Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það er miðurað ekkitókst sam- komulag á Alþingi um breytingar á stjórnarskránni. Sjálfstæðismenn voru í raun búnir að koma sér í þá stöðu í þinginu, að þeir gátu ráðið því hvort stjórnarskrár- frumvarpið færi í gegn eða ekki. Þeir lögðu fram tillögu að málamiðlun, sem skrýtið er að stjórnarflokkarnir skuli ekki hafa viljað fallast á. Í fyrsta lagi lögðu sjálfstæðismenn fram tillögu að orðalagsbreytingu á þeirri grein frumvarpsins, sem fjallaði um auðlindir í þjóð- areign. Margir af þeim, sem sent hafa umsagnir um stjórn- arskrárfrumvarpið, hafa bent á að óskýrt sé hvað í hugtakinu „þjóðareign“ felist. Í tillögu sjálfstæðismanna var leitazt við að skýra inntakið. Þar var kveðið á um forræði ríkisins á auðlindum, sem ekki eru í einkaeigu, og bætt við eftir- farandi setningu: „Slíkar auð- lindir má hvorki selja né láta varanlega af hendi.“ Hér var ekki á ferð þjónkun við kvótaauðvaldið, eins og stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar á þingi hafa haldið fram, heldur var Sjálfstæðis- flokkurinn þvert á móti í fyrsta sinn reiðubúinn að afgreiða á þingi stjórnarskrárbreytingu, sem girðir fyrir að t.d. fisk- veiðiauðlindin verði framseld varanlega í hendur kvótaeigenda. Hvers vegna stjórnarflokkarnir voru ekki reiðu- búnir að taka sjálf- stæðismenn á orð- inu hefur ekki verið útskýrt. Í öðru lagi voru sjálfstæð- ismenn reiðubúnir til að gera breytingu á 79. grein stjórnar- skrárinnar, þannig að stjórnarskrárbreytingar gætu tekið gildi án þess að rjúfa þyrfti þing og efna til kosn- inga, heldur mætti afgreiða breytinguna með þjóðar- atkvæðagreiðslu. Réttilega hefur verið bent á að hefði þessi breyting náð fram að ganga hefði orðið auðveldara fyrir Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili. Nú verður það varla gert nema efna til kosn- inga, því að inn í ESB fer Ís- land ekki án stjórnarskrár- breytingar. Af hverju lætur Samfylk- ingin, sem þykist berjast fyrir aðild Íslands að ESB, sér úr greipum ganga hvert tækifær- ið af öðru til að þoka málinu áfram? Er áhugi Samfylking- arinnar uppgerð? Eða er kannski þægilegt að fá hindrun í málið, sem hægt er að kenna öðrum um, til að Evrópumálin sprengi ekki ríkisstjórnina sem Samfylkingin vill mynda með vinstri grænum? Hér eru hagsmunir þjóðarinnar ekki hafðir að leiðarljósi. Hvers vegna féllust stjórnarflokkarnir ekki á málamiðlun um stjórnarskrána?} Af hverju ekki? Báðir stjórnar-flokkarnir hafa á stefnuskrá sinni fyrir kosning- arnar að gjör- breyta rekstrar- umhverfi sjávarútvegsins. Bæði Samfylkingin og vinstri grænir vilja fara svokallaða fyrningarleið, þ.e. innkalla veiðiheimildir á einhverju ára- bili og endurúthluta þeim. Í Morgunblaðinu í gær segir Steingrímur J. Sigfússon sjáv- arútvegsráðherra að ekki standi til að breyta úthlutun aflaheimilda á næsta fisk- veiðiári. En hann lofar ekki meiru en því. Segir að vísu að það þurfi að „fara varlega af stað með breytingar á kerfinu, ekki síst með hliðsjón af ástandinu núna“. Það væri óskaplega misráðið að kollvarpa nú fiskveiðistjórn- unarkerfinu og gjörbreyta for- sendunum fyrir rekstri sjávar- útvegsfyrirtækja. Mikilvægi sjávarútvegsins hefur aukizt á ný. Mörg sjávarútvegs- fyrirtæki standa illa, en eru þó burðarásar í atvinnulífi og tekjusköpun víða um land. Aflamarkskerfið hefur reynzt vel í grundvallar- atriðum. Það hefur stuðlað að hag- kvæmni og stöð- ugleika í greininni. Þótt frjálst fram- sal aflaheimilda geti komið illa við einstök byggðarlög til skemmri tíma, er það grundvallarforsenda fyrir hagkvæmum rekstri sjávarútvegsins til lengri tíma litið. Aftur á móti þarf að skapa betri sátt um kvótakerfið. Ann- ars vegar með því að festa auð- lindagjaldið í sessi; að menn greiði fyrir þann nýtingarrétt, sem