Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 ✝ Björg Jónsdóttirfæddist á Rauða- bergi á Mýrum þann 14. september 1922. Hún lést á hjúkr- unardeild Heilbrigð- isstofnunar Suðaust- urlands, Hornafirði, þann 8. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Guðmundsdóttir hús- móðir, f. í Hoffelli 1.6. 1901, d. 4.8. 1985 og Jón Jónsson Malm- quist bóndi, síðast í Akurnesi, f. á Kleifarstekk í Breið- dal 12.10. 1888, d. 26.3. 1956. Systk- ini Bjargar eru: Hallgerður, f. 27.5. 1920, d. 17.6. 2001, Guðmundur, f. 26.1. 1924, Skúli, f. 11.1. 1926, Anna, f. 10.8. 1927, Unnur, f. 25.1. 1929, Egill,f. 14.12.1930, d. 12.7. 2008, Þóra Ingibjörg, f. 28.5. 1933, Hanna, f. 5.10. 1937, Pétur Haukur, f. 2.11. 1939, Droplaug, f. 27.11. 1943 og Ragnar, f. 5.7. 1946. Björg giftist þann 23.12. 1948 Þór- ólfi Einarssyni, bónda á Meðalfelli, f. son, f. 30.9. 1950, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Bergþóra Fjóla, f. 8.9. 1970, maki Kristmann Einarsson, f. 28.4. 1975, eiga þau þrjú börn. b) Valgerður Hanna, f. 7.11. 1971, maki Andrés Einarsson, f. 26.2. 1969, eiga þau þrjá syni. c) María Ingibjörg, f. 15.1. 1978, maki Vilhjálmur Vagn Steinarsson, f. 9.10. 1974, eiga þau tvær dætur. d) Anna Jóna, f. 5.8. 1981, á hún eina dóttur. Björg og Þórólfur hófu búskap að Meðalfelli árið 1948 og bjuggu þar með hefðbundinn búskap. Björg vann jöfnum höndum við búskapinn og barnauppeldi. Á sumrin var margt um manninn, því þá komu börn ættingja úr höfuðborginni í sumarvist til þeirra. Björg var virk í kvenfélaginu Vöku í Nesjum og var hún heiðursfélagi í dansklúbbnum Takti á Hornafirði. Eftir að Þórólfur lést hélt hún búskap áfram ásamt syni sínum og fjölskyldu hans, einn- ig starfaði hún við hin ýmsu störf. Árið 1997 fluttist Björg út á Höfn og dvaldist síðustu ár ævi sinnar á hjúkrunardeild H.S.S.A á Horna- firði. Útför Bjargar fer fram í Bjarna- neskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar 3.10. 1901, d. 12.8. 1968. Foreldrar hans voru hjónin Einar Þorleifsson, f. 22.9. 1867, d. 31.12. 1918 og Jóhanna Sigríður Snjólfsdóttir, f. 21.6. 1868, d. 16.10. 1958. Börn Bjargar og Þórólfs eru: 1) Einar Jóhann, 16.4. 1949. Maki 1, Sigrún Ellen Einarsdóttir, f. 28.2. 1951, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Rakel Þóra, f. 27.8. 1970, maki Sævar Guðmundsson, f. 5.7. 1971, eiga þau tvo syni. b) Eydís Dóra, f. 29.6. 1972, maki Halldór Bragi Gíslason, f. 17.2. 1971, eiga þau fjögur börn. c) Þórólfur Örn, f. 7.3. 1975. d) Aðalheiður Dagmar, f. 23.10. 1979, maki Ágúst Ragnar Reynisson, f. 16.6. 1983, eiga þau tvö börn. Maki 2, Emily Mary Rossiter, f. 10.9. 1968. Börn þeirra eru: e) Þór- dís María, f. 14.6. 2000, f) Kjartan Jó- hann, f. 1.12. 2003. 2) Vilborg, f. 28.5. 1953. Maki Úlfar Konráð Jóns- Elsku amma Björg. Okkur langar að minnast þín með því að rifja upp fáeinar góðar stundir sem við feng- um að njóta með þér. Þú varst okkur ómetanleg. Alltaf gátum við leitað til þín í blíðu og stríðu. Þegar við vorum lítil og bjuggum á Stokkseyri var allt- af mikil tilhlökkun þegar átti að fara austur að Meðalfelli og hitta þig í gamla húsinu þar sem þú varst með búskap sem var mjög fjölbreyttur. Má þar nefna geiturnar þínar sem okkur þótti gaman að. En svo kom að því að við fluttum til þín að Meðalfelli með foreldrum okk- ar og vorum við í miklu samneyti við þig eftir það. Það var aldrei dauður tími hjá þér, alltaf fjör og alls konar uppákomur því þú hafðir gaman