Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 KONUR kveikja elda í kirkjugarði þorpsins Salcia í Rúmeníu. Venja er að fólk safnist saman í kirkjugörð- um landsins og kveiki í spreki við hverja gröf til að „ylja hinum látnu“ á skírdag sem var haldinn hátíðleg- ur í Rúmeníu í gær. Flestir íbúanna eru í rétttrún- aðarkirkjunni og halda páska á sunnudaginn kemur. AP Páskarnir nálgast í Rúmeníu Tendra elda til að ylja hinum látnu GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, baðst í gær afsökunar á máli eins af helstu pólitísku ráð- gjöfum sínum, Damian McBride, sem sagði af sér eftir að birtir voru tölvupóstar frá honum þar sem hann kvaðst ætla að hefja rógsherferð gegn forystumönnum Íhaldsflokks- ins fyrir næstu þingkosningar. Í tölvupóstunum kom fram að McBride hugðist stofna bloggsíðu til að útbreiða róg um David Cameron, leiðtoga íhaldsmanna, og fleiri þing- menn flokksins. Einn þingmann- anna, Nadine Dorries, hafnaði af- sökunarbeiðni forsætisráðherrans, lýsti henni sem brellu spunameistara stjórnarinnar til að draga athyglina frá öðrum fréttum sem kæmu ríkis- stjórn Browns enn verr. bogi@mbl.is Brown biðst afsökunar GERÐ hefur verið áætlun um að reisa 45.000 manna borg, Babcock Ranch, skammt frá Fort Myers á vesturströnd Flórída og framleiða allt rafmagn fyrir hana í 75 mega- vatta sólarorkuveri. Framkvæmdin öll kostar um tvo milljarða dollara. Um verður að ræða stærsta sól- arorkuver sem byggt hefur verið fram til þessa og mun verið kosta um 350 milljónir dollara. Umfram- orka á daginn verður seld út á landsnet Bandaríkjanna en keypt þaðan orka á nóttunni. „Babcock Ranch verður lifandi tilraunastofa hagkerfis nýju orkunnar,“ sagði Syd Kitson sem reisir borgina. kjon@mbl.is Borg sólar- orkunnar Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is TUGIR milljóna manna buðu vopn- uðum hreyfingum birginn í gær með því að taka þátt í fyrsta áfanga þing- kosninga á Indlandi, fjölmennasta lýðræðisríki heims. Kosningarnar höfðu vart hafist þegar skæruliðar úr röðum maóista hófu árásir í indversku sam- bandsríkjunum Bihar, Jharkhand, Chhattisgarh og Orissa. Að minnsta kosti átján manns lágu í valnum. Maóistarnir segjast berjast fyrir réttindum vanræktra þjóðarbrota og landlausra bænda. Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst maóistum sem mestu ógn- inni við öryggi landsins. Mikil spenna var einnig í Kasmír þar sem uppreisn gegn indverskum yfirráðum hefur kostað um 47.000 manns lífið á síðustu tveimur áratug- um. Harðlínumenn úr röðum sjálf- stæðissinna í Kasmír hvöttu íbúana til að sniðganga kosningarnar, sögðu það jafngilda „landráðum“ að kjósa vegna þess að með því væru kjósend- urnir að staðfesta yfirráð Indverja. Yfirvöld voru einnig með mikinn öryggisviðbúnað í norðausturhluta Indlands vegna hættu á árásum vopnaðra hópa ýmissa þjóðarbrota. Um tvær milljónir her- og lög- reglumanna tóku þátt í öryggisvið- búnaðinum í gær þegar um 143 millj- ónir manna höfðu rétt til að kjósa. Alls taka rúmar sex milljónir manna þátt í öryggisgæslunni og fram- kvæmd þingkosninganna. Buðu ofbeldis- seggjum birginn Feikimikil öryggis- gæsla á Indlandi AP Kjörfundur Biðraðir við kjörstað í þorpi í indverska ríkinu Orissa. Kom stjórninni til bjargar í fyrra í deilu um kjarnorkusamning og varði hana falli Nýtur mests stuðnings í Uttar Pradesh, fjölmenn- asta ríki Indlands, þar sem hann etur kappi við Bahujan Samaj-flokkinn (BSP) 714 milljónir manna eru á kjörskrá á Indlandi, fjölmennasta lýðræðisríki heimsins. Kosið er í fimm áföngum og fyrsti kjördagurinn var í gær.Delhi 7* ÞINGSÆTI RÍKJA KJÖRDAGAR Sambandssvæði undir stjórn embættismanns sem forsetinn skipar (1 sæti) * Delhí og Puducherry ekki fullgild sambandsríki Kosið Kosningar ekki hafnar Kosningum lokið Í gær 23. apríl 30. apríl 7. maí 13. maí Andaman og Nicobar eyjar Lakshadweep SKIPTING ÞINGSÆTA NÚ Bharatiya Janata- flokkurinn (BJP) Þjóðernissinnaður flokkur hindúa Kommúnistaflokkur Indlands (Marxistar) (CPI(M)) Stærsti