Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 ✝ Séra Bragi Bene-diktsson fæddist á Hvanná í Jökuldal 11. ágúst 1936. Hann lést á Landspítalanum 24. mars 2009. Foreldrar hans voru Benedikt Jónsson bóndi, f. 26. janúar 1903, d. 18. júní 1951, og Guðmunda Lilja Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. mars 1916, d. 7. júní 1995. Bragi var elstur fimm systkina. Hin eru Elín Sigríður, f. 20. októ- ber 1938, d. 18. febrúar 1972, Arnór, f. 26. júlí 1944, Ármann, f. 8. janúar 1947, og Gunnþórunn, f. 23. apríl 1950. Hinn 10. apríl 1960 kvæntist Bragi Bergljótu Sveinsdóttur, f. 10. apríl 1935. Foreldrar Bergljótar voru Sveinn M. Sveinsson, f. 17. október 1891, d. 23. nóvember 1951, og Soffía Emelía Haraldsdóttir, f. 8. maí 1902, d. 19. maí 1962. Börn Braga og Berg- ljótar eru: 1) Sveinn Magnús, f. 1. 1965. Bragi lauk kennaraprófi frá Háskóla Íslands árið 1969. Bragi lauk framhaldsnámi í æskulýðs- og félagsvísindum við Cleveland State University í Ohio árið 1972. Bragi var stundakennari við Gagnfræða- skóla Austurbæjar í Reykjavík 1960- 1961. Hann var vígður aðstoð- arprestur í Eskifjarðarprestakalli 26. september 1965 og gegndi því prestsstarfi fram í september 1966. Bragi var ráðinn prestur Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði frá 1. október 1966 til 14. ágúst 1971 en starfaði jafnframt sem stundakennari við Flensborgarskóla 1966-1970 og síð- an við Lækjarskóla í Hafnarfirði 1970-1972. Bragi var félagsmála- stjóri Hafnarfjarðarbæjar frá 1. október 1972 til 1. maí 1986. Hann var skipaður sóknarprestur í Reyk- hólaprestakalli í A-Barðastrand- arprófastsdæmi 15. apríl 1986 og settur prófastur í Barðastrand- arprófastsdæmi 1. janúar 2000, en kenndi einnig í hlutastarfi við Reyk- hólaskóla 1986-1988. Bragi lét af störfum í ágúst 2005. Bragi verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 2. apríl, kl. 15. Meira: mbl.is/minningar febrúar 1961, eig- inkona Björk Gunn- arsdóttir, f. 10. apríl 1964. Synir þeirra eru Sveinn Ómar, f. 4. júní 1981, unnusta Ástríð- ur Þórey Jónsdóttir, f. 19. desember 1985, og Hrólfur, f. 4. mars 1997. 2) Soffía Emelía, f. 16. febrúar 1962. 3) Lilja, f. 23. september 1963, sambýlismaður hennar er Michael Sigþórsson, f. 25. maí 1962. Synir þeirra eru Bragi, f. 21. janúar 1992, og Sigþór Gellir, f. 12. ágúst 1996. 4) Guðrún Björg, f. 26. desember 1968. 5) Bene- dikt, f. 26. ágúst 1970. Sonur hans er Benóný Orri, f. 3. ágúst 1997. Barns- móðir Benedikts er Emilía Katrín Leifsdóttir, f. 14. október 1975. 6) Trausti, f. 14. janúar 1975. Bragi útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní 1959 og lauk embættisprófi í guð- fræði frá Háskóla Íslands 30. júní Elsku pabbi. Þvílík forréttindi að hafa fengið að eiga þig sem föður. Við sitjum hér systkinin og trúum því varla að þú sért farinn frá okkur. Við vorum eng- an veginn tilbúin að missa þig svona fljótt. Við finnum sterkt fyrir nær- veru þinni þar sem við sitjum saman og rifjum upp góðar og yndislegar minningar. Það sem fyrst kemur upp í hugann er hversu góður og traustur maður þú varst. Þú varst kletturinn í lífi okkar og studdir okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú varst aldrei glaðari en þegar börnun- um þínum vegnaði vel. Varst óþreyt- andi að sinna okkur og í minningunni var hver helgi sem ævintýraferð. Það var farið í sund, á skíði, á skauta, á hestbak og stundum litið inn á bílasöl- ur. Sumrin voru undirlögð af skemmtilegum ferðalögum vítt og breitt um landið í tjaldi, tjaldvagni og hjólhýsi. Við minnumst þess öll hversu natinn þú varst við að aðstoða okkur við heimanámið og hversu mik- ið þú hvattir okkur til frekara náms. Þið mamma bjugguð okkur yndisleg heimili sem stóðu öllum opin enda var það yfirleitt svo að vinir okkar systk- inanna sóttu í að vera þar. Á heimilinu vorum við systkinin sex, ömmusystir, hundar, kettir og páfagaukar og nokkrir