4.) H. í. P. fær til afnota yfir sumarmánuðina þrjú her- bergi og gang og baðherbergi í kjallara nýja húss- ins, þegar félagið hefir látið ganga frá þrem her- bergjum í rishæð á sama hátt og nú er um her- bergin þrjú í kjallaranum. 5.) Abúandi annast greiðslu brunabótagjalds að /3 hluta, en H. I. P. að % hlutum. 6.) Ráðist ábúandi í fjósbyggingu, skal fara um hana sem hér segir: Nota skal gamla bæjarhúsið til hennar, svo sem frekast er unnt, og skal ábúandi annast um, að sem haganlegast verði farið með það efni, sem úr því fæst. H. I. P. leggur til afgangsefni frá nýbyggingu bæjarhúss (móta- timbur, steypustyrktarjárn og vatnspípur að svo miklu leyti, sem þörf er á og ekki hefir þegar verið selt öðrum) og nauðsynlegt aðkeypt efni. Abúandi annast alla vinnu við fjósbygginguna og greiðir hana. Um endurgreiðslu þessa kostnaðar til ábúanda fer á sama hátt og um getur í 3. lið; þó sé samn- ingsatriði milli aðilja, hvernig fer um eftirstöðvar, er ábúandi flytur af jörðinni. — Þetta eru aðalatriði samningsins, en sögð hér með styttra orðalagi en samningurinn hefir. Þennan sama dag voru staddir í Miðdal virðingar- menn Laugardalshrepps, þeir Páll Guðmundsson og Böðvar Magnússon, þangað kvaddir til að gera brunabóta- og fasteigna-mat á hinu nýja húsi. Ekki reyndist unnt að loka byggingarreikningi Miðdalshúss fyrr en í lok desembermánaðar s. 1. Varð heildarkostnaður byggingarinnar kr. 301 289,42. Þessi heildarupphæð skiptist þannig: Hið íslenzka prentarafélag hefur greitt 54 hluta, kr. 200 859,68, en Magnús Böðvarsson l/3 hluta, kr. 100 430,74. Greiðslur ábúandans skiptast þannig: Greitt með peningum og Búnaðarbankaláni kr. 51232,11, eigin vinna og vinna hjúa, fæðiskostnaður verkamanna, múrara og smiða, reikningar frá ýmsum yfir efni, vinnu og annan byggingarkostnað kr. 42 214,27. Upp í það, sem þá vantaði á /3 kostnaðarins, sam- þykkti nefndin að taka /3 hluta af kostnaði við skurðina, sem Magnús hafði greitt, kr. 7 501,49, enda verður þá jarðræktarstyrkurinn á þessa upp- hæð eign H. I. P. — Fyrir þessari upphæð, að frá- dregnu láni Byggingarsjóðs Búnaðarbanka Islands, kr. 55 430,00, gefur H. í. P. út skuldabréf, sem ber 454 af hundraði í vexti á ári og greiðist upp af ábúendum Miðdals á næstu 42 árum með jöfnum ársgreiðslum. Jarðarleiga Miðdals er þá nú orðin þessi: Afborganir og vextir af Byggingarsjóðsláni kr. 1 593,77, greiðsla og vextir af skuldabréfi kr. 2 960,41 auk 1000 króna í peningum eða jarðabótum eða alls kr. 5 554,18. Geta má þess að lokurn, að þegar ábúandi var hér á ferðinni í lok desembermánaðar m. a. til að gera upp jarðarafgjöld o. fl., lagði hann fram reikninga yfir sléttun í túni. A þá framkvæmd, sléttun í fullræktuðu túni, er sérstakur styrkur veittur af Búnaðarfélagi Islands, hærri en á aðra ræktun. Reikningsupphæðin var alls kr. 8 558,50. Þar eð styrkupphæðin Iá ekki fyrir, var frestað ákvörðun um þessa reikninga, en þeir liggja hjá nefndinni til tryggingar eftirgjaldi tveggja s. 1. ára. Að síðustu má geta þess, að komið hefir til orða í nefndinni, hvort ekki mætti skapa atvinnulausum prenturum starf um tíma við skógargirðingu í Mið- dal, ef efni fengist og styrkur hjá Skógrækt ríkisins og vanir menn til leiðbeininga, en athugun þessa rnáls er þó að eins á byrjunarstigi. Nefndarformaðurinn hefir á árinu ásamt fjórum öðrum félögum starfað í nefnd um félagsheimilis- málið. Hefir fasteignanefndin fylgzt með því starfi, en nefndarálit hefir legið hjá félagsstjórninni til athugunar og liggur nú prentuð fyrir. En ekki mun þykja byrlega horfa með fjárútlát, meðan jafnmikið atvinnuleysi ríkir og nú er í stéttinni. Þó ætti að mega þoka málinu áfram í það horf, sem lagt er til í áliti félagsheimilisnefndar, ef fé- lagarnir vilja vinna að því sjálfir. Aðalfundur H.Í.P. 1952 var haldinn 30. marz s. 1. — I fundarbyrjun var minnzt tveggja félaga, er Iátizt höfðu á síðasta starfsári, þeirra Péturs Lárussonar og Karls St. Daníelssonar. Eftir að reikningarnir höfðu verið samþykktir og skýrsla stjórnarinnar flutt, var greint frá úr- slitum stjórnarkosninga, er fram fóru á tilsettum tíma, en úrslit þeirra urðu þessi: I aðalstjórn voru kosnir: Formaður Magnús H. Jónsson með 134 atkv., gjaldkeri Kjartan Ólafsson með 198 atkv. og 1. meðstjórnandi Meyvant Ó. Hallgrímsson með 106 atkv. I varastjórn voru kosnir: Formaður Halibjörn Halldórsson með 140 atkv., ritari Guðbjörn Guð- PRENTARINN 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.