vinstriflokkurinn Studdi Kongress til valda en sagði skilið við bandalag stjórnarflokka vegna kjarnorkusamn- ings við Bandaríkin Ljær máls á því að ganga aftur til liðs við bandalagið Bahujan Samaj flokkurinn (BSP) Við völd í Uttar Pradesh, einkum með stuðningi fátækra dalíta Er undir forystu Mayawati, sem kölluð er Dalítadrottningin” Stjórnmálaskýrendur telja hugsanlegt að hún verði næsti forsætisráðherra þótt líkurnar á því séu litlar Kongress Miðju- og vinstriflokkur Flestir stjórnmálaskýrendur spá því að flokkurinn haldi völdunum Samajwadi-fl. (SP) Alls 543 sæti Kongress Aðrir 34 Samajwadi-flokkurinn Lýðræðis- bandalagið (m.a. BJP) Kommúnistar Aðrir 25 Bandalag stjórnarflokkanna 150 116 160 58 Leiðtogi flokksins: Sonia Gandhi Leiðtogi flokksins: Mulayam Singh Yadav Leiðtogi flokksins: MayawatiLeiðtogi: Prakash Karat-Leiðtogi bandalagsins: Lal Krishna Advani Þingkosningar hófust á Indlandi í gær og þeim á að ljúka 13. maí. Baráttan stendur einkum á milli stjórnarflokksins Kongress og bandalags undir forystu flokks þjóðernissinnaðra hindúa, Bharatiya Janata (BJP), stærsta stjórnarandstöðuflokksins. KOSIÐ Í FJÖLMENNASTA LÝÐRÆÐISRÍKI HEIMS Heimildir: Reuters, vefsíður flokkanna, yfirkjörstjórn Indlands. 6 2 4 13 10 14 21 1 1 1 2 2 2 14 20 2 1* 11 5 Andhra Pradesh 42 Vestur- Bengal Jharkhand Undir stjórn forseta Meghalaya Undir stjórn forseta Kongress BJP CPI(M) BSP Aðrir Madhya Pradesh 29 Tamil Nadu 39 42 Uttar Pradesh 80 Maharashtra 48 28 Gujarat 26 Rajasthan 25 Bihar 40 Karnataka Kongress hefur lengst af verið við völd frá því að Indland fékk sjálfstæði og Jawaharlal Nehru varð fyrsti forsætis- ráðherra landsins Meðal annarra flokka í bandalaginu er hindúaflokkurinn Shiv Sena, sem er lengst til hægri í indverskum stjórnmálum Stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn og fer fyrir lýðræðisbandalaginu (NDA) ” KLEÓPATRA, drottning Egypta, og rómverski hershöfðinginn Mark- ús Antoníus eru einir þekktustu elskendur sög- unnar og nú standa vonir til að grafhýsi þeirra sé fundið. Yfirmaður egypska forn- leifaráðsins, Zahi Hawass, segir ýmislegt benda til þess að Kleópatra og Antoníus hafi verið grafin saman undir Tabusiris Magna hofinu, í nágrenni borgarinn- ar Alexandríu. Sérfræðinga greinir þó á um hvort parið hafi verið grafið í sama graf- hýsinu. Sumir segja að rómverskar heimildir bendi ótvírætt til þess en aðrir segja ólíklegt að Markús Ant- oníus hafi verið grafinn í grafhýsi, þar sem hann hafi verið óvinur egypska ríkisins er hann lést. Fornleifagröfturinn hefst í næstu viku og verði hann árangursríkur gæti hann varpað ljósi á marga goð- sögnina sem umlykur parið, þ.m.t. ófáar sögur af fegurð drottningar- innar og meintu sjálfsmorði parsins. Þetta er ekki fyrsti leiðangurinn sem reynir að finna greftrunarstað Kleópötru en í fyrra fann hópur fornleifafræðinga rústir hallar henn- ar. Þá fullyrtu þeir að grafhýsi drottningarinnar væri þar líka, en ekkert hefur fundist enn. jmv@mbl.is Leitað að Kleópötru Vonir um að grafhýsi drottningar sé fundið Fundin? Parið túlkað í Hollywood. Búist er við miklum hrossakaupum þegar úrslit þingkosninganna á Indlandi liggja fyrir 16. maí því litl- ar líkur eru taldar á því að einhver stjórnmálafylkinganna fái meiri- hluta á þinginu. „Þessa stundina virðist Kon- gress-flokkurinn standa best að vígi vegna þess að fleiri flokkar vilja starfa með honum,“ hefur fréttastofan AFP eftir Mahesh Rangarajan, prófessor við Delhí- háskóla. „En fái Kongress færri en 135 þingsæti verður erfitt fyrir flokkinn að mynda meirihluta- stjórn.“ Forsætisráðherraefni tveggja helstu fylkinganna eru gamlir í hettunni. Manmohan Singh er orð- inn 76 ára gamall, en hann varð forsætisráðherra árið 2004 þegar Sonia Gandhi, leiðtogi Kongress, afþakkaði embættið. Lal Krishna Advani, forsætisráðherraefni stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins, er enn eldri, eða 81 árs. Útlit fyrir mikil pólitísk hrossakaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.