Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 8. A P R Í L 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 103. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR FLJÓTANDI FURÐUDÝR Í BLÁA LÓNINU «FERSKJULITUR OG FJÓLUBLÁR KRAFTMIKLIR LITIR Í FÖRÐUN Í SUMAR Þegar heiftin heltekur Hulk hrökkva hnapparnir af skyrtunni hans í reiðikastinu. Í Reiðilestri Vídalíns segir að heiftin afmyndi manninn og geri hann að ófreskju. LESBÓK Heiftin sameinar Hulk og Vídalín Svisslendingurinn Christian Kracht er einn umdeildasti höfundur þýska málsvæðisins. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar um þriðju bók hans sem kom út fyrir skömmu. Dystópísk hliðar- veröld „Við látum ennþá peningana stjórna okkur; áður var það of- gnóttin, núna er það skorturinn“, segir Ásgeir H. Ingólfsson í fjöl- miðlapistli vikunnar í Lesbók. Hústakan – magn- að fjölmiðlatrikk Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is DÆMI eru um að viðskiptabankar bænda hafi þurft að leggja út fyrir fóðurkaupum vegna bágrar fjárhagsstöðu búanna. Landbúnaðarráðuneytið hyggst taka saman yfirlit yfir fjárhagsstöðu bænda í samvinnu við viðskiptabanka þeirra. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, staðfesti að dæmi væru um að bankar hefðu keypt hey til að halda búrekstrinum gangandi. Haraldur sagði að ríkisvaldið hefði ekki bent á lausnir fyrir bændur sem ættu í rekstrarerfiðleikum, frekar en aðra sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki. Fjárhagur bú- anna er jafnan hluti af fjárhag bænda og fjölskyldna þeirra. Þeir fengju með öðrum orðum ekki launatekjur af búinu og þar sem ástandið er hvað verst ættu bændur í erf- iðleikum með að kaupa eldsneyti á fjölskyldubílinn og þeir yrðu í auknum mæli að reiða sig á eigin framleiðslu í stað matarinnkaupa. Sveinn Ingvarsson, varaformaður Bændasamtakanna, sagði að mörgum bændum væri þröngur stakkur skorinn. Súpa seyðið af bjartsýni og erlendum lánum „Það er ekkert síður hjá okkur bændum en öðrum smá- fyrirtækjum að þessi fyrirtæki standa afskaplega tæpt,“ sagði hann. „Það var ríkjandi mikil bjartsýni í greininni. Menn fjárfestu mjög mikið og byggðu upp. Þeir eru að súpa seyðið af því núna.“ Margir hefðu tekið erlend lán eða jafnvel breytt eldri lánum í erlend lán sem bera lægri vexti. Þetta hefðu þeir fyrst og fremst gert samkvæmt ráðgjöf frá bönkunum. Sveinn sagðist vissulega hafa áhyggjur af því að sumir bændur væru komnir í þá stöðu að bankinn þyrfti að leggja út fyrir fóðurkaupum. Um 30% kúabænda eru í verulegum erfiðleikum, sam- kvæmt yfirliti hagþjónustu landbúnaðarins frá áramótum. Bankinn kaupir fóðrið  Sumir bændur standa svo illa að bankinn hefur þurft að leggja til fé til að þeir geti keypt fóður  Engar tillögur um hvernig koma megi til móts við bændur Margir kúabændur hafa dregið úr kjarnfóðurgjöf en kýrnar mjólka þá minna og það leiðir til minni tekna fyrir búið. Magnús Jónsson, ráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir að þetta séu mjög eðlileg við- brögð við fjárhagsástandinu. Í stað kjarnfóðurgjafar reyni bændur að fá meira út úr heima- fengnu fóðri, heyi, korni o.s.frv. Bændur hafi aukinn áhuga á hvers kyns ræktun. Minna kjarnfóður  VERÐ á fast- eignum lækkar hratt um þessar mundir en vísi- tala íbúðaverðs lækkaði um 3,8% í mars miðað við febr- úar. Þetta er mesta lækkun milli mánaða sem orðið hefur í 15 ár. Búist er við áframhaldandi lækkun því Seðlabanki Íslands spáir því að íbúðaverð muni lækka um 47% að raunvirði fram til ársins 2011. Síðustu átta mánuði lækkaði fasteignaverð um 8,1% en botninn datt úr fasteignamarkaðinum eft- ir hrun bankanna í haust. »22 Fasteignaverð hríðfellur  FRÍTEKJUMÖRK verða hækkuð og þannig dregið úr skerðingum hjá lífeyrisþegum sem hafa lægri tekjur, samkvæmt tillögum að nýju almannatryggingakerfi sem lagðar verða fram til umræðu í næsta mán- uði. Formaður verkefnisstjórnar, Stefán Ólafsson prófessor, kynnti hugmyndirnar á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Tillögurnar miða að uppbygg- ingu nýs og mun einfaldara lífeyr- istryggingakerfis. Þannig verða núverandi flokkar ellilífeyris lagðir niður og allur lífeyrir verður í ein- um flokki. Þá verður framkvæmdin einfölduð til þess að draga úr hættu á of- og vangreiðslum sem valdið hafa mörgum erfiðleikum. »6 Frítekjumörk ellilífeyris- þega verða hækkuð  HILLARY Clin- ton, utanríkis- ráðherra Banda- ríkjanna, viður- kenndi í gær að stefna stjórn- valda í Wash- ington gagnvart Kúbustjórn hefði mistekist. Áður hafði Raul Castro Kúbuforseti lýst sig reiðubúinn til viðræðna við Banda- ríkjastjórn um ýmis mál, á borð við stöðu pólitískra fanga og frelsi fjöl- miðla, og kveðst Clinton tilbúin til að skoða það boð alvarlega. Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það undir Kúbustjórn komið hver næstu skref verða. »31 Kominn tími til að skoða Kúbustefnuna upp á nýtt Hillary Clinton ALÞINGI lauk störfum skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og halda þingmenn nú í kosninga- baráttuna. Aldrei fyrr hefur þing setið að störf- um svo nálægt kosningum, enda hafa aðstæður verið mjög óvenjulegar í kjölfar bankahrunsins. Að venju var glatt á hjalla þegar forseti hafði slegið í bjölluna í síðasta sinn og þingmenn kvöddust með virktum. Margir gamalreyndir þingmenn hverfa nú af þingi. | 20 Þingmenn loks í kosningaslaginn Morgunblaðið/Golli Öryrkjabandalags Íslands Tímarit Öryrkjabandalags Íslands apríl 2009 Tímarit Við stöndum fyrir réttlæti Ekkert um okkur – án okkar Tónstofa Valgerðarfær hvatningar-verðlaun ÖBÍ Fundaröð ÖBÍ ogLÞ í aðdragandaAlþingiskosninga Hjólastólasveitinskemmtir landsmönnumFylgir Morgunblaðinu í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.