Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 8
HIN nýju úrræði bankans varðandi erlend lán ná einungis til húsnæð- islána en ekki bílalána. Una segir þó erlendu bílalánin ekki íþyngja fólki síður, enda til mun styttri tíma og afborgunin hlutfallslega hærri miðað við lánsupphæðina. Hún bendir á að einmitt vegna hins stutta lánstíma henti ekki að beita samskonar greiðslujöfnun eða teygjuláni á bílalánin. Það myndi einfaldlega þýða að lánið lengdist von úr viti. Hins vegar byrjaði bankinn ný- verið að bjóða úrræði vegna bíla- lánanna sem felur í sér tímabundna lækkun greiðslubyrðarinnar í átta mánuði. Lækkunin nemur 50% fullrar greiðslu í janúar í ár og verður þá föst krónutala. Á móti lengist samningstíminn um fjóra mánuði. Una segir rúmlega 600 manns hafa sótt um þetta úrræði. Lækka af- borganir tímabundið 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti húsgögn TILBOÐ VIKUNNAR landsins mesta úrval af sófasettum verð áður 359.900 Sófasett 3+1+1 kr.239.900,- smærri, en heildarkostnaður vegna sérstakra verkefna var 127.112.459 krónur. Hjá ráðuneytinu sjálfu fóru hátt í ellefu milljónir í lögfræðikostnað, rúmlega fjórar í kostnað vegna við- skipta-, hagfræði-, endurskoðenda og rekstrarráðgjafar og tæpar tvær milljónir vegna þýðinga og túlka- þjónustu. Aðrir útgjaldaliðir voru smærri, en í heildina var þessi kostn- aður 18.780.759 krónur. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TÆPAR 146 milljónir króna runnu frá fjármálaráðuneytinu til verk- taka, ráðgjafa og sérfræðinga á tímabilinu frá maílokum 2007 til 1. febrúar á þessu ári. Þetta á bæði við um aðalskrifstofuna og kostnað vegna annarra verkefna sem ráðu- neytið ber ábyrgð á, að sögn Ang- antýs Einarssonar skrifstofustjóra. Langstærsti útgjaldaliður vegna sérstakra verkefna voru þjóðlendu- mál, rúmar 68,3 milljónir króna. Þar af voru tæpar 34 milljónir fyrir sér- fræðiþjónustu við upplýsingaöflun úr Þjóðskjalasafni vegna kröfugerð- ar ríkisins. Næst stærsti útgjaldalið- urinn var vegna rafrænna skilríkja, tæpar 40 milljónir. Þá voru m.a. sjö milljónir vegna upplýsingatækni- verkefna og níu milljónir vegna skattamála. Aðrir útgjaldaliðir voru 146 milljónir til ráðgjafa Fjármálaráðuneytið greiddi 68 milljónir króna til lögfræðinga og annarra sérfræðinga vegna þjóðlendumála frá maí 2007 Morgunblaðið/ÞÖK Húsnæðislán Erlendu íbúðalánin íþyngja mörgum en Íslandsbanki hefur búið til nýtt greiðslujöfnunarúrræði sem ætti að létta mörgum róðurinn. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is GREIÐENDUR erlendra húsnæð- islána gætu séð fram á léttari greiðslubyrði næstu misseri verði ný greiðslujöfnunarleið Íslandsbanka á þessum lánum almenn. Bankinn ætl- ar strax í næstu viku að opna fyrir umsóknir viðskiptavina sinna um þetta úrræði. Um er að ræða eins konar teygjulán sem taka mið af greiðslubyrðinni eins og hún var 1. maí 2008 og breytast afborganir í samræmi við greiðslujöfnunarvísi- tölu, en ekki neysluvísitölu. Haukur Skúlason, sérfræðingur í áhættustýringu hjá bankanum, segir að grunnupphæð afborgana af slíku teygjuláni sé miðuð við 1. maí 2008, enda sé það greiðslubyrði sem flestir ættu að ráða við, hafi aðstæður ekki breyst þeim mun meira hjá þeim síð- an. „Þetta er hærri greiðsla en þegar viðkomandi tók lánið en á hinn bóg- inn hafa afborganir af verðtryggðum innlendum lánum líka hækkað,“ segir hann. Gæti styst í láninu Í framhaldinu er stuðst við svokall- aða greiðslujöfnunarvísitölu sem tek- ur m.a. mið af atvinnustigi í stað hefð- bundinnar neysluvísitölu. Eftir því sem atvinnuleysi eykst breikkar bilið milli greiðslujöfnunarvísitölunnar og neysluvísitölunnar. Í dag munar um 10% á afborgunum eftir því við hvora vísitöluna er miðað en að sögn Hauks er ekki ólíklegt að munurinn muni aukast á næstu mánuðum. Afborganirnar breytast því sam- kvæmt ofangreindri vísitölu en mis- munurinn á greiðslunni og því sem viðkomandi hefði átt að borga sam- kvæmt gengistryggða láninu bætist aftan við lánið og lengir þannig í því. Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, segir að þeir gjalddagar sem bætist við lánið verði sömu upphæðar og síðasti áætlaði gjalddagi lánsins. Birna Einarsdóttir bankastjóri bendir þó á að ekki sé víst að lánið muni lengjast. „Það eru miklar vangaveltur um hver afgangs- upphæðin í lok lánstímans verður en við erum að vona að lánið geti allt eins teygst í hina áttina – að gengi krónunnar styrkist það mikið að á einhverjum tímapunkti sé viðkom- andi að borga meira en hann hefði verið að gera.“ Haukur útskýrir þetta betur: „Þá saxast á þá uppsöfnuðu fjárhæð sem er frestað að greiða þegar illa árar enda hækkar greiðslubyrði sem mið- uð er við greiðslujöfnunarvísitöluna smám saman yfir langan tíma. Það gæti því jafnvel farið svo að viðkom- andi losnaði við lánið fyrr en upp- haflega var áætlað.“ Í stað almennra frystinga Aðspurð segir Birna bankann bú- inn að reikna út hvaða áhrif greiðslu- jöfnunin hafi á lausafjárstöðu bank- ans. „Hún hefur verið ágæt þannig að við ráðum vel við þetta. Með þessu erum við að fá inn greiðslur sem við höfum ekki fengið á þeim lánum sem hafa verið í frystingu hjá okkur, og þar með eykst lánageta okkar til ann- arra.“ Una tekur undir þetta. „Aðal- hugmyndafræðin er að þetta komi í staðinn fyrir almennar frystingar gengistryggðra lána, sem voru veitt- ar óháð fjárhagsstöðu þeirra sem tóku lánin, eins og gildandi tilmæli ríkisstjórnarinnar kveða á um.“ Þær geti aldrei orðið annað en skamm- tímalausn. Báðar undirstrika þær þó að þessi lausn henti ekki fyrir þá sem verst eru settir, t.a.m. þá sem hafa misst vinnu og þar með tekjur. Fyrir þann hóp verði áfram sértækar lausnir í boði. Um 17% húsnæðislána Íslands- banka í erlendri mynt að þeirra sögn og Una tekur fram að margir lántak- endanna hafi ekki valið að frysta lán sín heldur greiði af þeim samkvæmt upphaflegri áætlun. Þá segja þau að hægt verði hvenær sem er að snúa aftur yfir í erlendu greiðsluáætlunina og muni þá sá hluti lánsins, sem hefur verið frestað eða jafnvel safnast upp, dreifast yfir á þá gjalddaga sem eftir eru af láninu. Þau segja sérfræðinga bankans hafa þróað þessa lausn og að bankinn hafi átt í nánu samstarfi við aðrar bankastofnanir sem og við stjórn- völd. Úrræði vegna erlendra lána  Íslandsbanki þróar ný afborgunarúrræði vegna húsnæðislána í erlendri mynt  Ætlað að leysa almennar frystingar af hólmi  Sértækar lausnir áfram í boði Í HNOTSKURN » Afborganir erlendra lánahafa þróast mismunandi eftir stöðu gjaldmiðlanna. Af- borganir lána sem tekin voru í svissneskum frönkum og jen- um hafa t.a.m. hækkað meira en lán sem voru tekin í pund- um, dollurum og evrum. » Undanfarið hafa afborg-anir erlendra lána lækkað í samræmi við lækkun vaxta ytra. Búast má þó við að vext- irnir hækki hratt þegar verð- bólga eykst á myntsvæðunum.                              !"   Íslandsbanki hef- ur þróað annað úrræði fyrir lán- takendur er- lendra húsnæðis- lána, sem er þó mun skemmra á veg komið en greiðslujöfnunin. „Þá er horft til baka til þess dags sem lánið var tekið og búið til það sem við köll- um skuggalán,“ segir Haukur. „Þá reiknum við upp lánið eins og það hefði verið verðtryggt innlent lán, miðað við verðbætur og vexti, en tökum tillit til þeirra greiðslna sem viðkomandi hefur greitt af geng- istryggða láninu. Þegar krónan styrkist og höfuðstólar þessara tveggja lána mætast í íslenskum krónum talið er gefið út nýtt lán í íslenskum krónum sem er verð- tryggt og það notað til að greiða upp gengistryggða lánið. Við- skiptavinurinn verður aldrei var við neina breytingu en geng- istryggða lánið og gengisáhættan er þar með komin út úr kerfinu.“ Þannig er engu líkara en lántak- anda sé boðið að stíga upp í tíma- vél og fara aftur til þess tíma þeg- ar lánið var tekið og skipta um skoðun – einfaldlega taka verð- tryggt lán í stað þess erlenda – í fortíðinni. Skuggalán í tímavél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.