af því að fara í heimsóknir og vera innan um fólk. Við fórum oft með þér og það stoppaði þig ekkert. Ef þig vant- aði far þá fórstu bara labbandi af stað og við á eftir. Á Meðalfelli var alltaf mikill gesta- gangur og alltaf tókst þú vel á móti þeim með nýlöguðu kaffi og bakkelsi. Var mikið hlegið og sagðar sögur úr sveitinni. Besta skemmtun þín var að fara á tónleika og hlusta á karlakór- inn Jökul syngja. Eins eftir að Kvennakór Hornafjarðar var stofn- aður þá sóttir þú alla tónleika hans. Það voru ekki margir tónleikar sem þú misstir af með þeim. Alltaf varst þú dansandi á böllum þegar þau voru haldin. Sérstaklega er okkur minnisstætt þegar þú hélst upp á 70 ára afmælið þitt. Þá vorum við systkinin öll hjá þér og var mikil gleði og veitingar eins og venjulega hjá þér. Það kom sölumaður í dyrnar og þú vildir endilega drífa hann í veislu þrátt fyrir að hann væri alveg ókunnugur og auk þess erlendur. „Maðurinn þyrfti að nærast.“ Þarna var þér rétt lýst. Allir með og allir eiga að borða nóg. Elsku amma, alltaf varst þú lífs- glöð og mikill dugnaðarforkur. Ef einhvers staðar þurfti að taka til hendinni í sveitinni þá varst þú tilbúin að rétta hjálparhönd og að- stoða. Elsku amma, þú gafst okkur góðar og skemmtilegar minningar og börnum okkar líka, þú varst ein- stök persóna sem aldrei mun gleym- ast og munu minningarnar um þig lifa í hjörtum okkar. Farin ertu jörðu frá. Ég bið Guð þig að geyma. Söknuðurinn er svo sár, því er ei hægt að leyna. En þetta er nú bara svona, elsku besta amma okkar. Ég bið til Guðs og vona að þú verðir engillinn okkar. Rakel, Eydís, Þórólfur, Aðalheiður. Þegar ég sit hér og skrifa þessi fá- tæklegu orð um hana ömmu Björgu fyllist hugur minn einlægu þakklæti fyrir að hafa fengið að vera þátttak- andi í hennar lífi. Enginn var eins og hún amma. Hún var hrókur alls fagnaðar þar sem hún var. Það var alltaf tekið vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Hún var nú ekki lengi að slá í heilt fjall af pönns- um og alltaf voru til kleinur í koti hennar. Ekkert slæmt sá hún í nokkrum manni og vildi allt fyrir alla gera. Hún lifði fyrir börn sín og barna- börn og þegar barnabarnabörnin komu í heiminn þá fengu þau alla þá ást og þann tíma sem þau þurftu. Amma var húsbóndi á sínu heimili, hún átti ekki bara kindur, kött og hund heldur var hún líka með nokkrar geitur og angórukanínur. Ég minnist þess hvað mér þótti gaman að skoða kanínurnar og hvað geiturnar voru fallegar. Að koma til ömmu að Meðalfelli var eins og í ævintýri því ég vissi að fáir bændur vorum með þessi dýr, en amma hefur alltaf verið einstök og gert það sem henni fannst best hverju sinni og naut þess að hugsa um dýrin sín. Mig langar að rifja upp atvik þegar ég var 10 ára þegar ég og elsta systir mín ásamt þremur frænkum okkur gistum hjá ömmu eitt sinn. Það var í gamla húsinu, við sváfum uppi á lofti og ömmu langaði að gera þetta skemmtilegt fyrir okk- ur og setti græna peru í loftljósið. Þarna í dimmgrænu birtunni fórum við að segja draugasögur og höfðum gaman af. Þegar leið á kvöldið þurfti amma að skreppa frá í smástund og við það urðum við eitthvað smeykar. Þarna uppi á þriðju hæð þóttumst við sjá andlit á glugga þegar við kíktum út og linntum ekki látum fyrr en mamma sótti okkur. Í 28 ár höfum við amma rifjað þessa sögu reglulega upp og hlæjum alltaf jafnmikið að henni ef ekki meira nú í seinni tíð. Amma hafði gaman af dansi og danstónlist, í mestu uppáhaldi var harmonikkutónlist hjá henni. Hún fór vítt og breitt um landið til að fara á sérstök harmonikkuböll og dansaði þar mest allra. Ekki eru allir svo heppnir að hafa farið á nokkur böll með ömmu sinni, en það er ég og lifir minningin um hvað var gaman að dansa við þig alltaf í hjarta mínu. Ég kveð þig, elsku amma, með trega í hjarta og þökk fyrir samfylgdina. