Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009  Víkingur Heiðar Ólafsson pí- anóleikari hélt einleikstónleika á Listahátíð fyrir skömmu. Einhvern daginn eftir tónleikana sat hann á Café París, slakaði á og ræddi nýút- kominn geisladisk sinn við vini, þegar hópur fólks vatt sér að hon- um og forsprakkinn spurði: „Hmmm … ert þú ekki Víkingur Heiðar? Megum við fá mynd af okk- ur með þér?“ Undrandi spurði píanóleikarinn hvort fólkið væri ekki að grínast. Svo var ekki, og með auðmýkt lista- mannsins brosti hann sínu breið- asta með íslenskum aðdáendum meðan smellt var af. Eruð þið ekki að grínast? Fólk ÞEIR sem hyggjast taka þátt í hinni árlegu Ör- dansahátíð sem fer fram á morgun þurfa ekki að fara út úr húsi því hátíðin kemur til þátttakend- anna í textaformi, hvar sem þeir eru staddir, svo framarlega sem þeir geta opnað tölvupóstinn sinn. „Þessi danshátíð hefur frá upphafi verið vettvangur fyrir tilraunir,“ segir Ólöf Ingólfs- dóttir sem hefur staðið að hátíðinni frá upphafi ásamt Steinunni Knútsdóttur. „Fyrsta hátíðin var haldin árið 2003 í heimahúsi þar sem einn dansaði m.a inni í skáp, árið eftir í Klink og Bank en þá var einn dans símaður inn frá Akureyri og annar gekk út á mismunandi viðbrögð við hringitónum. Árið eftir vorum við í Góða hirð- inum og svo á Tjarnarbakkanum. 2007 átti hátíð- in sér stað í tímarýminu á milli 15.00 og 15.03, laugardaginn 7. apríl, og í fyrra fór hátíðin fram í Kaffivagninum þar sem dansverk voru lesin eða þeim lýst og fundu verkin sér því form í hug- um áheyrenda,“ segir Ólöf og bætir við að nú sé það bara textinn sjálfur sem sé dansinn. „Þetta gengur út á það að áhorfandinn les texta og dansinn er hvernig orðin hreyfa við hugsunum áhorfandans. Við erum að reyna að fá fólk til að láta hugsanir sínar dansa.“ Þeir sem vilja taka þátt í hátíðinni eða senda inn verk eiga að senda póst á netfangið ordans- ar2009@gmail.com merktan „já, takk“. Tekið er við verkum að hámarkslengd 200 orð til mið- nættis í kvöld. Verkunum verður safnað saman og þau send til allra sem hafa skráð sig samtímis kl. 15.00 á GMT á morgun. ingveldur@mbl.is Reyna að fá fólk til að láta hugsanir sínar dansa Morgunblaðið/Eyþór Dans Ólöf Ingólfsdóttir dansari faðmar útvarpið í verkinu 9.50 alla virka morgna.  Liðsmenn Sprengjuhallarinnar keppa nú í fyrsta skipti í Popp- punkti Dr. Gunna og Felix Bergs- sonar er hefst bráðlega á RÚV. Heyrst hefur að poppfræðingurinn Atli Bollason og félagar hans í poppsveitinni geðþekku taki áskor- unina mjög alvarlega og ákveðið hafi verið að senda liðsmenn í æf- ingabúðir svipaðar þeim sem MR- ingar nota fyrir Gettu betur. Sprengjuhöllin hlýtur því að teljast með sterkari liðum. Fyrsti þáttur nýja Popppunkts fer í loftið á föstudaginn í næstu viku en þá keppa Reykjavík! og Eurobandið. Í æfingabúðir fyrir Popppunkt Nokkuð óvenjulegir tónleikar verða í kvöld á Sódómu. Ultra Mega Technobandið Stefán, Agent Fresco og Who Knew fagna þá þeim merka áfanga að eitt ár er liðið frá dauða hljómsveitarinnar Jakobín- urínu. Með vini eins og þessa … Dansað við lík Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞAÐ fer lítið fyrir Karli Júlíussyni á síðum dag- blaðanna þrátt fyrir að hann hafi í nógu að snúast í kvikmyndabransanum erlendis. Hann er búsett- ur í Noregi og vill helst ekki sofa annars staðar en í sínu eigin rúmi. Þrátt fyrir það hefur Karl feng- ist við hvert stórverkefnið á fætur öðru en tvær myndir þar sem hann er titlaður Production De- signer hafa vakið gífurlega athygli síðustu mán- uðina. Þetta er nýjasta stórvirki Lars von Trier, Antichrist, sem vakti mikla athygli á nýliðinni kvikmyndahátíð í Cannes og svo stríðsmyndin The Hurt Locker sem hefur þegar hlotið fern verðlaun fyrir leikstjórn á kvikmyndahátíðum um allan heim. Karl er nú staddur hérlendis og und- irbýr tökur á væntanlegri stórmynd Baltasars Kormáks en hún gerist á víkingaöldinni. „Mitt hlutverk er að móta útlit kvikmyndanna í samræmi við leikstjórann,“ útskýrir Karl en hann hóf feril sinn í kvikmyndum þegar hann vann með Hrafni Gunnlaugssyni árið 1984 þar sem hann sá um búningagerð „Það spannar allt frá stíl, áferð eða arkitektúr. Ég geri núna leikmyndir sem þurfa að haldast í hendur t.d. við búninga. Þetta er svolítið skylt. Ég hef bara farið úr tuskum í tré. Ég hef fengist við allt frá víkingaöld, hámiðaldir, 17. öld, seinni heimstyrjöld og nútímann. Þó inni- haldið sé ólíkt er aðferðin ávallt svipuð.