Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 40
40 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 MÖRGUM var brugðið þegar karl- maður sem ítrekað hafði beitt tvo drengi líkamlegum refsingum var sýknaður af ákæru vegna þess, fyrst fyrir héraðsdómi og síðar í Hæstarétti. Í stuttu máli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að í barnaverndarlögum væri ekki fortakslaust bann við þessu athæfi þar sem refsinæmi slíkrar hátt- semi væri háð því að hún væri til þess fallin að skaða barnið andlega eða líkamlega. Þá töldu dómarar að 217. gr. almennra hegning- arlaga ætti ekki við í þessu tilviki þar sem maðurinn hafði refsað drengjunum með samþykki for- eldris. Margir hafa undrast mjög nið- urstöðu dómstólanna í þessu máli og vefengt þá laga- túlkun sem þar kemur fram með réttu eða röngu. Það gildir sem endranær að maður deilir ekki við dóm- arann en óneitanlega vakti niðurstaða þessa máls fjölmargar spurningar um það hvort börn nytu ónógrar verndar gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi samkvæmt lögum. Börn njóti mannréttinda Sem betur fer eru lög ekki höggvin í stein. Lögum má breyta og lagabreytingar gegna mik- ilvægu hlutverki í því að færa sam- félag okkar fram á við til samræm- is við breytt gildismat, nýjar venjur og bætta siði. Fyrir nokkr- um áratugum blöskraði fáum þótt börn væru beitt líkamlegum hirt- ingum. Nú eru viðhorf til þessa gjörbreytt sem betur fer og enda vitað að allt líkamlegt ofbeldi veld- ur börnum skaða. Mikilvægi þess að börn njóti mannréttinda, þeim sé ekki misboðið og að þau njóti verndar gegn hvers konar ofbeldi, misnotkun eða vanrækslu þarf varla að fjölyrða um. Í framhaldi af dómi Hæstaréttar fól ég starfshópi á mínum vegum sem vinnur að því að meta reynsl- una af barnaverndarlögum að gera tillögur um hvernig heppilegast væri að breyta ákvæðum þeirra og taka þannig af öll tvímæli um að refsivert sé að beita börn lík- amlegum refsingum. Á þessum tíma lá fyrir Alþingi frumvarp Kol- brúnar Halldórsdóttur og fleiri þingmanna um breytingu á barna- verndarlögum sem hafði sama markmið. Ákveðnar breytingar voru gerðar á því frumvarpi í sam- ræmi við tillögur starfshóps míns og hefur það nú verið samþykkt á Alþingi. Fortakslaust bann við ofbeldi gegn börnum Breytingin á barnaverndarlögum sem nú hefur verið gerð leggur fortakslaust bann við því að for- eldrar eða aðrir sem bera ábyrgð á umönnum og uppeldi barns beiti það ofbeldi eða annarri vanvirð- andi háttsemi, þar með töldum andlegum og líkamlegum refs- ingum. Í barnalögum er jafnframt kveðið á um að foreldrum beri að vernda barn sitt gegn ofbeldi. Réttur barna er þar með al- gjörlega skýr hvað þetta varðar og skyldur foreldra og forráðamanna sömuleiðis. Gengið er út frá því að háttsemi sem felst í því að beita barn andlegum og líkamlegum refsingum, vanvirðandi háttsemi, hótunum og ógnunum sé skaðleg fyrir barn og varði því refsingu. Önnur mikilvæg breyting á barnaverndarlögunum felur í sér ákvæði um að fulltrúi barnavernd- arnefndar skuli eiga kost á að vera viðstaddur þegar skýrsla er tekin af barni sem sakborningi, brota- þola eða vitni, hvort sem skýrslu- takan fer fram hjá lögreglu eða fyrir dómi. Í framkvæmd hefur þessi háttur verið hafður á við skýrslutökur en ástæða þótti til að styrkja grundvöll þess í lögum. Lögfesting Barnasáttmála SÞ Nýlega var samþykkt á Alþingi þingsályktun um að hefja und- irbúning að því að lögfesta samn- ing Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi barnsins sem fullgiltur var hér á landi árið 1992. Frumvarp um lögfestinguna og aðlögun íslenskra laga að samningnum skal liggja fyrir eigi síðar en 20. nóvember næstkomandi en þá eru liðin 20 ár frá því að hann var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Í félags- og tryggingamálaráðu- neytinu verður áfram unnið að endurskoðun barnaverndarlaga, þar á meðal með hliðsjón af þeim breytingum sem nauðsynlegar eru til þess að löggilda samning Sam- einuðu þjóðanna. Ég tel hins vegar mikilvægt að fyrrnefndar breyt- ingar á lögunum hafi þegar verið gerðar þar sem miklir hagsmunir voru í húfi og ekki hægt að sætta sig við að börn gjaldi fyrir að lög séu ekki nógu skýr eins og umtal- aður dómur Hæstaréttar ber með sér. Mikilvægar breytingar á barnaverndarlögum Ásta R. Jóhann- esdóttir skrifar í til- efni af dómi Hæsta- réttar um líkamlega refsingu á börnum »Ekki var hægt að sætta sig við að börn þyrftu að gjalda fyrir að lög væru ekki nægilega skýr eins og umtalaður dómur Hæstaréttar ber með sér. Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. NÝ GJALDEYR- ISLÖG voru sett í desember í þeirri von að styrkja gengi krónunnar en mikið útflæði gjaldeyris hefði að óbreyttu veikt gengi hennar enn frekar. Markmið haftanna er einkum að koma í veg fyrir að erlendir að- ilar sem hér eiga háar fjárhæðir í krónum selji þær í skiptum fyrir gjaldeyri, að koma í veg fyrir að íslenskir innstæðueigendur færi sparnað sinn úr landi og að koma á skilaskyldu. Í skilaskyldu fellst að útflutningsaðilar verða að skila erlendum tekjum inn á gjaldeyr- isreikninga innlendra bankastofn- ana. Gjaldeyrismarkaður á krossgötum – ein leið út og þrjár inn Útstreymi gjaldeyris fer í gegn- um opinbera gjaldeyrismarkaðinn og er heimilt samkvæmt gjaldeyr- isreglunum að kaupa gjaldeyri til greiðslu á innflutningi á vöru og þjónustu, vaxtagreiðslum til er- lendra aðila o.s.frv. Innstreymi gjaldeyris fer í gegnum þrjá „markaði“. Í fyrsta lagi opinbera gjaldeyrismarkaðinn þar sem við- skipti fara í gegn til sölu á gjald- eyristekjum útflutningsfyrirtækja. Í öðru lagi gráa markaðinn sem er ólöglegur skv. gjaldeyrislögunum en þar er gengi krónunnar mun veikara og eftir nokkru að slægj- ast fyrir útflytjendur. Í þriðja lagi gera fyrirtæki upp skuldbindingar sínar gagnvart gömlu bönkunum, t.d. vegna afleiðusamninga, með afhendingu gjaldeyris til þeirra í stað þess að gera upp í íslenskum krónum. Þessi leið er lögleg. Hvaða öfl ráða gengi krónunnar? Skýra má veikingu krónunnar með eftirtöldum atriðum: 1) Óhagstætt flæði, þ.e. inn- flutningur og vaxtagreiðslur úr landi eru meiri en útflutningur. Í augnablikinu gefa tölur um afgang af vöruskiptajöfnuði ekki tilefni til að ætla að flæðið sé óhagstætt. Sömuleiðis eru vísbendingar um að útlendingar hafi einungis skipt hluta af þeim vaxtagreiðslum sem þeir hafa heimild til. Til lengri tíma ætti þessi þróun að styðja við krónuna. Til skamms tíma má þó ætla að flæðið sé óhagstætt m.a. vegna tímatafar útflutningstekna. Eftir fall bankanna hafa innflytj- endur þurft að staðgreiða vörur á meðan greiðslufrestur erlendra aðila á íslenskum vörum er enn til staðar. 2) Enn fremur má skýra óhag- stætt flæði með því að gjaldeyri sem skilar sér inn í landið er ekki skipt yfir í krónur. Þjóðin er í augnablikinu að afla meiri gjald- eyris en þess sem fer út úr land- inu. Veiking krónunnar upp á síð- kastið skýrist því að miklu leyti af því að þeir sem fá gjaldeyri í hendurnar vilja ekki skipta honum í krónur. Skilaskylda gjaldeyris nær einungis til þess að leggja þarf gjaldeyri inn á gjaldeyr- isreikning, en ekki skipta yfir í ís- lenskar krónur. Því skila gjaldeyr- istekjur Íslendinga sér annaðhvort inn á gjaldeyrisreikninga eða til greiðslu inná erlend lán og samn- inga við gömlu bankana. Háir vextir á krónur virðast því ekki duga til að breyta þessari þróun. Þetta er jafnframt ein helsta vís- bending um vantrú íslenskra gjaldeyriseigenda á krónuna, en töluvert hefur verið grafið undan krónunni í umræðunni upp á síð- kastið þrátt fyrir að undirliggjandi þættir gefi til kynna að gengið sé of veikt. Í augnablikinu má segja að þessi liður vegi hvað þyngst í veikingu krónunnar. 3) Seðlabankinn er hættur að mestu inngripum á gjaldeyr- ismarkaði, nýjustu tölur gefa til kynna að svo sé og virðast hafa orðið ákveðnar áherslubreytingar með nýrri skipan seðlabanka- stjóra. Þetta skiptir miklu máli fyrir þróun krónunnar til skamms tíma þar sem markaðurinn er grunnur og lítið þarf til að hreyfa við honum. 