Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Reykjavík-urborg ogfleiri sveit- arfélög eru nú á fullri ferð að end- urskoða fjárhags- áætlanir sínar fyrir árið í ár og hrinda ýmsum sparnaðar- tillögum í framkvæmd. Í Reykjavík hefur verið beitt nýjum aðferðum, sem byggjast meðal annars á víðtæku sam- ráði við starfsmenn og að koma í framkvæmd þeirra eigin til- lögum um sparnað. Nið- urstaðan er sú að hagrætt er um 2,3 milljarða króna í rekstri borgarinnar. Útsvar borgarbúa verður ekki hækkað til að mæta tekjutapi og útgjaldaauka. Svipuð vinna er nú unnin víð- ar; í bæjarstjórn Akureyrar er t.d. rætt um að bæjar- starfsmenn taki einn launa- lausan frídag í mánuði þar sem því verður komið við. Enn bólar hins vegar ekkert á tillögum ríkisstjórnarflokk- anna um það hvernig megi spara í rekstri ríkisins. Í Morg- unblaðinu í fyrradag sagði Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra að það yrði verk- efni nýrrar ríkisstjórnar að út- færa hvernig farið yrði í sparnaðar- og aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Hann sagði það gefa augaleið að grípa yrði til umfangsmikilla aðgerða í þeim efnum, en ríkisstjórnin hefði ekki útfært þær. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Zetunni, umræðuþætti á mbl.is á mánudag, að tekju- tengja þyrfti bætur almannatrygginga í auknum mæli og nefndi barnabæt- urnar sem dæmi. Um það sagði Steingrímur: „Það er út af fyrir sig athyglisvert að Sjálfstæð- isflokkurinn er að sýna eitt- hvað á spilin í þessum efnum. Ekki veitir nú af, ef hann ætlar að ná þessu fram að öllu leyti með niðurskurði, og lokar al- gjörlega á það að ná upp í gatið með tekjuöflun.“ Er minni þörf á að núverandi stjórnarflokkar sýni fram á hvernig þeir hyggjast ná fram sparnaði? Af hverju sýna þeir ekki á spilin, einkum og sér í lagi vegna þess að talsverðar líkur virðast á því að þeir verði áfram við völd eftir kosningar? Eiga kjósendur ekki rétt á að fá að vita, hvar þeir ætla að spara í ríkisrekstrinum? Kannski óttast stjórnar- flokkarnir að gera sig óvinsæla fyrir kosningar. En almenn- ingur hefur án efa skilning á ýmsum erfiðum ákvörðunum, sem þarf að taka. Í Reykjavík hefur t.d. verið ákveðið að taka af eina kennslustund á dag, sem yngstu bekkjunum í grunnskólum var boðin um- fram lagaskyldu. Það er sjálf- sagt ekki vinsæl ákvörðun, en foreldrar í Reykjavík (sem eru líka skattgreiðendur í Reykja- vík) munu vafalaust sýna henni skilning. Af hverju eru stjórnar- flokkarnir svona hræddir við að sýna á spilin sín? Eiga kjósendur ekki rétt á að vita hvar á að spara?} Á ekki að sýna á spilin? Alþingi hefursamþykkt ný lög, en markmið þeirra er að setja reglur um ábyrgðir einstaklinga, draga úr vægi ábyrgða og að stuðla að því að lánveitingar verði miðaðar við greiðslugetu lántaka og hans eigin tryggingar. Lögin byggjast öðrum þræði á sjónarmiðum um neyt- endavernd, auk kröfunnar um vönduð vinnubrögð fjármála- fyrirtækja. Fyrsti flutnings- maður málsins á þingi, Lúðvík Bergvinsson, sagði að ábyrgð- arkerfið hér á landi hefði örugglega grafið undan fag- mennsku í bankakerfinu. Það má til sanns vegar færa. Þess eru áreiðanlega dæmi að bank- ar hafi ekki farið eins varlega í lánveitingum sínum og tilefni var til, í fullvissu þess að ábyrgðarmenn kæmu til skjal- anna ef lántakandi gæti ekki staðið í skilum. Bankarnir hafa því getað gengið að því vísu að fá lánin greidd til baka, þótt forsendur lánveitingar hafi e.t.v. verið hæpnar í upphafi. Svo útbreitt var þetta íslenska ábyrgðarkerfi, að árið 1996 voru 47% allra Íslendinga yf- ir 18 ára aldri í ábyrgð fyrir fjárskuldbindingum þriðja að- ila, eða um 90 þúsund manns. Árið 2004 hafði fækkað í hópn- um, í kjölfar breyttra reglna, en þó voru enn 75 þúsund manns í ábyrgðum fyrir aðra. Ábyrgðarmenn eru óvíða fleiri í lánakerfinu en hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Þar tekur fólk þó lán til að geta