vinir með hverju systkini enda var heimilið oft eins og félags- heimili. Þú varst okkur ekki aðeins ástkær faðir heldur jafnframt okkar besti vinur. Það var ekki mikið um boð og bönn á heimilinu heldur gekkst þú á undan með góðu for- dæmi. Með framkomu þinni lagðir þú okkur lífsreglurnar. Þar ber hæst dugnaðinn, ósérhlífnina og nægju- semina og það að hafa ekki áhyggjur af áliti annarra. Fólk sótti í nærveru þína, ekki síst börn og aldraðir. Okkur er mjög minnisstætt hvernig þú í starfi þínu sem félagsmálastjóri um- vafðir með hlýju þinni og studdir þá einstaklinga sem minna máttu sín í samfélaginu, og það kom ósjaldan fyr- ir að skjólstæðingar þínir komu á heimili okkar. Aldrei var þeim vísað frá og alltaf fannstu góða lausn á þeirra vandamálum. Það hafði alltaf verið draumur þinn að gerast sveita- prestur. Sá draumur rættist þegar þú gerðist prestur á Reykhólum, byggð- ir upp fjárbú og fékkst þér hunda og hesta. Fyrir okkur systkinin voru Reykhólar eins og ævintýraheimur og sóttum við og barnabörnin óspart þangað. Þar áttir þú þínar bestu stundir í faðmi náttúrunnar og dýra, sérstaklega kindanna sem þú hafðir einstakt lag á. Stundirnar sem við átt- um með þér í fjárhúsunum stóðu upp úr en þar naustu þín best. Það voru ekki bara þín eigin börn og barnabörn sem fengu að njóta návistar þinnar á Reykhólum. Oft bönkuðu börnin í þorpinu á dyrnar og spurðu hvort Bragi væri ekki að fara í fjárhúsin eða í sund. Börnin eltu þig á röndum í fjárhúsinu og héngu utan á þér í sund- lauginni. Þú varst hrókur alls fagn- aðar, hafðir gaman af að skemmta þér og syngja í góðra vina hópi. Ef þér fannst eitthvað vanta upp á gleðina í veislum þá tókst þér alltaf að lyfta stemningunni upp á hærra plan. Elsku pabbi, við kveðjum þig með miklum söknuði í hjarta en minning þín mun verða ljósið í lífi okkar um ókomna framtíð. Sveinn Magnús, Soffía Emelía, Lilja, Guðrún Björg, Benedikt og Trausti Bragabörn. Herra séra háttvirtur! Þetta eru orð sem koma fyrst upp í huga mér þegar ég hugsa til hans tengdaföður míns. Við krakkarnir kölluðum hann þetta alltaf í gríni. Krakkarnir segi ég, því ég lít á sjálfa mig nánast sem eitt af hans og Beggu börnum. Ég var bara 11 ára þegar ég fór að hanga á heimili þeirra með henni Lilju vin- konu minni. Þegar ég hugsa um hann Braga á þeim árum! Þessi týpa, hann var svo ótrúlegur, ég hafði hreinlega aldrei kynnst svona manni. Maður vaknaði við einhvern hávaða á laug- ardagsmorgnum, kíkti fram, þá var hann mættur á sundskýlu, kófsveittur að ryksuga pleisið með látum! Heimili Braga og Beggu á Klettahrauninu var nánast eins og félagsheimili. Það var alltaf allt morandi af vinum þeirra á öllum aldri og þar voru allir alltaf vel- komnir. Það var með ólíkindum hvað þau hjónin þoldu okkur krökkunum, það var búið til herbergi í kjallaranum sem við kölluðum músíkherbergið þar sem við fengum að hanga og halda partí og spila músíkina í botn. Kletta- hraunið var ævintýraheimur út af fyr- ir sig, þar voru heilaga herbergið, meyjarskemman og vinnukonuher- bergið þótt engin hafi verið vinnukon- an og fullt af öðrum herbergjum. Mér finnst ég vera ótrúlega heppin kona, besta vinkona mín á æskuárum mínum varð mágkona mín, ég eign- aðist vegna hennar hann Svenna minn, yndislega tengdaforeldra, eign- aðist tvær aðrar bestu vinkonur mín- ar, Soffíu og Guðrúnu Björgu, og svo strákana, hann Benó og eins og ég kalla hann Trausta stundum fóstur- son minn, enda var hann bara eins árs þegar ég var að passa hann í gamla daga með henni Lilju. Ég hef líka ver- ið svo heppin að fjölskylda mín og fjöl- skylda Svenna hafa tengst órjúfan- legum böndum í gegnum tíðina. Það er svolítið sérstakt að foreldrar mínir og Bragi og Begga hafa verið bestu vinir nánast frá því mamma og pabbi byrjuðu að hringja á Klettahraunið og grennslast fyrir um af hverju ég væri ekki komin heim! Við krakkarnir höfum undanfarna daga verið að rifja