Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 ✝ Sjöfn Jóhanns-dóttir fæddist í Fremri- Langey á Breiðarfirði 25. októ- ber 1919. Hún lést á Sólvangi 6. apríl síð- astliðinn. Sjöfn var dóttir Jó- hanns Garðars Jó- hannssonar, verka- manns og smiðs í Reykjavík, f. í Öxney á Breiðafirði 15.11. 1884, d. 21.2.1965, og Friðriku Eggerts- dóttur, f. í Fremri- Langey á Breiðafirði 5.10. 1894, d. 28.2. 1988. Sjöfn var elst í hópi tíu systkina sem eru: Erna, f. 1920, d. 2008, Unnur, f. 1922, d. 1923, Hörð- ur, f. 1923, d. 1975, Þorgeir f. 1926, d. 1937, Guðmundur, f. 1929, Hrefna, f. 1930, d. 2003, Unnur, f. 1932, Bergrún, f. 1933 og Gerður, f. 1936. Sjöfn giftist 1943 Knúti Magn- ússyni, málarameistara. Knútur var danskur, f. 1.4. 1921 í Esbjerg á Jót- landi, d. 7.7. 1992. Börn þeirra eru: 1) Sonja, maki Þórður Benediktsson, börn Sonju eru Björk, Sjöfn, Elísabet, Torfi Birgir og Berglind. 2) Jó- hann, maki Hildur Valgeirsdóttir, börn hans eru Reynir, Bragi, Brynjar og Hjörtur. 3) Edda, maki Guðmundur Ásgeir Sölvason, börn þeirra eru Knútur, Sölvi og Guðrún. 4) Axel, maki Jóhanna Jónsdóttir,börn þeirra eru Guðrún Sjöfn, Þurý Ósk og Erla. 5) Hilmar, maki Jónína Ívarsdóttir, börn þeirra eru Ívar, Lovísa og Hörður. 6) Gerða, maki Christer Ols- son, börn þeirra eru Ingella, Robert og Jennifer. Barnabörnin eru 21 og barna- barnabörnin 36. Jarðarför Sjafnar fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 13. Móðir mín var yndisleg kona í alla staði. Hún var búin þeim mannkost- um sem gera öll mannleg samskipti svo ljúf og góð. Hún sá spaugilegu hliðarnar á tilverunni og kvartaði aldrei undan hlutskipti sínu. Hún var alin upp í stórum systkinahópi á Ás- vallagötunni í Reykjavík, þar sem 8 systkini komust til manns, þar lærði hún tillitssemi, umburðarlyndi og glaðværð. Mamma og pabbi byggðu íbúð við Rauðalæk árið 1955 og bjuggu þar í 4 ár. Á þeim árum vann mamma í Sand- holts-bakaríi en eftir því sem börn- unum fjölgaði hætti hún að hafa að- stöðu til vinnu utan heimilis. Þau fluttu í Hafnarfjörð, keyptu hús í smíðum að Móabarði 26b árið 1959 og man ég eftir því að Hvaleyrarholtið þar sem við bjuggum var kallað Alls- leysa fyrstu árin, því þar var hvorki verslun né nokkur önnur þjónusta, en smám saman fjölgaði fólki á Holtinu og allir aðdrættir urðu auðveldari. Pabbi var á Gullfossi í millilandasigl- ingum um 10 ára skeið og lenti upp- eldi okkar systkinanna alfarið á mömmu. Í „den“ voru engin dag- heimili eða bækur til að létta mömmu róðurinn. Það var þessi mildi, alltaf tilbúin að hlusta og alltaf til staðar þegar maður kom heim, sem reyndist svo vel. Einn hæfileika hafði mamma en hún gat lært lausavísur og ljóð bara með því að heyra einu sinni. Enda kunni hún ókjörin að ljóðum allt til dauðadags. Þegar pabbi hætti á Gullfossi árið 1968 hófst ævintýri lífs þeirra, þau tóku Krýsuvíkina á leigu ásamt Eddu, systur minni og Guðmundi Ásgeiri mági mínum. Þau byggðu upp öll gróðurhúsin og fjósið var notað sem svínabú.