Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 TVÆR tillögur um Evrópumál liggja nú fyrir alþingi. Annars vegar tillaga rík- isstjórnarinnar, flutt af utanríkisráðherra í nafni þingflokka rík- isstjórnarinnar, hins vegar tillaga stjórn- arandstöðunnar flutt af öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Af þessum tveimur tillögum er mun meiri veigur í tillögu stjórn- arandstöðunnar. Tillaga stjórn- arandstöðunnar felur í sér andmæli við þeim losaralegu vinnubrögðum, sem einkenna vinnubrögð stjórn- arflokkanna í málinu. Tillögugreinin sjálf er á þennan veg: „Alþingi ályktar að fela utanrík- ismálanefnd Alþingis að undirbúa mögulega umsókn um aðild að Evr- ópusambandinu. Nefndinni er falið eftirfarandi hlutverk: 1. Að setja saman greinargerð um mikilvægustu hagsmuni Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið. 2. Að vinna vegvísi að mögulegri að- ildarumsókn sem taki til umfjöll- unar öll álitamál varðandi upphaf að- ildarviðræðna og hvernig að þeim skuli staðið, auk þess að fjalla um nauðsynlegar ráð- stafanir í tengslum við staðfestingu mögulegs aðild- arsamnings. Nefndin ljúki fram- angreindum verk- efnum sem allra fyrst og eigi síðar en 31. ágúst 2009.“ Hér er ekki tekið af skarið um, hvort send skuli aðildarumsókn til Evrópusambandsins (ESB), heldur skal utanríkismálanefnd alþingis fyrir 31. ágúst ljúka skýrslum um tvö meginatriði, sem hljóta að skipta sköpum, þegar að þeirri um- sókn er hugað. Í fyrsta lagi skulu mikilvægustu hagsmunir Íslands skilgreindir, ef til aðildarviðræðna yrði gengið. Í greinargerð með tillögunni segir, að utanríkismálanefnd skuli í víðtæku samráði við hagsmunaaðila „[H]uga sérstaklega að fullveldi þjóðarinnar, sjávarútvegshags- munum, m.a. réttindum innan fisk- veiðilögsögu Íslands og hlutdeildar í flökkustofnum ásamt áhrifum á fiskveiðistjórnun. Jafnframt skal huga að fæðuöryggi þjóðarinnar og sérstöðu íslensks landbúnaðar, stöðu íslenskrar þjóðmenningar og þjóðtungu og einhliða úrsagnarrétti þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. Þá verði fjallað um gerð stöð- ugleikasamnings við Evrópska seðlabankann til að tryggja stöðugt gengi krónunnar.“ Í öðru lagi skal í skýrslu nefnd- arinnar farið yfir öll álitamál um meðferð málsins á heimavelli. Efn- isþáttum vegvísisins er lýst á þann veg í tillögu stjórnarandstöðunnar, að hann snúist um: „1. Aðkomu þjóðarinnar að aðild- arumsókn og staðfestingu aðild- arsamnings. 2. Hvernig skipa skuli viðræðunefnd Íslands við Evrópusambandið. 3. Með hvaða hætti eftirliti Alþingis og upplýsingagjöf til þess skuli háttað á meðan mögulegar aðild- arviðræður standa. 4. Hvernig staðið skuli að opinber- um stuðningi við kynningu á nið- urstöðum viðræðna við Evrópu- sambandið. 5. Hvaða stjórnarskrárbreytingar séu nauðsynlegar í tengslum við inngöngu í Evrópusambandið og hvenær þær skuli gerðar. 6. Áætlaðan kostnað vegna aðild- arumsóknar.