“ Teygjur og skóreimar Karl segist hrifnari af því að vinna í Evrópu og að hann leyfi sér að velja þau verkefni er honum finnst hvað mest spennandi. Hann segir vík- ingamynd Baltasar, sem fá mun heitið Víkingr og er framleidd af bandaríska fyrirtækinu 26 Films, vera algjört draumaverkefni. Karl vinnur nú að því að skissa upp fyrstu teikningar að leikmynd- inni sem verður byggð í sumar í grennd við Höfn í Hornafirði. „Ég hef alltaf haft áhuga á víkingum og öllu sem þeim tengist. Það er fullkominn hring- ur að byrja á því að vinna víkingamynd með Hrafni Gunnlaugs sem við gerðum nánast fyrir teygjur og skóreimar og svo að gera þessa sem á að setja svolítið af peningum í.“ Lars von Trier er séntilmenni Antichrist er fimmta verkefnið sem Karl vinnur með danska leikstjóranum Lars von Trier. Hann segir ímynd hans út á við, sem hinn erfiði leik- stjóri, gefa skakka mynd af persónu hans. „Maður veit ekki hversu mikill hasar hefur raunverulega verið á milli Bjarkar og von Triers eða hversu mikið menn nýttu sér það til að auglýsa myndina. Hvað snýr að mér þá er þetta séntilmaður. Hann er þó vissulega kvalinn og á í sálarstríði. Það sem er gott við þessa nýju mynd hans er að annað hvort hatar fólk hana eða elskar. Það eru fram- leiddar svo margar myndir sem fara inn um eitt og út um hitt. Ég hafði það strax á tilfinningunni að þetta yrði áhugaverð mynd þegar við byrjuðum að gera hana.“ Úr tuskum í tré Morgunblaðið/Ómar Karl Júlíusson Útlitshönnuðurinn í vinnustofu sinni. Myndir hér til hliðar eru úr Antichrist og The Hurt Locker sem Karl hannaði útlitið á.  Karl Júlíusson vann sem útlitshönnuður að nýjustu mynd Lars von Trier og hinni bandarísku The Hurt Locker  Vinnur nú að Víkingr eftir Baltasar útvarpsverk, 43 almennar sýningar, 15 dans- verk og 11 sýningar ætlaðar börnum og/eða unglingum. Tilnefnt er í sautján flokkum. Tilnefndar í flokknum leikkona ársins eru: Halldóra Geirharðsdóttir (Dauðasyndirnar), Ólafía Hrönn Jónsdóttir (Utan gátta), Sigrún Edda Björnsdóttir (Milljarðamærin snýr aft- ur) og Harpa Arnardóttir (Dauðasyndirnar og Steinar í djúpinu). Leikarar ársins þykja vera: Bergur Þór Ingólfsson (Dauðasyndirnar), Björn Thors (Vestrið eina), Eggert Þorleifsson (Utan gátta), Gunnar Eyjólfsson (Hart í bak) og Ingvar E. Sigurðsson (Rústað). Gríman verður veitt í sjöunda sinn við há- tíðlega athöfn þriðjudaginn 16. júní í Borg- arleikhúsinu. ingveldur@mbl.is LEIKSÝNINGIN Steinar í djúpinu, sem var sett upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu, er með flestar tilnefningar til Grímunnar: Íslensku leiklistarverðlaunanna 2009. Fær sýningin tólf tilnefningar, m.a. í flokknum sýning árs- ins, fyrir leikstjórn og er Rúnar Guðbrands- son tilnefndur sem leikskáld ársins fyrir handritið, sem er byggt á skáldheimi Stein- ars Sigurjónssonar. Sýningarnar Húmanímal og Utan gátta eru með næstflestar tilnefningar, eða níu hvor. Eru þær einnig tilnefndar sem sýning ársins auk Dauðasyndanna og Þú ert hér. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti tilnefningar til Grímunnar í Borg- arleikhúsinu í gær. Alls komu 78 frumflutt verk til álita til verðlaunanna í ár, þar af níu Steinar í djúpinu með tólf tilnefningar Morgunblaðið/Heiddi Djúpt Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt væntanlegum kynnum, þeim Eddu Björg Eyjólfsdóttur og Jóhanni G. Jóhannssyni. Verðlaunin verða afhent 16. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.