Í Krýsuvík var gestagangur mikill og oft margir munnar að metta. Aldrei kvartaði mamma undan álaginu og hún hafði þetta einstaka lag á að láta alla finna sig velkomna og láta öllum líða vel. Eftir 7 ára baráttu í Krýsuvík fluttu mamma og pabbi í bæinn. Efnahag- urinn var ekki góður eftir árin í Krýsuvík, mamma fór að vinna í Hag- kaupum og pabbi fór að mála. Leið þeirra lá til Svíþjóðar í byrjun níunda áratugarins, og bjuggu þau þar um 10 ára skeið, þar lést faðir minn árið 1992. Ári seinni flutti mamma til Ís- lands, því þar átti hún rætur og undi sér best. Mamma og pabbi ferðuðust mikið, höfðu farið vítt og breitt um heiminn og innanlands líka. Eftir að mamma var orðin ein og flutt á Hjallabraut 33 spilaði hún Kana við fólkið þar í mörg ár. Núna seinni árin var hún í dagvist úti á Hrafnistu og þar var oft sungið og spilað á harm- oniku. Það fannst henni gaman. Fyrir 4 mánuðum síðan fékk hún inni á Sól- vangi. Þar var vel hugsað um hana og færi ég starfsfólki þar þakklæti fyrir hlýju og gott atlæti á lokasprettinum. Með tár í auga, trúðu mér til þín hugsa dreyminn því brosið bjarta á vörum þér bætti talsvert heiminn Jóhann Larsen. Nú er komið að kveðjustundinni, lífsljósið hennar Sjafnar vinkonu okk- ar er slokknað. Það var gott að eiga Sjöfn að vini, hún var glaðvær og lað- aði að sér bæði börn og fullorðna. Sjöfn og Knud voru vinir foreldra okkar, þau voru ung þegar þeirra kynni hófust í Esbjerg 1943. Fyrir 5 árum síðan hefðu foreldrar okkar átt 60 ára brúðkaupsafmæli. Af því tilefni hittist fjölskyldan ásamt nokkrum vinum á Jómfrúnni og var Sjöfn heið- ursgesturinn, þar sem hún hafði verið eini Íslendingurinn sem var við brúð- kaup þeirra í Vejle í Danmörku. Þar sagði hún okkur hvernig kynni þeirra hófust. Þannig var að pabbi lokaðist inni í Danmörku í stríðinu og réð hann sig ásamt öðrum Íslendingi til sjós frá Esbjerg. Dag einn sáu þeir auglýs- ingu í bæjarblaðinu, um að daginn eftir ætti að fara fram brúðkaup þar sem brúðguminn væri frá Esbjerg en brúðurin frá Íslandi. Þeim fannst þeir verða að samfagna með stúlkunni þó svo að þeir hefðu aldrei hitt hana, hún var jú íslensk. Keyptu þeir og létu senda stóran blómvönd og sagði Sjöfn okkur að hann hefði verið það stór að hann hefði dugað til þess að skreyta alla kirkjuna. Blómasending- in reyndist þvílík gæfusending því eins og Sjöfn sagði „nú urðum við Knud að bjóða þeim í heimsókn, þakka fyrir og sjá þessa íslensku blómadrengi“. Það var upphafið að ævilangri vináttu. Sjöfn og Knud voru alltaf náin okk- ur krökkunum og gaman þótti okkur þegar sunnudagsbíltúrarnir enduðu hjá þeim í Móabarðinu eða Krísuvík. Þar voru skemmtilegir krakkar og ekki má gleyma kræsingunum. Oft aðstoðaði Sjöfn mömmu við að und- irbúa veislur enda snillingur á því sviði. Hjálpsemi hennar og greiðvikni var mikil svo mikil að stundum vorum við krakkarnir sett á vakt til að koma í veg fyrir að Sjöfn færi í eldhúsið í miðri veislu og tæki þar til hendinni. Vinátta mömmu og Sjafnar risti djúpt, hún var ekki bara fyrsta ís- lenska vinkonan sem hún eignaðist heldur urðu þær trúnaðarvinkonur. Mamma trúði Sjöfn m.a. fyrir „stóra leyndarmálinu“ um að hún gengi hugsanlega með tvíbura, ekki einu sinni pabbi fékk að vita það! Og gladdist Sjöfn mikið þegar tvíburarn- ir voru skírðir og stúlkan fékk nafnið Sonja því auðvitað fannst henni hún eiga mikið í því nafni. Það er ekki langt síðan ein af okkur systrunum hringdi til Sjafnar. Alltaf var sami léttleikinn yfir henni, rifj- aðir voru upp gamlir góðir dagar og eins og alltaf fékk ein og ein vísa að fylgja með. Hún sagðist una hag sín- um vel á Sólvangi en sagðist þó sakna Ernu systur sinnar mikið, en nú eru þær saman á ný. Að lokum viljum við systkinin þakka fyrir góðar stundir og sendum fjölskyldu þinni innilegar samúðar- kveðjur. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Inga, Gunnar, Anna, Erla, Sonja og Kristján. Kæra Sjöfn. Við höfum þekkst frá unga aldri og verið nánar vinkonur alla okkar viðburðaríku og löngu ævi. Frá æskuheimili okkar í verka- mannabústöðunum í Reykjavík héld- um við saman í ógleymanlegt ferða- lag, rétt fyrir stríð, árið 1939. Þessi ferð varð að lokum okkar lífsferðalag. Við bjuggum okkur til eins árs úti- vistar í Danmörku en stríðið gerði strik í reikninginn og komumst við hvorug heim til baka fyrr en eftir stríð, árin 1945 og 1946. Þessi töf varð til þess að báðar urðum við ráðsettar erlendis og börn okkar fóru að koma í heiminn. Að nokkrum árum liðnum á Íslandi lágu leiðir okkar beggja til út- landa að nýju. Ég fór aftur til Dan- merkur en þú til Svíþjóðar. Þó vegalengdir milli okkar hafi aukist var samband okkar alltaf náið og vissum við alltaf hvor af annari og hittumst oft. Ævinni eyddum við báð- ar á erlendri grundu, allt þar til menn okkar höfðu fallið frá og aldurinn far- inn að sækja á. Elsku Sjöfn, þú varst mér alltaf ákaflega hjálpsöm alla tíð, elskuleg, góð og alltaf í fínu skapi. Um þig á ég eingöngu góðar og fal- legar minningar allt mitt líf. Sjáumst fljótlega, mín hjartans Sjöfn. Þín vinkona, Sigrún Guðgeirsdóttir. Sjöfn Jóhannsdóttir ✝ Eggert ÞórSteinþórsson fæddist í Stykk- ishólmi 4. janúar 1945. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 8. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Steinþór Viggó Þorvarðarson og Halldóra Jónsdóttir, búsett í Stykk- ishólmi. Systkini Eggerts Þórs: Jón Ólafur, Þorgerður, Jónas, Þorvarð- ur Ellert og María. Eggert Þór kvæntist Hannesínu Rut Guð- bjarnadóttur 26. júlí 1969. For- eldrar hennar voru Guðbjarni Sig- mundsson og Guðný Magnúsdóttir, Ívarshúsum Akranesi. Börn Egg- erts Þórs og Hannesínu Rutar eru: 1 ) Guðný bankastarfsmaður, f. 1969, gift Hilmari Sigurjónssyni. Börn þeirra eru Aníta Rut, Andri Snær og Aron Orri. 2) Steinþór Viggó húsasmiður, f. 1971. Börn hans eru Karen Rósa, Eggert Þór og Arnar Daði. 3) Guðbjarni lög- maður, f. 1977, í sambúð með Sigrúnu Rós Elmers. Börn þeirra eru Kjartan Oliver, Baltasar Logi og óskírður Guðbjarnason. Eggert Þór var uppal- inn í Stykkishólmi og lauk þaðan gagnfræða- skólaprófi. Hann lærði húsasmíði og lauk sveins- prófi árið 1966 og meistaraprófi 1969 og starfaði sjálfstætt við húsasmíði allt til ársins 1990 er hann hóf störf hjá viðhalds- deild Háskóla Íslands sem bygging- arstjóri Háskólans. Síðustu ár starf- aði Eggert Þór sem umsjónamaður fasteigna hjá Háskóla Íslands. Egg- ert Þór starfaði innan Frímúrara- reglunnar á Íslandi og var einn af stofendum St. Andrésarstúkunnar Heklu. Á sínum yngri árum lék Egg- ert Þór körfubolta með meistara- flokki Snæfells. Útför Eggerts Þórs verður gerð frá Seljakirkju í dag, 17. apríl 2009, kl. 13. Með söknuð í hjarta kveðjum við pabba minn í dag. Pabbi lést á hjarta- deild LSP 8. apríl sl. eftir 17 daga veikindi