Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 Karlarnir í gufunni Það er mikill kraftur í borholunum á Reykjanesi. Gufan tekur stöðugt á sig nýjar myndir. Hér má sjá að þrír ófrýnilegir karlar hafa birst í gufunni. RAX Guðmundur Jónas Kristjánsson | 5. mars Framsókn vinnur gegn hagsmunum bænda Í dag er ekki lengur mun- ur á Framsókn og krötum hvað varðar hagsmuna- mál bænda. Báðir flokkar vilja sækja um ESB-aðild í algjörri andstöðu við ís- lenzka bændur. Hver hefði trúað því fyrr á árum að Framsókn ætti eftir að gerast ESB-sinnaður krata- flokkur með nánast alla bændastéttina á móti sér? En Búnaðarþing 2009 leggst eindregið gegn ESB-aðild, og hafnar að- ildarviðræðum við sambandið. Í grein- argerð frá þinginu kom fram að með að- ild að ESB yrði íslenzkur landbúnaður lagður í rúst. . . . Meira: zumann.blog.is Hjörtur J. Guðmundsson | 5. mars Gas, gas, gas Hugsanlega er ný gas- deila í uppsiglingu á milli Rússa og Úkraínumanna sem aftur kann að bitna enn eina ferðina á þeim ríkjum Evrópusambands- ins sem eru háð rúss- nesku gasi, en gasleiðslurnar til sam- bandsins liggja í gegnum Úkraínu. Slíkar deilur hafa reglulega komið upp á liðnum árum og oft orðið mjög harð- ar og staðið um talsverða hríð. Evrópu- sambandinu er fyrir vikið mjög í mun að tryggja sér öruggari aðgangi að gasi, og reyndar einnig olíu, sem aftur skýrir að stóru leyti mikinn áhuga þess á að fá Íslendinga og Norðmenn í sínar raðir. Meira: sveiflan.blog.is Í FLJÓTU bragði gætu menn talið að skip- brot íslenska útrásaræv- intýrisins væri ótengt menntun og menningar- málum. Svo er þó ekki. Skipbrotið snýst um hugmyndafræðilegt gjaldþrot og ljóst er að mikils endurmats er þörf á öllum sviðum samfélagsins. Alræði peningahyggjunnar Umræða um menntun á undan- förnum árum og jafnvel áratugum hefur þróast á sama hátt og önnur umræða, hún hefur verið undirokuð af alræði peningahyggjunnar og tungutakið hefur verið litað af þeim hugs- unarhætti sem stjórn- aði samfélaginu fyrir hrunið. Reynt var að láta sem menntun væri fyrst og fremst „fjár- festing“ og á köflum „stóriðja“. Í skólunum var framleiddur „mannauður“ sem var uppistaðan í öflugu vinnuafli. Skólar sem útskrifuðu marga höfðu háa „fram- leiðni“. Fjármunir skipta vissulega máli í lífinu og kannski aldrei eins og núna þegar við eigum minna af þeim en við höfum átt í lengri tíma. En þegar samfélag fer að mæla allt eftir mæli- stiku króna og aura er hætta á ferð. Lífið er aldrei og hefur aldrei bara verið viðskipti eða fjárfesting. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þekk- ingaröflun, þegar nemendur öðlast örlítið betri skilning á lífi sínu og hlutskipti, raunar um flest annað en efnahagslega mælikvarða. Þegar þeim er beitt þar sem þeir eiga ekki við skekkir það sýn okkar á sam- félagið og veldur því að annars konar gildismat týnist eða glatast. Skortur á gagnrýninni hugsun Ástæður efnahagskreppunnar á Íslandi og annars staðar á Vestur- löndum má ekki síst rekja til hugs- analeti, skorti á gagnrýninni hugsun. Hluti af þeirri leti var innræting efnahagslegrar heimssýnar þar sem arðsemiskröfum var alls staðar plantað niður, til að mynda í heil- brigðiskerfinu og menntakerfinu. Um hríð leit út fyrir að páfum þessa kerfis væri í nöp við að manneskja stæði úti í góðu veðri og drægi að sér andrúms- loftið. Það vantaði verðmiða á þá at- höfn. Styrkur íslenskra háskóla En