upp alls kyns minn- ingar, Bragi og pabbi í Húsafelli að grilla, það er eldur og kótiletturnar brenndar og búnar að detta í gras- ið … einhver tautar um að það sé gras á þeim, en þetta eru bestu kótilettur í heimi! Allir saman heima á Brúó í grillpartíi eða um áramót og á Eikju- voginum, Bragi, Begga, allir krakk- arnir og fylgifiskar, mamma og pabbi, amma Kiddý og Jalli, Mássi, Erna og co. Bara svona ca. 25 manns og nokkr- ir hundar, ekki málið, allir glaðir, sungið og haft gaman. Ég er afskaplega þakklát fyrir að synir mínir báðir hafi fengið að kynn- ast og njóta mikillar návistar við afa sinn, að fá að kynnast manni sem var eins og maður segir „orginal“. Hann Bragi minn var aldrei að skafa utan af hlutunum og sagði sína skoðun á mönnum og málefnum. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum Braga og kveð hann með söknuði en veit þó að hann er í góðum höndum og mun ábyggilega láta okkur vita af sér á einn eða annan hátt. Elsku Bragi minn, ég sagði við þig þegar ég kvaddi þig á spítalanum og segi það aftur: Góða ferð og takk fyrir samveruna herra séra háttvirtur! Þín tengdadóttir, Björk (Systa). Elsku afi. Ég kom fyrst til þín í sveitina þegar ég var fimm ára gam- all. Í mínum huga var eins og ég væri að koma í ævintýraland þegar ég gekk inn um dyrnar hjá þér og ömmu. Ég var ekki fyrr kominn inn þegar þú tókst mig í fangið og sagðir: „Á ég ekki að baka pönnukökur handa þér Ramses minn?“ eins og þú kallaðir mig stundum. Ég var meira og minna öll sumur hjá þér og ömmu í sveitinni þegar ég var krakki, tók aldrei nein vorpróf þar sem mér lá alltaf svo á að komast í sauðburðinn því það var mikilvægara en námið fyrir mig. Á þessum tímum var ekkert internet og bara ein sjón- varpsstöð. Ég minnist margra stunda þar sem ég spilaði manna við þig og ömmu, þú kenndir mér líka að spila lomber, kasínu og mög fleiri spil. Þeg- ar ég sjálfur var kominn með bílpróf þá skrapp ég stundum einn til ykkar ömmu í sveitina þegar mig langaði, stoppaði kannski stutt en fannst alltaf jafn gaman að koma til ykkar. Elsku afi, ég kveð þig með miklum söknuði Sveinn Ómar Sveinsson. Að kveðja. – Okkur finnst það svo sjálfsagt daglega, og segjum bless, bless, við sjáumst, en um leið gerum við okkur ekki grein fyrir því að kveðjan gæti verið sú síðasta. Þegar við kvöddum Braga blessaðan síðast var það í 12 ára afmæli Hrólfs son- arsonar hans og Beggu og dótturson- ar okkar, hinn 4. mars, þar sem bara var gleði og kærleikur og okkur grun- aði ekki þá að 20 dögum síðar væri Bragi allur. Síðustu dagana höfum við verið að meðtaka þá staðreynd og ósjálfrátt bregður fyrir minningum úr 30 ára löngum vinskap, sem hófst milli fjöl- skyldnanna þegar „börnin“ okkar Sveinn og Systa eignuðust sitt fyrsta barn, sem var fyrsta barnabarn okkar beggja, Sveinn Ómar. Minningar góðra samverustunda streyma fram – úr skírnarveislum, afmælum, stúd- entsboðum, giftingum, barnaafmæl- um, jólum og gamlárskvöldum með svo stórum langborðum að stundum urðu þau að ná fyrir horn í stofunum. Og ekki síst úr öllum ferðalögunum, hvort sem var á fimm stjörnu hótelum í fjarlægum löndum eða tjaldstæðum og allt þar á milli og alltaf var Bragi hrókur alls fagnaðar og vildi allt fyrir alla gera. Samt ber hæst allar minningarnar úr ferðum okkar í bústaðinn í Húsa- felli, sem við dvöldum langdvölum saman í um 10 ára skeið með Braga og Beggu, – oftast með yngri kynslóð- ina með okkur. Eins voru ógleyman- legar ferðir í Húsafell með allri „stór- fjölskyldunni“ þar sem lífið var bara leikur og hátt bar Eiríksjökul, sem skartaði sínu fegursta, hlýr vindurinn strauk runna og kinnar og öll hljóð náttúrunnar runnu saman við hlátur ungu barnanna og „stóru“ börnin dæstu í sólbaði á veröndinni, og fjöl- skylduhundarnir Prelli og Major, sem alltaf voru með í ferð, voru ekki ósnortnir heldur af dýrð dagsins, og lágu fram á lappir sér og það var bara svo gott að vera