“ Þegar tillagan og greinargerðin með henni eru lesin er fráleitt að túlka textann á þann hátt, að með henni sé fallist á meginsjónarmiðið, sem fram kemur í tillögu rík- isstjórnarinnar, enda er tillaga stjórnarandstöðunnar flutt, þar sem flutningsmenn hennar telja mikið skorta á „að lagður hafi verið fullnægjandi grundvöllur að aðild- arumsókn á þessu stigi“. Verði tillaga stjórnarandstöð- unnar samþykkt verður það verk- efni utanríkismálanefndar að gera grein fyrir mikilvægustu hags- munum Íslands og helstu áhrifum aðildar fyrir íslenskt samfélag í víðu samhengi. Jafnframt að taka afstöðu til þess hvort það umboð sem alþingi mögulega veitir til að- ildarviðræðna skuli skilyrt með ein- hverjum hætti. Á grundvelli nið- urstöðu skýrslu utanríkismálanefndarer gert ráð fyrir að Alþingi ákveði næstu skref, þ.e. hvort gengið skuli til aðild- arviðræðna við Evrópusambandið eða eftir atvikum hvort ákvörðun þar um skuli borin undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru flutn- ingsmenn tillögunnar, sem hér hef- ur verið reifuð. Þeir hafa með því skudbundið sig afdráttarlaust til að standa að henni. Til þessa hafa sumir talið, að framganga tillögu ríkisstjórnarinnar mundi ráðast af stuðningi þingmanna úr röðum Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks við hana. Að því Evrópumálin varðar ræðst framvinda þeirra formlega á alþingi. Efnisleg barátta um af- stöðu þjóðarinnar til aðildar er hins vegar tekin að færast út fyrir þing- sali, enda er ljóst, að til þjóð- aratkvæðagreiðslu kemur, allir flokkar eru sammála um það. Tillaga stjórnarandstöðunnar útilokar alls ekki, að sú atkvæða- greiðsla verði um, hvort senda eigi umsókn frá Íslandi til Brussel eða ekki. Áhugamenn um Evrópumál hljóta að fagna því, að sérhver stór- ákvörðun um samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði að njóta stuðnings þjóðarinnar. Styðjum vandaða meðferð ESB-mála Eftir Björn Bjarnason » Tillaga stjórnar- andstöðunnar útilokar alls ekki, að sú atkvæðagreiðsla verði um, hvort senda eigi umsókn frá Íslandi til Brussel eða ekki. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrverandi ráðherra. MIKLAR umræður hafa verið um lífeyr- issjóðakerfið að und- anförnu og það mikla tap sem sjóðir hafa tapað á sl. ári. Dæmi er lífeyrissjóð- urinn Gildi sem tapaði nær 60 þúsund milljónum króna samkvæmt trygg- ingarfræðilegri úttekt. Sjóðfélagi valdalaus Þeir sem ráða för eru fulltrúar at- vinnurekenda og fulltrúar launþega sem hafa ákvörðunarvaldið. Þetta er fámennur hópur manna, skipaður 80 fulltrúum atvinnurekenda og 80 fulltrúum úr launþegahreyfingunni sem fer með ábyrgð á lífeyrissjóðnum Gildi. Hinn almenni sjóðfélagi hefur ekkert um mál sjóðsins að segja, og byggir þetta á gömlu samkomulagi ASÍ og atvinnurekenda á sínum tíma. Þetta ákvæði kom inn í viðræður ASÍ og atvinnurekenda sem gert var í kjaraviðræðum og hefur reglum enn ekki verið breytt svo neinu nemi þrátt fyrir gífurlega óánægju sjóðfélaga með stöðu mála. Dauðadómur kerfisins? Ef þessum reglum verður ekki breytt í þeim viðræðum sem nú standa yfir á þann veg að atvinnurekendur fari út úr þessum sjóðum og valdið fært alfarið til sjóðfélaga er vá fyrir dyrum. Spurningin sem menn hljóta að þurfa að svara er þessi: Ætla karp- húsþrælarnir að kveða upp dauðadóm yfir lífeyriskerfinu og þar með að gera að engu þá glæsilegustu sigra sem verkalýðsleiðtogar fortíðarinnar unnu, verkalýðsleiðtogar sem flestir eru nú gengnir? Fulltrúar verkalýðsfélaga sem hafa tapað 300 milljörðum af líf- eyristekjum fátæks fólks hljóta að vilja gera lífeyrissjóðina gagnsæja og umfram allt lýðræðislegri. Það gengur ekki upp að fulltrúar launþega og atvinnurekenda séu að samþykkja og skammta sér laun upp á 21 milljón króna á ári til dæmis handa framkvæmdastjóra sjóðs, sama gildir um forstöðumann