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig, elsku amma Björg Þín Valgerður Hanna. Minningarnar fljúga í gegnum huga okkar þegar við minnumst þín, elsku amma Björg. Alltaf var svo gaman að koma til þín hvort sem það var upp á Meðalfell eða á hjúkrunar- heimilið. Dætrum okkar fannst jafn gaman og okkur að fá að rótast í skartgripaskríninu þínu og leika sér með alla fallegu steinana þína sem þú varst búin að tína og slípa í gegnum árin. Það er yndislegt að vita til þess að safn þeirra er frá þér komið. Okkur þykir svo vænt um þegar þú baðst okkur um að snyrta á þér hárið, alltaf varstu ánægð með útkomuna. Líkt og þegar við fengum að baka vöfflur hjá þér þegar við vorum ný- fluttar til Hafnar en þá notuðum við salt í staðinn fyrir sykur og þú borð- aðir þær með bestu lyst svo þú mynd- ir ekki særa okkur. Svona amma varstu, gerðir gott úr öllu. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuð í hjarta og þökkum þér fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Alltaf var gaman að ferðast með þér og þú reyndist okkur og mömmu svo vel. Guð geymi þig. Þín Anna Jóna, Konný Ósk, María, Vilhjálmur, Vilborg Rós og Birna Sif. Björg Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Björgu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Inga TorfhildurMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 28.6. 1918. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir laugardag- inn 11. apríl sl. For- eldrar hennar voru Magnús Einarsson verkamaður í Reykjavík f. 30.9. 1874 á Arnarstöðum í Hraungerðishreppi, d. 25.3. 1941, og Margrét Geirsdóttir, f. 16.9. 1873 á Bjarnastöðum í Grímsneshreppi, d. 21.9. 1951. Hún átti 7 systkin sem öll eru látin, Eyjólfur f. 3.7. 1897, Guðrún f. 6.7 1904, Einar Sigurjón f. 14.10. 1906, Árný Kristín f. 12.4. 1909, Geir f. 23.11. 1910, Ellert Ágúst f. 4.8. 1913 og Óla Guðrún f. 23.3. 1916. Inga giftist Eyjólfi Sigurðssyni 18. maí 1966, hann lést 1.3. 1998. Sonur Ingu er Magnús Ingi- mundarson f. 19.3. 1945. Faðir hans var Ingimundur Þor- steinsson, hann lést árið 1997. Magnús var giftur Benediktu Jónsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru Arnar f. 27. 9. 1965, dóttir hans er Dóra Alexía Ösp, Birgitta f. 29.8. 1966, maki Dagur Benónýsson, dóttir þeirra er Benedikta, Erik f. 22. mars 1973, dætur hans eru Sandra og Bríet og Lennart f. 11.1. 1975, synir hans eru Alfreð Ívar og Leo Magnús. Inga vann ýmis störf, aðallega við saumaskap. Útför hennar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 11. Inga Magnúsdóttir eða Inga frænka eins og hún var oftast köll- uð lést á hjúkrunarheimilinu Eir á 91. aldursári 11. apríl sl. Þegar ná- inn ættingi hverfur á braut hrann- ast upp minningar og er þá sann- arlega margs að minnast. Inga var yngst í 8 systkina hópi og var móðir mín ein þeirra, þær voru alla tíð mjög samrýmdar og bjuggu saman á Kárastíg 6 í mörg ár, móðir mín með sína fjölskyldu og Inga með einkasoninn Magnús. Þar var oft þröng á þingi en ekki spillti það gleðinni og minnist ég þeirra tíma með ánægju. Oft var spilað og hlegið dátt. Inga var mikil