þeim er fenginn með kvót- anum. Liður í því er að koma slíku gjaldi á í öðrum atvinnu- greinum, sem nýta auðlindir í eigu almennings, svo sem í orkugeiranum. Hins vegar þarf það að liggja fyrir að kvótinn er afnotarétt- ur; að eigendur hans eiga ekki auðlindina sjálfa. Það hefði stuðlað að sátt um þann þátt málsins að málamiðlun í stjórn- arskrármálinu hefði náð fram að ganga. Því miður höfnuðu stjórnarflokkarnir þeirri mála- miðlun. Sátt um þessa mik- ilvægu atvinnugrein virðist þeim ekki efst í huga. Skapa þarf betri sátt um kvótakerfið í sjávarútvegi} Ekki kollvarpa kerfinu V ið höfum ekki efni á því.“ Ha? Ég trúði varla mínum eigin eyrum þegar efsti maður á lista Borg- arahreyfingarinnar í Norðaust- urkjördæmi komst að kjarna máls- ins í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Fyrir svörum sátu efstu frambjóð- endur kjördæmisins. Herbert Sveinbjörnsson, kvikmyndagerðar- maður, hafði stuttu áður verið spurður um gerð fleiri jarðganga í kjördæminu. Fáir stjórn- málamenn láta slíkt kjördæmapot óáreitt og sporðrenna sérhagsmunaagninu. Herbert stóðst hins vegar freistinguna og á þakkir skildar. Það þarf ákveðinn kjark til að segja fólki sannleik- ann. Í raun mætti svar Herberts vera leiðarvísir fyrir aðra frambjóðendur í þessari kosningabar- áttu. Við höfum nefnilega ekki efni á mörgu. Peningabrunnur ríkissjóðs er þurrausinn. Ríkiskerfið er ekki sjálfbært. Það verða einhverjir að framleiða verðmæti í þessu landi. Peningarnir verða ekki til með skattahækk- unum. Brauðið endist ekkert lengur þó étið sé af báðum endum. Meginmarkmið stjórnmálamanna í þessum aðstæðum á að vera varðstaða um þá sem minna mega sín. Huga verð- ur að almannatryggingum til að hjálpa þeim sem eru hjálp- ar þurfi, menntun til að byggja upp framtíðina og heilsu- gæslu til að hlúa að þeim sjúku. En það er ekki þar með sagt að ekki megi hrófla við kerfinu. Þetta eru út- gjaldahæstu liðirnir í fjárlögum ársins. Hugsið ykkur! Frá árinu 2003 hafa ríkisút- gjöldin aukist um 41% þegar búið er að taka til- lit til hækkunar verðlags. Ef við myndum spóla í dag til ársins 2003 væru útgjöldin 161 milljarði króna hærri en þau voru þá. Það jafngildir fyr- irsjáanlegum halla á ríkissjóði sem menn remb- ast við að stoppa í. Sú vinna einkennist hins veg- ar af algjöru getuleysi. Árið 2003 voru lífsgæði á Íslandi þau sjöttu bestu í heiminum miðað við landsframleiðslu á mann. Í hvað hafa allir þessir milljarðar farið? Getur verið að gerð jarðganga, sem vissulega skipta fámenn byggðarlög máli, sé ein orsökin? Milljarðar í tónlistarhús í Reykjavík? Launa- greiðslur til átta þúsund nýrra opinberra starfs- manna ? Eða að afhenda fullfrísku fólki him- inháar bætur fyrir að eignast barn? Gæluverkefnin eru mörg og margir hafa skarað eld að sinni köku í sérhagsmunagæslunni. Báknið hefur þanist út í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Til viðbótar hefur almenningur verið skuldbundinn í gegn- um ríkisvaldið til að standa skil á gjörðum annarra. Núver- andi staða Íslendinga er engri frjálshyggju að kenna. Róttækra aðgerða er þörf. Því miður virðast engir stjórn- málaflokkar hafa burði til að kynna ábyrga stefnu í rík- isfjármálum, sem er eitt stærsta kosningamálið. Það verður að segja fólki sannleikann. Stjórnmálamenn eiga að hafa eitt svar einfalt á reiðum höndum og nota það óspart: „Við höfum ekki efni á því.