hvaða mælikvörðum viljum við beita á skólastarf? Hér hefur nem- endum fjölgað á háskólastigi sem er jákvætt en þegar litið er yfir há- skólastigið kemur samt í ljós að hin mikla þensla hefur ekki endilega leitt af sér jafn mikla fjölbreytni og ætla mætti. Fjölgunin hefur verið bundin við tilteknar námsgreinar. Mikil- vægar námsgreinar hafa setið eftir vegna þess að mælikvarðinn hefur verið sá að nám sem aðeins fáir sæktu „borgaði sig ekki“. Það á við um ýmsar vísindagreinar þar sem Ís- lendingar geta lagt mikið af mörkum, til að mynda með okkar sérstöku jarðsögu og miðaldamenningu. Samstarf íslenskra háskóla hefur aukist á undanförnum árum og það má efla enn frekar, skólar gætu jafn- vel skipt með sér verkum, og tryggt þannig styrk og fjölbreytni íslenskr- ar akademíu. Við eigum marga vís- indamenn í fremstu röð sem við þurf- um að standa saman um að styrkja. Þar eiga gæði rannsóknanna að ráða mestu. Nýir mælikvarðar Hleypa þarf fleiri mælikvörðum að í menntamálum. Arðsemin getur reynst hin mesta tálsýn, þegar spila- borgirnar hrynja. Þekkingin sem manneskjan hefur aflað sér með því að láta reyna á heilann verður hins vegar ekki svo auðveldlega tekin af henni. Þar eru verðmætin sem við þurfum að rækta og efla til fram- tíðar. Raunveruleg verðmæti. Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Fjármunir skipta vissulega máli í líf- inu. En þegar samfélag fer að mæla allt eftir mælistiku króna og aura er hætta á ferð. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er menntamálaráðherra. Nýir mælikvarðar EITT helsta áhyggjuefni nú- tímans er yfirvofandi skuldsetning ríkisins og komandi kynslóða í kjöl- far efnahagshrunsins. Bent hefur verið á að sá skuldaklafi muni reyn- ast komandi kynslóðum þungur kross að bera. Verkefni stjórnmála- manna nú er að tryggja að skaðinn verði lágmarkaður. Á köflum hefur verið erfitt að henda reiður á umræðunni um yf- irvofandi skuldir ríkissjóðs. Það er einkum tvennt sem mér finnst þýð- ingarmikið að benda á. Í fyrsta lagi, að það er rétt sem bent hefur verið á, að verstu spár gefa of dökka mynd af þeim vanda sem stefnir í. Í öðru lagi, að nú ríður á að takmarka sem allra mest þá skuldsetningu sem ríkissjóður gæti þurft að sitja uppi með. Þetta er eitt mikilvægasta verk- efnið sem stjórnvöld ættu að vera að sinna þessa dagana. Verstu spár sem ég hef séð um yfirvofandi skuldir ríkisins hljóða upp á um 2.200 milljarða króna. Mér sýnist að þeir sem settu fram slíkar spár hljóti að hafa gleymt að gera greinarmun á skuldunum sem kunna að falla á ríkissjóð og lán- unum sem tekin verða til að greiða þessar skuldir. Það er vitaskuld tvítalning að leggja þetta tvennt saman. Ef milljón króna víxill fellur á ábyrgð- armann og hann tekur milljón króna lán til að geta borgað, þá skuldar hann auðvitað bara eina milljón en ekki tvær milljónir. Hver er skuldastaðan? En hver er staðan? Skuldir ríkissjóðs um síðustu áramót voru um 650 milljarðar króna. Í fjárlögum er gert ráð fyrir um 150 milljarða halla, sem bætist þá við skuldirnar. Ríkissjóður hefur gefið út skuldabréf til að greiða Seðlabanka Íslands fyrir skuldabréf bankanna. Útgáfan nam 270 milljörðum en á móti er áætlað virði eignanna um 50 milljarðar þannig að nettó vaxtaberandi skuld ríkissjóðs eykst um 220 milljarða við þetta. Ofangreint leiðir til þess að skuldir ríkisins verði rétt um 1.000 milljarðar króna í lok