á gjörgæsludeild LSP. Það er skrítið að hugsa um lífið án pabba en hann var svo stór þáttur af okkar lífi. Hann vildi allt fyrir börn sín og barnabörn gera og reyndi eins og hann gat til að aðstoða okkur. Hann var alltaf að reyna að gera allt sem hann gat til að auðvelda okkur lífið. Hann elskaði barnabörnin sín og var oft að skipuleggja eitthvað með þeim, t.d. fjöruferð eða sjóferð. En þær ferðir verða nú farnar án hans. Hann var mjög mikilvægur í lífi þeirra og þau skilja ekki af hverju afi þeirra er farinn frá okkur. Pabbi elskaði Stykkishólm og Breiðafjörð. Hann var alinn upp í Stykkishólmi og hafði unun af því að segja okkur sögur af uppvexti sínu þar og lífinu í eyjunum í Breiðafirði. Þarna fannst pabba best að vera, að þetta væri besti staður í veröldinni. Síðasta sumar fór öll fjölskyldan í úti- legu í Stykkishólm og gekk pabbi um bæinn með allan hópinn og sagði sög- ur. Þar naut hann sín en hann hafði mjög gaman af því að segja okkur frá. Pabbi var mikill matmaður, elskaði góðan mat. Hann var svo heppinn, að eigin sögn, að eiga tengdason sem er matreiðslumaður og átti það til að senda pabba eitthvað gómsætt. Pabbi talaði alltaf um Hilmar sem langbesta tengdason sinn en hann átti bara einn og því fannst pabba þetta alltaf jafn fyndið. Pabbi spilaði körfubolta með Snæ- felli á sínum yngri árum og hafði áhuga á að fylgjast með Andra Snæ sem einnig æfir körfubolta. Það var honum ánægja að skutlast með okkur í Hólminn til að sjá Andra Snæ keppa við sitt gamla lið, en hann var í smá vandræðum því í raun hélt hann með báðum liðum. Hann var mjög stoltur af Andra Snæ þennan dag. Það er með mikilli sorg í hjarta og söknuði sem við kveðjum þig, elsku pabbi. Margs er að minnast og þær minningar munum við geyma í hjört- um okkar. Guð geymi þig að eilífu. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Guðný Eggertsdóttir, Hilmar Sigurjónsson. Elsku afi, það er svo skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn. Það var sárt að horfa á þig fara svona snemma, fullt af hlutum sem við átt- um eftir að gera. Þú ætlaðir alltaf að fara með okkur á bátnum þínum út á sjó en það verður bara að bíða betri tíma. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á því sem við vorum að gera. Þú varst t.d. helsti stuðningsmaður Andra Snæs í körfuboltanum en Andri Snær spilar körfubolta eins og þú spilaðir þegar þú varst ungur. Í gegnum árin varstu okkur svo góður, alltaf til í allt með okkur og gerðir allt fyrir okkur sem þú gast. Við munum eftir þér brosandi með fullt fangið af umslögum til barnabarnanna, en í þeim var peningur, jafnskipt á milli okkar allra. Þú sagðir oft við okkur hvað þú værir ríkur að eiga okkur að og það fannst okkur gott að heyra. Alltaf þegar við heimsóttum ykkur ömmu komstu brosandi á móti okkur og sagðir alltaf hvað þú værir ánægð- ur að sjá okkur. Þessa eigum við eftir að sakna mjög mikið. Við erum mjög þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, þú varst frábær maður og frábær afi. Við vonum að þér líði vel og að þú sért á góðum og fallegum stað. Við munum hugsa til þín á hverjum degi og minningin um þig mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Þín verður sárt sakn- að, elsku afi okkar. Og við elskum þig