til. Þá var sko Bragi í essinu sínu, því fyrir honum var það að vera með alla fjölskylduna í kring- um sig, blása í strá og borða grillaða kótelettu uppundir Eiríksjökli toppur tilverunnar. Fyrir allar þessar góðu minningar erum við svo þakklát. Við fundum það alltaf betur og bet- ur þegar árin liðu hvað stutt var í náttúrubarnið í Braga, enda þegar tíminn leið í amstri félagsmálana í Hafnarfirði, sem oft hafa tekið í, tók minn maður hatt sinn og staf og gerði ugglaust það sem hugur hans hafði lengi staðið til – að fara á vit náttúru Íslands og út í sveit. Hélt hann til Reykhóla með sína frú og fjölskyldu, sem alltaf stóð fast saman, og dvaldi þar sem prestur og prófastur til sinna starfsloka í fögrum fjallasal með góðu fólki, eins og hann orðaði það alltaf sjálfur. Hlý minningin um Braga mun lifa í hjörtum okkar hjónanna um ókomna tíð og sendum við Beggu, börnunum, tengdabörnunum og barnabörnunum samúðarkveðjur á þessum erfiðu stundum, þau sjá á eftir góðum dreng, elskuríkum eiginmanni, föður, tengdaföður og afa, sem hélt fast um sína fjölskyldu alla tíð – missir þeirra er mikill. En þau eiga dýrmætan „sjóð minninganna“ sem er bestur allra sjóða. Ásdís Vignisdóttir og Ómar Haffjörð. Kæri Bragi bróðir minn. Við brott- för þína úr jarðnesku lífi lifa eftir minningar í minningasjóði. Mér er minnisstæð tilhlökkunin að vita þig og aðra á bænum á leið heim í jólafrí. Þegar þú milli bekkja menntaskóla- áranna komst heim úr síld frá Siglu- firði með angan fiskilyktar og poka- skjattann, syngjandi út úr bílnum stúdentalögin International og Jerum jerum. Það var einhverskonar sam- bland menningarbrags og frjálsræðis villtrar mennsku sem fylgdi þér. Þú sinnandi skepnuhaldi, mokandi skít, vannst við heyskap, raðaðir upp í föng og sátur rennsveittur, bítandi á jaxl- inn og grettandi þig af áreynslu. Sagðir sögur af spaugilegum körlum og samferðafólki, ávallt græskulaust gaman, fórst með ljóð, söngst, hreifst hina með. Þú komandi heim að sum- arlagi með kærustuna hana Beggu þína, svo stóra, sterka og hreinskilna borgarstúlku. Hún skipti svo fallega litum, brún á húð með dökkt hár nán- ast svart. Mér fannst þið falleg sam- an. Þú varst samt eins og sprottinn upp úr öðrum jarðvegi svo sannur sveitadrengur og náttúrubarn. Það leið ekki langur tími þar til fyrsta Bragi Benediktsson Á kveðjustund þakka ég vini mínum, sr. Braga Benedikts- syni, fyrir alla þá góðu hvatningu sem hann veitti mér í málefnum þjóðkirkj- unnar sem ég vann fyrir langan dag. Friður Guðs hann blessi. Jón Kr. Ólafsson Við sendum Bergljótu og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur vegna fráfalls séra Braga. Þökkum góð kynni þar sem Bragi var ætíð hrókur alls fagnaðar. Blessuð sé minning hans. Til sólarlanda fyrst við fórum fjórtán saman. Minning býr í myndum stórum mjög var gaman. Karen og Þorvaldur Óskarsson. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Lágholti 19a, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi fimmtudaginn 26. mars. Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14.00. Hugheilar þakkir til lækna og starfsfólks St. Franciskusspítala fyrir einstaka umönnun og hlýju. Þeim sem vilja minnast Guðrúnar er bent á orgelsjóð Stykkishólmskirkju. Sveinn A. Davíðsson, Birna Sveinsdóttir, Árni Árnason, Sesselja Sveinsdóttir, Sigurður Kristinsson, Hilmar Sveinsson, Pála Annalísa Vilhjálmsdóttir, Davíð Sveinsson, Anna María Rafnsdóttir, Vignir Sveinsson, Hera Sveinsdóttir, Haukur Lárus Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA ÓSKARSSONAR vélstjóra, Sóleyjargötu 3, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja fyrir einstakan kærleika og hlýju í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Kristín Haraldsdóttir, Guðný Svava Gísladóttir, Sigurður Einarsson, Sigrún Olga Gísladóttir, Styrmir Gíslason, Hólmfríður Ása Sigurpálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.