hannyrðamann- eskja og saumaði mikið bæði í höndum og á vél og vann einnig við það um tíma. Ég laumaði mér oft inn til hennar og fylgdist með henni af mikilli aðdáun bæði þegar hún var að sauma og pressa fötin. Magnús og við Jóhanna systir mín ólumst upp eins og systkini og vorum við stoltar af að eiga hann sem frænda, enda sögðum við oft að hann væri sem bróðir okkar. Það var mikið lán þegar Inga kynntist Eyfa sínum og þau giftu sig 18. maí 1966 og bjuggu í Skipasundi 75, meðan Eyfi lifði, en hann lést árið 1998. Þau ferðuðust mikið saman, fóru í margar veiðiferðirnar og oft var Inga „fisknari“ og þá var gam- an að heyra hana segja frá með glettni og smá stríðni. Þau fóru nokkrar ferðir til Sví- þjóðar þar sem Magnús býr með fjölskyldu sinni og eftir að Inga varð ein þá fór hún þangað meðan heilsan leyfði. Undi hún þar hag sínum vel, enda leið henni hvergi betur en hjá einkasyni sínum sem alla tíð var hennar sólargeisli. Inga var góð og traust kona þótt sundum gæti hún verið hvassyrt, hún taldi ekki eftir sér sporin við að heimsækja þá sem voru einir eða lasnir og naut móðir mín þeirra heimsókna í mörg ár. Það voru ófáar heimsóknirnar á Kárastíginn og tók hún þá gjarn- an með sér hannyrðir og saumaði eða prjónaði meðan á spjallinu stóð. Hafðu þökk fyrir allt, Inga mín. Magnúsi og fjölskyldu votta ég samúð mína. Margrét Ólafsdóttir. Inga Torfhildur Magnúsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNLAUGS GARÐARS BRAGASONAR, Stillholti 19, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka umönnun og hlýhug í veikindum hans. Ásdís Magnúsdóttir, Helga Ragnheiður Gunnlaugsdóttir, Gunnar Larsen, Magnús Bragi Gunnlaugsson, Margrét Ýr Valgarðsdóttir, Gautur Garðar Gunnlaugsson, Sigríður Ása Sigurðardóttir, Jóhann Bjarki Gunnlaugsson og afabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar elskulega föður, tengdaföður, afa og langafa, EGGERTS ÍSAKSSONAR Arnarhrauni 39, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki heima- hjúkrunar og heimahlynningar í Hafnarfirði, svo og fólkinu í Drafnarhúsi fyrir einstaka aðhlynningu og vináttu undanfarin ár. Ellert Eggertsson, Júlíana Guðmundsdóttir, Erla María Eggertsdóttir, Steindór Guðjónsson, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Eyjólfur Þ. Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. við biðum í strætónum á meðan. Svo fórum við heim aftur án þess nokkurn tímann að fara úr vagninum. Ævi þín hefur verið löng og við- burðarík, jafnvel þótt hún hafi ekki alltaf verið auðveld. Þú hefur upplifað ýmislegt, ekki síst gífurlegar breyt- ingar á lífi fólks, úr sveit í borg. Ekk- ert mannsbarn kemst í gegnum lífið án þess að upplifa sorgina og þú varst svo sannarlega engin undantekning frá þeirri reglu. Ég trúi því að nú sért þú á góðum stað þar sem þér líður vel, þar sem þú getur hitt alla sem þú hafðir misst, ekki síst litla drenginn þinn og Jónínu þína. Nú getur þú haldið áfram að sauma, prjóna og baka handa öllu þínu fólki þar sem þú ert nú. Elsku amma, takk fyrir allar sög- urnar, allar pönnukökurnar, allar strætóferðirnar, alla göngutúrana, allt handverkið; fljótlegast er líklega að segja takk fyrir allt saman. Eins og þú sagðir sjálf þá verð ég alltaf Kalli þinn. Ég enda þetta á lítilli bæn sem þú kenndir mér: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson.) Við sjáumst seinna. Karl Óttar.  Fleiri minningargreinar um Ingi- björgu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.