stundað framhaldsnám, sem verður grundvöllur að ævi- starfi þess. Þar ætti að vera hægur vandi að lántakendur sjálfir beri ábyrgð, en for- sendur náms séu ekki að for- eldrar eða aðrir geti tekið þá ábyrgð á sig. Það er rétt hjá Lúðvíki Bergvinssyni að slíkt gengur gegn hugmyndum um jafnrétti til náms. Íslendingar þurfa að byggja bankakerfi sitt upp á nýjan leik. Ný lög um ábyrgðarmenn eru skref í átt að réttlátara og faglegra bankakerfi. Í átt að réttlátara og faglegra bankakerfi}Ábyrgð á skuldum annarra V ið náðum þeim! Skál í boðinu! Einhvern veginn svona gátu lögreglu- og ráðamenn þjóð- arinnar fagnað þegar tilkynnt var í gær að enn ein kannabisverk- smiðjan hefði verið stöðvuð í Hafnarfirði. Áður hafði dómsmálaráðherra farið í vettvangsferð í eina verksmiðjuna til að sjá hvernig þetta allt saman færi fram. Lögreglunni er hrósað fyrir vel unnin störf og fjölmiðlar landsins keppast við að flytja fréttir af magninu sem hefði getað komist í umferð og hvað götuverðið væri. Stöldrum samt aðeins við. Hver er tvískinn- ungurinn í þessari frásögn? Jú, á meðan stjórnvöld fagna því að framleiðendur marí- júana eru stöðvaðir bera þau ábyrgð á um- fangsmestu vímuefnasölu landsins. Ríkið hef- ur einkarétt á sölu áfengis, sem veldur meiri skaða í íslensku samfélagi en öll önnur vímuefnanotkun til sam- ans. Ofbeldi, akstur undir áhrifum, slys á fólki og óspektir á almannafæri tengjast aðallega notkun þessa vímuefnis. Samt er lítill vilji til að banna áfengi þótt það vissulega hafi verið reynt. Við vitun nefnilega að þorri fólks kann að nota það án þess að valda sjálfu sér eða öðrum skaða. Vímuefni hafa á einhvern hátt fylgt manninum frá örófi alda. Þetta er ekkert dæmi um hnignun vestræns sam- félags. Kannski hafa vandamálin þó aukist. Það hefur gerst þrátt fyrir stríð stjórnvalda víðs vegar um heim gegn framleiðendum, smyglurum og dópsölum. Þessi bar- átta hefur kostað skattgreiðendur stjarnfræðilegar upp- hæðir og árangurinn er lítill sem enginn. Neysla vímuefna minnkar lítið þrátt fyrir herta löggjöf og aukið eftirlit. Sumir eru fastir í því að þetta sé spurning um siðferði; að við samþykkjum ekki notkun þessara efna. Þau séu skaðleg. Ef fólk ætlar að vera sjálfu sér samkvæmt á það þá líka að ná yfir notkun áfengis. Það er ekkert siðferðislega réttara að leyfa vímuefnið áfengi, sem margir ánetjast, en banna kannabis. Það gengur ein- faldlega ekki upp. Markmið flestra er auðvitað að minnka skað- ann sem notkun þessara efna veldur. Þeir sem styðja lögleiðingu kannabis og annarra vímu- efna eru ekki að hvetja til notkunar þeirra. Þeir eru að benda á að núverandi leið hefur lítinn ár- angur borið. Fíklar eru jafnvel frekar flokkaðir með glæpamönnum en sjúklingum. Harðari refsingar ýta undir aukið ofbeldi. Bannið gagnast glæpamönnunum best, sem beita venjulegt fólk hrottaskap og ógnunum. Ungt fólk er ekki fífl. Forvarnir gegn notkun vímuefna verður að byggja á rökum en ekki innantómum áróðri. Það þýðir ekki fyrir foreldra að segja vímuefni drepa en fá sér síðan í glas hverja helgi. Það sjá allir í gegnum slíkan málflutning og þá ná aðrar skynsamlegar ábendingar um skaðsemi vímuefna verr til unga fólksins. Mér er sagt að maríjúana sé samkvæmt rannsóknum ekki skaðmeira en áfengi. Ætti dómsmálaráðherra ekki bara að setja reglugerð um þessa sprotastarfsemi? Björgvin Guðmundsson Pistill Umsvifamikill vímuefnasali Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is E itt af vandamálum Landsvirkjunar í heimskreppunni er bág staða lánveitenda fyr- irtækisins. Þar eru stærstir heimsþekktir bankar, þar á meðal breski bankinn Barclays, hinn japanski Sumitomo, SEB frá Svíþjóð, hinn þýski Deutsche Bank, banda- rísku bankarnir JP Morgan og Citi- bank, og svo hinn franski Societe General. Þeir eru allir laskaðir eftir þær hremmingar sem einkennt hafa fjármálamarkaði frá sumarmánuðum 2007, en þó helst frá því að lánamark- aðir