eignastýringar sem hefur ekki minna en 21 miljón í laun á ári. Stórfellt tap Að greiða tveimur aðilum 42 miljónir króna í laun á ári er hrein klikkun. Hafa ber í huga að stjórn- armenn voru fljótir að skerða eign sjóðfélaga um 10%, þeirra sem lokið hafa sínu farsæla ævistarfi með sæmd. Á sama tíma hafði for- maður stjórnar 1.474 þúsund króna laun í vinnutímanum sínum, það er svipað og skúringakonan hefur í laun á ársgrundvelli. Ekki sér fyrir endann á þessum skerðingum því meira tap mun koma í ljós síðar, m.a. vegna þess að eignasafn lífeyrissjóðs- ins Gildis er nú næstum allt horfið. Ég vil minna á að skuldabréfasafn Bakka- varar Group sem nýlega var í fréttum er hugsanlega allt ónýtt, ásamt fleiri bréfum í fyrirtækjum sem standa hall- oka. Ofurlaunamennirnir töpuðu okkar fé Því á öll stjórn Lífeyrissjóðsins Gild- is, framkvæmdastjóri, forstöðumaður eignastýringar, allir þessir aðilar eiga að segja af sér strax og hafa manndóm til að gera það. Það gengur ekki upp að mínu áliti að Fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa gripið inn í þennan rekstur lífeyrissjóðsins og annarra sjóða fyrr vegna gríðarlegs tap. Ég tel það glæfralegt að stunda viðskipti í áhættusömum rekstri og hæla sér síð- an af að vera valinn besti lífeyrissjóður í landinu og nota til þess fé sem komið er beint úr vasa sjóðfélaga með bein- hörðum peningum. Það getur ekki þurft menn á ofurlaunum til að tapa 60 þúsund milljónum króna! Ég hafði sjálfur samband við Fjár- málaeftirlitið og bað þá að koma á um- ræddan ársfund til þess eins að fylgj- ast með hvað væri sagt og hvernig menn rökstyddu tap eigna sjóðfélaga. Því miður var svarið svona: Við vinnum ekki svona eða eftir pöntunum. Það skal upplýst að skýrsla ársfundar lífeyrissjóðsins Gildis hafði ekki borist til Fjármálaeftirlitsins og þeir höfðu ekki kynnt sér ársskýrsluna sama dag eða áður en þessi ársfundur var hald- inn. Bréfsnef er dauður Það sama gildir um spurningu sem ég fór fram á að svarað yrði eftir um- ræddan fund og sendi til fram- kvæmdastjóra sjóðsins. Þar óskaði ég eftir skýrslu endurskoðenda. Svarið var þvert nei. Svar framkvæmda- stjóra var á þá leið að skýrslan væri eingöngu ætluð stjórn lífeyrissjóðs- ins. Og ég sem hélt að Bréfsnef væri látinn fyrir mörgum árum. Hvað er verið að fela þegar fram- kvæmdastjóri neitar að veita sjóð- félaga upplýsingar sem óskar þess? Nú er spurningin hvort endurskoð- andi hafi gert Fjármálaeftirlitinu grein fyrir að lög og reglugerðir hafi hugsanlega verið brotin? Er það virkilega þannig að mér er neitað um þessar upplýsingar vegna hugs- anlegra brota sem stjórn, fram- kvæmdastjóri og forstöðumaður eignastýringar eru hugsanlega riðnir við? Hér skal ekkert fullyrt, en leynd- in er undarleg. Eins vil ég minna á Fjármálaeftirlitið sem hefur eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða og á að hafa aðgang að öllum gögnum og upplýsingum lífeyrissjóða og ber að framfylgja samkvæmt lögum um líf- eyrissjóði nr. 129 23. desember 1997. Karphúsþrælar Burtu með atvinnurekendur, fram- kvæmdastjóra, forstöðumann eign- astýringar og fulltrúa launþegahreyf- ingar í sjóðnum og ASÍ sem heldur meirihluta sjóðfélaga í helj- argreipum. Það þarf ekki menn með milljón á mánuði til að lækka við okk- ur launin né heldur menn á tíföldum verkamannalaunum til að tapa fyrir okkur sparifénu. Þetta ættu karp- húsþrælar að hafa hugfast nú og í næstu framtíð. Endalok lífeyriskerfisins framundan? Eftir Jóhann Pál Símonarson » Því á öll stjórn Lífeyrissjóðsins Gildis, framkvæmda- stjóri, forstöðumaður eignastýringar, allir þessir aðilar eiga að segja af sér strax ... Jóhann Páll Símonarson Höfundur er sjómaður. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Á ÍSLANDI hefur það þótt góður siður og sjálfsagður að virða grafarró þeirra sem látnir eru. Þessi ró hef- ur verið rofin með upp- rifjun á ásökunum á hendur Ólafi heitnum Skúlasyni þegar ekki er liðið ár frá andláti hans. Ég fæ ekki skilið af hvaða hvötum Stöð 2 velur að rifja upp mál sem eiga að hafa gerst fyrir 30 árum nú þegar sá sem ávirðing- arnar beinast gegn getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Afleiðingar um- fjöllunarinnar ættu hins vegar að vera hverjum hugsandi manni ljósar. Með því að rjúfa grafarró hins látna manns hefur Stöð tvö valdið óbæt- anlegum skaða á þremur kynslóðum þeirra sem í kringum hann standa. Ekkjan hans, börnin og barnabörnin þurfa að hlýða á þessar frásagnir og geta enga vörn sér veitt. Mikið var fjallað um þetta mál í fjölmiðlum fyrir 13 árum, en þá var það 17 ára gamalt. Málið fór fyrir Hallvarð Einvarðsson ríkissaksókn- ara sem vísaði málinu frá. Brynjar Níelsson hrl. sagði réttilega í Kast- ljósþættinum á dögunum að með því væri málið niður fellt. Slíkt eiga menn og fjölmiðar að virða. Sú er hins veg- ar ekki raunin með Stöð 2 sem sest í dómarasæti og talar um „voðaverk“. Í þessu málflutningi er talað um að kirkjan hafi viljað og vilji enn þagga málið niður. Eftir því sem ég best veit fjallaði kirkjan um málið á sínum tíma og meðal annars var haldinn fundur með umræddri konu og Ólafi heitnum. Framundan er fundur konunnar og kirkjuráðs, þannig að ljóst er að kirkj- an tekur á málinu nú sem fyrr. Eftir stendur ærumeiðandi um- fjöllun um látinn mann og hitt er jafn- vel enn alvarlegra að með þessu er reynt að gera ævistarf Ólafs heitins Skúlasonar ómerkt. Á því ævistarfi tengdist hann lífi þús- unda fjölskyldna í gleði og sorg. Hann mótaði einnig reglur kirkjunnar fyrir nýja öld og jók þar lýðræði og þátttöku leik- manna. Ekki verður séð hvaða markmið búa að baki því að eyðileggja þetta allt. Við ættum öll að gera lokaorð Páls Skúlasonar í erindinu Lífsgildi þjóðar, sem hann flutti á jóladag 2008 í Ríkisútvarpinu og birt er í vorhefti Skírnis - tímariti Hins ís- lenska bókmenntafélags, að orðum okkar tíma en þau eru svohljóðandi, með leyfi höfundar: „Við Íslendingar eigum það verk fyrir höndum að móta andlega farvegi til að leiða til lykta djúpstæðar deilur í efnahagsveru- leika okkar og við þurfum jafnframt að endurskoða þá andlegu farvegi sem við höfum haft til að leysa ágreining sem varðar almannaheill og allt sem við eigum sameiginlega. Við þurfum að hugsa og haga okkur eins og við séum að hefja landsnám að nýju á Íslandi og ætlum okkur að skapa hér andlegan samastað fyrir komandi kynslóðir Íslendinga. Megi hófstilling, hugrekki og viska fylgja hinu nýja landnámi okkar.“ Grafarrónni raskað Eftir Sigurjón Pétursson Sigurjón Pétursson »Eftir stendur æru- meiðandi umfjöll- un um látinn mann og hitt er jafnvel enn al- varlegra að með þessu er reynt að gera ævi- starf Ólafs heitins Skúlasonar ómerkt. Höfundur er framkvæmdastjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.