þessa árs, eða um það bil 70-80% af landsframleiðslu. Það er ekki lítið en þó ekki meira en svo að það er nálægt OECD meðaltalinu eins og það var síðastliðið haust, áður en bankar víða um heim tóku að hrynja hver um annan þveran. Með- altal OECD mun því væntanlega hækka umtalsvert fram til ársloka. Hér á hins vegar eftir að taka tillit til tveggja þátta sem geta haft afger- andi áhrif á skuldastöðu ríkisins: Ice- save-skuldbindinganna alræmdu og eiginfjárframlags ríkisins til bankanna þriggja sem fóru í þrot í haust. Icesave Nýjustu fregnir af Icesave-innlánunum herma að skuldbinding ríkisins vegna þeirra verði mun minni en talið var í fyrstu. Skilanefnd Landsbank- ans telur nú að fjárhæðin nemi 72 milljörðum króna, sambærilegri fjárhæð söluandvirðis Land- síma Íslands. Það er vissulega feiknamikið fé en þó aðeins um 6% af landsframleiðslu og ætti því ekki að gerbreyta framangreindri mynd. Þar að auki tel ég að eitt mikilvægasta verkefni næstu rík- isstjórnar verði að ná ásættanlegum samningum við bresk yfirvöld um lúkningu þessa máls, þannig að taki ríkissjóður yfirleitt á sig skuldbindingar verði lánskjör með þeim hætti að lánin verði lítt íþyngjandi. Íslensk stjórnvöld virðast hafa veitt eitthvert viðnám við afarkostum, fyrst enn hefur ekki verið samið um þessi mál. En það verður að gera betur. 385 milljarða lán? Síðast en ekki síst þarf að skoða hugsanlegt eig- infjárframlag ríkisins til bankanna þriggja. Rætt hefur verið um að það nemi 385 milljörðum króna, sem ríkissjóður myndi þurfa að taka að láni. Það samsvarar um 30% af landsframleiðslu. Slík lán- taka myndi því setja ríkið í þá ógnvænlegu stöðu að skulda meira en 100% af landsframleiðslu og vera þar með í hópi allra skuldugustu OECD þjóða. Það er að mínu viti alls ekki forsvaranlegt fyrir ríkið að eyða slíkum fjárhæðum til þess að kaupa þrjá banka úr þrotabúum gömlu bankanna. Mér er kunnugt um að erlendir kröfuhafar hafi lýst yfir áhuga á að eignast Kaupþing og Íslandsbanka, sem myndi þýða að ríkissjóður þyrfti ekki að leggja þeim til neitt eigið fé. Ég er eindregið hlynntur því að sú leið verði skoðuð til hlítar, enda er ég ekki talsmaður þess að ríkið eigi banka, hvað þá stofni þá með óheyrilegum tilkostnaði. Sé ekki með sama hætti áhugi á Landsbankanum ætti ríkið annað hvort að kaupa minni hlut úr þrotabúi bankans með minna eiginfjárframlagi en rætt hefur verið um, eða hreinlega að bjóða hinum bönkunum tveimur að kaupa innlenda starfsemi hans. Afstaða mín Afstaða mín gagnvart málefnum bankanna helg- ast einkum af tvennu. Annars vegar er ég enn þeirrar skoðunar, þrátt fyrir örlög bankanna, að ríkið eigi ekki að stunda samkeppnisrekstur. Til lengri tíma litið væri það skref úr öskunni í eldinn. Hitt skiptir ekki síður máli, og um það held ég að jafnvel hörðustu andstæðingar mínir í stjórn- málum geti verið mér sammála, að ríkissjóður hef- ur hreinlega ekki ráð á því að taka risavaxin lán til þess að kaupa þrjá banka. Þó skuldastaða ríkisins og kynslóða framtíð- arinnar sé verulegt áhyggjuefni þá höfum við tæki- færi til þess lágmarka skaðann. Þessi tækifæri er nauðsynlegt að grípa. Eftir Sigurð Kára Kristjánsson »… ríkissjóður hefur hreinlega ekki ráð á því að taka risavax- in lán til þess að kaupa þrjá banka. Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Lágmörkum skaðann BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.