jafnmikið og við vitum að þú elskaðir okkur. Þín barnabörn Aníta Rut, Andri Snær og Aron Orri. Elsku Eggi minn, mér er í fersku minni þegar þú varst lítill og gistir oft hjá foreldrum mínum. Það var fallega brosið þitt, spékopparnir og hvað við hlógum mikið saman og einnig man ég eftir þinni ótrúlegu matarlyst. Í sérstöku uppáhaldi hjá þér var þegar mamma smurði rúgbrauð með smjöri og mikilli rabarbarasultu fyrir litla drenginn sinn eins og hún kallaði þig. Þú varst skírður eftir látnum bróður mínum og við elskuðum þig öll og þú áttir allt gott skilið, elsku góði Eggi minn. Við fjölskyldan vottum þér Hanný, börnunum, foreldrum þínum og systkinum okkar dýpstu samúð í sorg ykkar. Drottinn blessi þig, elsku frændi minn. Kristur ég þig kalla, komdu til mín, herra. Legg mér liðsemd þína, láttu sorgir þverra. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.) Erna Elínbjörg Árnadóttir. Enn hefur það sannast að það er stutt á milli lífs og dauða. Þegar ég kvaddi hann Eggert minn um miðjan mars, sem þá var hinn hressasti að fara í viku orlofsfrí, datt mér síst af öllu í hug að það yrði okkar síðasti fundur. Við Eggert hófum störf hjá Há- skóla Íslands á sama tíma sumarið 1990 og á þeim tæpum 19 árum sem liðin eru síðan áttum við mikið og gott samstarf. Með okkur tókust góð kynni og minnist ég hans með þakk- læti fyrir greiðvikni og aðra velvild. Eggert gekk jafnan glaður til verka og stutt var í gamanyrðin hjá honum og sakna mun ég líflegra samtala, sem léttu lund í starfsins önn, þar sem grín og gamanmál áttu jafnan rúm í annars fjölbreyttum umræðum. Með Eggert er fallinn drengur góður og mér finnst eitthvað svo fjarlægt að þessi sterki maður skyldi ekki lifa þetta áfall af, hann sem nýlega hafði aflað sér skipstjórnarréttinda á trill- una sína og hafði mörgum áhugamál- um að sinna, en nú eru kaflaskil og samhentir umsjónarmenn fasteigna hjá HÍ sakna vinar í stað. Guð blessi hans minningu. Ég bið aðstandendum hins látna Guðs friðar. Ársæll Þórðarson. Þegar elskulegur og góður vinur í hartnær þrjá áratugi fellur skyndi- lega frá þá verður maður eitthvað svo tómur innanbrjósts. Við Eggert, eða Eggi eins og hann var gjarnan nefnd- ur, kynntumst í gegnum bróður hans, Ella, en ég og Elli rákum bifreiða- verkstæði hvor við hlið annars í Vest- urvörinni í áratugi. Eggert varð strax einn af okkur félögunum sem rákum atvinnu þarna í Vesturvörinni. Við fyrstu kynni tókst með okkur Eggerti mikill vinskapur sem aldrei bar skugga á. Eggert var heilsteypt- ur og góður maður. Þau voru mörg handtökin sem hann léði mér í gegn- um tíðina með bros á vör. Ég á marg- ar góðar minningar um Eggert í Vesturvörinni yfir kaffibolla þar sem við reyndum stundum að leysa lífs- gátuna með misjöfnum árangri. Í mörg ár fórum við saman á danska daga í Stykkishólmi þaðan sem Egg- ert var ættaður og áttum ógleyman- legar stundir. Eggert var gæfumaður. Hann sagði iðulega við mig að enga hefði hann getað fundið betri eiginkonu og móður barna sinna en hana Hansínu sína. Hansínu, börnum þeirra og ástvin- um öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hörður Þorvaldsson. Eggert Þór Steinþórsson  Fleiri minningargreinar um Egg- ert Þór Steinþórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.