4) Grái markaðurinn mun alltaf verða fylgifiskur gjaldeyrishafta og setja þrýsting til veikingar krónunnar og er einungis hægt að reyna að stoppa í götin. Svo lengi sem stærsti hluti þess gjaldeyris sem fer út úr landinu fer í gegnum einn farveg, þ.e. op- inbera markaðinn, en aðeins hluti innstreymisins skilar sér þangað aftur mun krónan við óbreyttar aðstæður eiga erfitt uppdráttar. Forsendur fyrir afnámi hafta Ljóst er að gjaldmiðill þjóð- arinnar á næstu misserum verður íslenska krónan, sama hvaða skoðun menn hafa á upptöku ann- arar myntar. Því teljum við mik- ilvægasta verkefni dagsins í gjaldeyrismálum vera að afnema höftin sem fyrst. Til að það sé hægt þurfi eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt: A) Fullburða bankakerfi, en í dag eru ríkisbankarnir þrír án efnahags og því ekki tilbúnir til að takast á við enduruppbygg- ingu íslensks efnahags. Bæta þarf úr því sem fyrst B) Skuldastaða ríkisins þarf að vera ljós svo hægt sé að gera áætlanir til að vinna sig út úr þeirri stöðu C) Koma verður fram með trú- verðugar tillögur til að vinna á halla ríkissjóðs D) Vinna þarf að lausn varð- andi eignir erlendra aðila í krón- um og með því létta á þeim þrýstingi sem gæti skapast við afnám haftanna Þessi skilyrði hafa mikið með tiltrú aðila á efnahagskerfi landsins að gera og séu þau ekki uppfyllt eru líkur á falli krónunnar við afnám hafta, en krónan er ekkert annað en einkunnabók fyrir íslenskt efna- hagslíf. Eins og staðan er nú virðist umræðan snúast meira um að ráðast að sjúkdómseinkenn- unum en að lækna hið raunveru- lega mein. Þjóð í höftum Pétur Richter og Þorbjörn Atli Sveinsson skrifa um gjaldeyrismál Pétur Richter »Ný gjaldeyrislög voru sett í desember í þeirri von að styrkja gengi krónunnar en mikið útflæði gjaldeyris hefði að óbreyttu veikt gengi hennar. Höfundar eru starfsmenn Nýja Kaupþings. Þorbjörn Atli Sveinsson FYRIR mörgum árum keypti ég hluta- bréf í Hlutabréfa- sjóðnum Auðlind hf. Þetta kom til af því, að stjórnvöld hvöttu til sparnaðar með þessum hætti og gáfu eftir skatta af þeirri fjárhæð, sem keypt var fyrir að tilteknu hámarki. Eins og nafnið á sjóðn- um gefur til kynna mátti ég reikna með að fjármunum mínum væri varið í dreifða eignaraðild á hlutabréfum, en með samruna Auðlindar og Kaupþings banka ár- ið 2002 varð þessi sparnaður að hlutabréfaeign í Kaupþing banka einum. Á árinu 2006 þótti fjár- málaráðgjöfum í Kaupþingi það skynsamleg ráðstöfun á arði mín- um af hlutabréfaeigninni að kaupa hlut í Exista. Var þannig kr. 149.462 varið til kaupa á hlutafé að nafnvirði kr. 6.763 í nefndu fé- lagi, sem að stórum hlut mun hafa verið í eigu svonefndra Bakka- bræðra, Lýðs Guðmundssonar og Ágústs Guðmundssonar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Kaup- þingi var markaðsvirði þessarar eignar minnar kr. 152.168 í árslok 2006, kr. 133.569 í árslok 2007 og kr. 271 í árslok 2008. Á ein- hverjum tíma var eign þessi skráð á um kr. 250.000. Nú ber svo við, að mér berst bréf frá LOGOS lögmanns- þjónustu dagsett 6. apríl 2009. Í bréfi þessu er mér gert það tilboð fyrir hönd BBR ehf. að kaupa hlut minn í Exista á kr. 135. Samkvæmt upp- lýsingum í átta síðna fylgiriti með bréfinu kemur fram, að BBR ehf. er alfarið í eigu nefndra Bakkabræðra. Þeir bjóðast sem sagt til að kaupa nú af mér hlut á kr. 135, sem þeir seldu mér árið 2006 á kr. 149.462. Eins og áður segir fylgdi bréfi LOGOS lögmannsþjónustu átta síðna upplýsingabæklingur auk samþykkis- og framsalseyðublaðs og svarsendingarumslags. Vil ég hér með óska eftir því við lög- mannsþjónustuna, að hún upplýsi mig og alþjóð um kostnað við að gera mér nefnt tilboð upp á kr. 135 og hver greiði þann kostnað. Á ég þar við umslaga-, sendinga-, pappírs- og prentunarkostnað og þá þóknun, sem lögmannsþjón- ustan tekur fyrir störf sín. Einnig óska ég eftir upplýsingum um heildarkostnað við þessa yfirtöku- tilboðsgerð, en skráðir hluthafar Exista munu vera 25.343 talsins og hafa væntanlega allir fengið samsvarandi bréf með tilheyrandi kostnaði. Í leikhúsi fáránleikans Gunnar Gunnarsson skrifar um viðskipti sín við Exista Gunnar Gunnarsson » Þeir bjóðast sem sagt til að kaupa nú af mér hlut á kr. 135, sem þeir seldu mér árið 2006 á kr. 149.462. Höfundur er hluthafi í Exista hf. @ Fréttirá SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.