“ bjorgvin@mbl.is Björgvin Guðmundsson Pistill Við höfum ekki efni á því Jákvæð teikn og góð- ur árgangur á leiðinni FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Ý mis jákvæð teikn voru í niðurstöðum vorralls Hafrannsóknastofn- unar sem gefa fyrirheit um stærri árganga þorsks á næstu árum. Mestu skiptir að árgangurinn frá 2008 er sterkur, nokkuð sem fiskifræðingar höfðu ekki séð frá aldamótum, en nýliðun þorsks var slök frá 2001 til 2007. Vorrallið er mikilvægur þáttur í ár- legri úttekt á ástandi nytjastofna við landið. „Það er löng leið framundan þar til árgangur síðasta árs kemur inn í veiðina 4-5 ára gamall, en þessi ár- gangur gefur góð fyrirheit,“ segir Björn Ævarr Steinarsson, sviðs- stjóri á veiðiráðgjafarsviði Hafrann- sóknastofnunar. „Eftir mælingar á eins árs gömlum þorski þekkjum við stærð árganganna 3-4 árum áður en þeir koma inn í veiðina. Samkvæmt þeim upplýsingum getum við fram- reiknað hver þróun stofnsins verð- ur. Það ber hins vegar að hafa í huga að yngri árgangarnir hafa á síðustu árum skilað sér verr inn í veiðina en við höfum reiknað með. Við gerum ráð fyrir að svo verði einnig með þennan sterka 2008-árgang. Það skiptir sköpum fyrir þróun stofnsins að fá inn sterka árganga og ég held að þrátt fyrir alla óvissu getum við reiknað með að þarna sé nokkuð sterkur árgangur á ferð,“ segir Björn Ævarr. Í samræmi við áætlanir Hann segir að aðrar niðurstöður hafi að miklu leyti verið í samræmi við það sem fiskifræðingar hafi átt von á. Í fyrra var hrygingarstofninn áætlaður um 231 þús. tonn, en fiski- fræðingar telja að hann þurfi að fara yfir 300 þús. tonn. Í fyrra gerðu þeir ráð fyrir að hann yrði kominn í um 256 þúsund tonn í ár og stofn fjögurra ára þorsks og eldri yrði í ár tæplega 650 þús. tonn. Björn Ævarr segir að þetta virðist vera að ganga eftir og aukningin sé tæp 10%. Vorrallið, eða stofnmæling botn- fiska á Íslandsmiðum eins og það er formlega kallað, fór nú fram í 25. sinn dagana 28. febrúar til 20. mars. Fimm skip tóku þátt í verkefninu; togararnir Bjartur NK, Ljósafell SU og Páll Pálsson ÍS, og rannsókn- arskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Alls var togað á tæp- lega 600 rallstöðvum allt í kringum landið. Stofnvísitala þorsks hækkaði um 9% frá mælingunni 2008. Hækkun vísitölunnar frá fyrra ári má einkum rekja til þess að meira fékkst af þorski á bilinu 65-80 sentimetrar. Þetta kemur vel fram í lengd- ardreifingu þorsksins sem sýnir jafnframt að minna er nú af 50-60 sm þorski. Þegar lengdardreifingin í ár er borin saman við meðaltal ár- anna 1985-2009 kemur í ljós að nú er meira af þorski stærri en 65 sm en mun minna af 20-65 sm þorski. Minna af loðnu Meðalþyngd eftir aldri mældist lág eins og undanfarin ár. Þrátt fyr- ir það var holdafar þorsks, slægð þyngd miðað við lengd, við sunn- anvert landið heldur betra en und- anfarin ár og lifrarstuðull sá hæsti frá upphafi. Heldur minna var af loðnu í mög- um 40-60 sm þorsks en undanfarin ár, en svipað í 70-100 sm þorski. Mest var af loðnu í þorski fyrir sunnan, suðvestan og norðvestan land, en lítið á Vestfjarðamiðum. Talsvert fékkst af eins árs loðnu í þorskmögum fyrir norðaustan land. / $   ! 5'8 $   ! !%%$   $  % "%&'()*+,-&.)') /0*-1- 2  CCC8+ *8 5'8 .034+,-&.)') 5-6 2 !%%$   $  %  CCC8+ *8 )*- 78 0**)'' A()<H26 I ' )*- 78 0**)'' A()<H26 I '  Stofnvísitala ýsu lækkaði um fjórðung frá 2008 og er nú innan við helmingur af meðaltalinu 2003-2007 þegar hún var í há- marki. Fyrsta mæling á 2008- árgangi bendir til að hann sé lé- legur.  Stofnvísitala ufsa hefur lækkað frá árinu 2006 og er nú í lág- marki.  Stofnvísitala skarkola var svipuð og árin 2004-2008.  Vísitala þykkvalúru mældist há, en vísitala langlúru hefur farið lækkandi og er nú í meðallagi.  Vísitölur sandkola og lúðu eru óbreyttar frá fyrra ári, og hafa aldrei verið lægri í vorralli.  Vísitala gullkarfa mældist há líkt og verið hefur frá árinu 2003.  Vísitala steinbíts lækkaði um fjórðung og er nú nærri lág- marki.  Stofnvísitölur löngu og keilu hafa lækkað undanfarin tvö ár.  Mikið fékkst af skötusel fyrir sunnan og vestan land. ÝSAN Á NIÐURLEIÐ ››
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.