lögðust saman á heimsvísu eftir gjaldþrot fjárfestingarbankans Lehman Brothers, 15. september í fyrra. Sterk á hefðbundna kvarða Lausafjárstaða Landsvirkjunar er sterk í samanburði við önnur fyr- irtæki á Íslandi. Fyrirtækið hefur að- gang að lausafé til ársloka 2010, svo framarlega sem það fer ekki út í nein- ar framkvæmdir sem kalla á útgjöld. Algeng viðmiðun í þessum efnum er að fyrirtæki hafi trygga lausa- fjárstöðu til sex mánaða. En þrátt fyrir að lausafjárstaða Landsvirkjunar sé sterk, á hefð- bundna mælikvarða, blasa við vanda- mál taki lánamarkaðir ekki að breyt- ast á næstu mánuðum. Staða lánveitenda fyrirtækisins getur þar skipt töluvert miklu máli. Þangað þarf fyrirtækið að sækja lán til þess að geta staðið við skuldbind- ingar sínar og starfað eftir áætlunum fram í tímann. Fyrrnefndir bankar hafa margir hverjir þurft að reiða sig á beina hjálp frá stjórnvöldum í löndum þar sem þeir starfa, eða fengið nauðsynlega aðstoð frá seðlabönkum. Þetta hefur gert það að verkum að bankar eru í slæmri stöðu til að lána. Í raun má segja að margir bankar séu enn að berjast fyrir lífi sínu. Nokkuð er því í að þeir geti farið að stunda eðlilega lánastarfsemi og sinnt viðskiptavinum sínum, stórum sem smáum, með hefðbundnum hætti. „Í raun er vandamálið við hinn al- þjóðalega efnahag nú um stundir ekki það að bankar séu að taka of mikla áhættu, heldur eru þeir þvert á móti að taka of litla áhættu […] Banka og aðrar fjármálastofnanir skortir bak- land til að fá traust til að lána,“ sagði Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, á blogg- síðu sinni í gær. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa haldið góðu sambandi við lánveitendur síðan bankakerfið hér á landi hrundi og lánshæfismat íslenska ríkisins, og þar með Landsvirkjunar, var lækkað. Meðal annars hafa starfsmenn fyr- irtækisins fundað með fyrrnefndum bönkum og rætt stöðuna, eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu. Vísbendingar um fjármögn- unarmöguleika Landsvirkjunar eins og mál standa nú má meðal annars ráða af álagi á skuldabréf fyrirtæk- isins. Að sögn Agnars Tómasar Möll- er, hjá GAM Management, hefur vaxtaálagið farið vaxandi að und- anförnu sem þýðir minnkandi tiltrú markaðarins á fyrirtækinu. „Við höf- um séð nokkurt framboð að und- anförnu á skuldabréfum útgefnum af Landsvirkjun í erlendri mynt og vaxtaálag þeirra hefur farið vaxandi. Í vikunni sáum við til að mynda bréf með gjalddaga eftir 5 til 17 ár sem voru með um 18 prósenta vaxtaálagi, sem samsvarar því að hægt sé að kaupa bréfið á 61 prósents afslætti annars vegar og 88 prósenta hins vegar vegar, miðað við höfuðstól bréf- anna.“ Staða lánveitenda getur ráðið úrslitum Morgunblaðið/Golli Landsvirkjun Helsta tekjulind Landsvirkjunar er sala á rafmagni til álvera. Mikið verðfall á áli undanfarin misseri hefur bitnað á rekstrinum. Vegna lækkandi álverðs í heiminum undanfarin miss- eri, um 70 prósent á sjö til átta mánuðum, hafa tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu til álvera minnkað. Orkusölu- samningarnir eru tengdir verði áls og því hefur breyting á álverðinu bein áhrif á tekj- urnar. Þegar álverð fór sem hæst í fyrra, upp í um 3.300 dollara á tonnið, gerði fyrirtækið framvirka samninga til að tryggja fyrirtækið fyrir verð- lækkun. Þessir samningar draga úr áhrifum af verðlækk- uninni. Þrátt fyrir það var tap Landsvirkjunar í fyrra um 40 milljarðar, en stóran hluta þess má þó rekja til gangvirð- isbreytinga á innbyggðum af- leiðum. Tapið virðist því meira en það í raun er þar sem afleiðurnar eru ekki inn- leystar nema að hluta. Þá hef- ur lágt vaxtastig bandaríska seðlabankans einnig dregið úr fjármagnskostnaði fyr- irtækisins, en stýrivextir þar eru nú 0,25 prósent. Til sam- anburðar eru þeir 17 prósent hér á landi en víðast hvar á bilinu 0-4 prósent. Tekjurnar minnka Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.