Morgunblaðið - 10.06.2009, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.06.2009, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 161. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Alvarleg staða hjá LÍN  Grunnframfærsla Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna verður ekki hækkuð á næsta ári, þrátt fyrir verð- bólgu. Menntamálaráðherra segir stöðuna alvarlega. »Forsíða Krefjast úrbóta við veginn  Íbúar á Kjalarnesi segja Vest- urlandsveg skera byggðina í sundur. Þeir vilja fá undirgöng og girðingu strax við veginn og efna til mót- mælaaðgerða á föstudag. »12 Exista í greiðslustöðvun  Kröfuhafar Exista vilja að félagið verði sett í greiðslustöðvun á næstu vikum. Þeir hafa komið sér saman um aðstoðarmann í aðgerðinni en deilt er um framtíð stjórnenda fé- lagsins. »13 Brown í öruggu sæti  Utanríkisráðherra Bretlands seg- ir þingflokk Verkamannaflokksins ekki deila lengur um leiðtoga sinn. Sæti Gordons Browns forsætisráð- herra sé ekki laust. »14 Taki ekki erlend lán  Sveitarfélögum á Norðurlöndum er ekki heimilt að taka lán í erlendri mynt, vegna áhættuþáttarins sem það felur í sér. Hérlendis íþyngja slíkar lántökur sveitarfélögunum verulega. »16 SKOÐANIR» Staksteinar: Er hægt að gefa án þess að eiga? Forystugreinar: Óupplýst Alþingi Höfðinglegt framtak Pistill: Húsið til barnanna Ljósvaki: Morgunstund gefur gull … UMRÆÐAN» Barnslíf að veði Erfið glíma við staðreyndir Allt stopp! Sigrar kerfið?                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-./ +/0-00 **1-21 +3-,./ *4-,44 *.-+,3 **.-., *-+4., *40-01 *,.-41 5 675 4# 89: +//4 *+,-4/ +/.-/0 **0-*2 +3-23/ *4-20, *.-3+* **,-// *-3//0 *4.-*+ *,,-11 ++4-0,,* &  ;< *+2-+/ +/.-00 **0-0+ +3-4// *4-4*0 *.-3.4 **,-33 *-3/13 *4.-,/ *,,-41 Heitast 14°C | Kaldast 5°C  Hæg breytileg átt, skýjað eða skýjað með köflum og þurrt að mestu. Smáskúrir SA- til. Hlýjast sunnanlands. »10 Ástin á tímum ömmu og afa er ynd- isleg lesning um ást á ofanverðri tuttug- ustu öld í íslenskri sveit. »29 AF LISTUM» Saga manns og konu KVIKMYNDIR» Birnir og brúðgumar í bíóhúsum. »31 Söfnuðu gögnum í mjólkurbrúsa til að varðveita minningu lífsins í hverfinu sem varð Þjóðverjum að bráð. »30 BÓKMENNTIR» Horfinn heimur FÓLK» Kungfú-leikarinn eitursvali. »32 TÓNLIST» Emilíana er í 36. sæti Billboard-listans. »28 Menning VEÐUR» 1. Kona lést í eldsvoðanum 2. Íslendingar streyma til Noregs 3. Nýtt flensutilfelli á Íslandi 4. Sturla heldur til Noregs  Íslenska krónan veiktist um 0,9% »MEST LESIÐ Á mbl.is Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | „Ég hélt ég myndi deyja á leiðinni heim,“ segir Karen Helga Steinsdóttir á Hrauni, nú þrettán ára, er hún rifjar upp fund sinn við birnuna sem gekk á land á Skaga í fyrra. Birnan er nú til sýnis, uppstoppuð, í Hafíssetrinu á Blönduósi. Fyrstu íbúar landsins sem urðu á vegi hennar voru heimilishundurinn Týra, sem birnan horfði fyrst í augun á áður en hún tók eftir Karen sem vakti áhuga hennar. Karen stóð enn á ný andspænis birnunni nýver- ið og rifjaði upp þeirra fyrsta fund. Þá hélt hún sig hafa séð áburðarpoka sem breyttist svo á örskots- stundu í ísbjörn. Þessi skelfilega uppgötvun Kar- enar leiddi til einu skynsamlegu niðurstöðunnar, hún fann þann kost bestan að hraða sér heim og þorði ekki fyrir sitt litla líf að líta um öxl fyrr en hún var komin í öruggt skjól heima hjá sér. Hundurinn Týra hamaðist linnulaust í birnunni og höfðu heimilismenn af því áhyggjur að Týra yrði ísbjarnarfóður en grænlenskur námsmaður sem staddur var á Hrauni kom Týru til bjargar. Karen sagði að lögreglan hefði sagt heimilisfólk- inu að læsa húsum sínum meðan björninn gekk laus. Þetta fannst henni svolítið skrýtið, „því ég hafði aldrei heyrt um það að birnir kynnu að opna dyr, hvað þá læstar!“ Karen gat þess einnig að þessi lífsreynsla hefði sett nokkurt mark á sálina. Myrkfælni hefði kvatt dyra hjá henni í vetur sem hún þekkti ekki áður og þegar hún væri ein úti vildi hún gjarnan sjá girðingu milli sjávar og bæjar. Hún endaði þó sína frásögn á því að hún væri öll að hressast í ísbjarnarlegu tilliti og óttinn við hið liðna væri að hverfa. „Hélt ég myndi deyja“  Birnan sem gekk á land við Hraun á Skaga er komin á Hafíssetrið á Blönduósi  Karen Helga Steinsdóttir, þá 12 ára, horfðist í augu við hana og hljóp svo heim Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Endurfundir Karen á Hrauni með birnunni sem hún kynntist svo óvænt fyrir ári. Í HNOTSKURN »Ísbjörn gekk á land á Skaga 16. júní ífyrra og gæddi sér á eggjum í æð- arvarpi. »Annar björn hafði nokkrum dögum fyrrkomið á land og var sá veginn strax. »Reynt var að fara aðra leið með seinnibjörninn. Tilraun var gerð til að fanga hann og svæfa en það mistókst. Björninn var veginn og uppstoppaður í kjölfarið. KRAKKARNIR í 6. bekk í Fossvogsskóla hafa burstað tennurnar af mikilli ákefð eftir skólahádegisverðinn í rúmlega tvær vikur. Hópur foreldra stóð að átakinu sem lauk í gær, en því var ætlað að vekja börnin til vit- undar um tannheilsu og hvort fræðsla og eftirlit með tönnum eigi jafnvel heima í skólum rétt eins og leikfimi eða sund. Tannlæknar í hverfinu hafa hvatt börnin til dáða og munu þau skila til þeirra skýrslu um átakið, hvernig gekk og hvernig þau telji að skólinn geti komið að eftirliti með tannhirðu. jmv@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi BURSTAÐ Í TVÆR VIKUR VÍKINGUR Heiðar Ólafsson píanó- leikari gerði sér lítið fyrir og stofn- aði fyrirtækið Hands On Music til að gefa út sína fyrstu plötu, Debut, sem kom út 17. maí sl. „Ég sá fram á að það væru margir kostir við að gefa út sjálf- ur, þó svo það væri miklu meiri vinna,“ segir Víkingur og nefnir í fyrsta lagi að hann eigi þannig útgáfu- réttinn að upptökum sínum og í öðru lagi að hann ráði allri um- gjörð á útgáfunni, dreifingu, mark- aðssetningu og fái að hafa sitt að segja um útlit platna og kynning- arefnis. Víkingur þurfti að leggja sjálfur út fyrir plötunni og því nokkur fjárhagsleg áhætta að standa í út- gáfunni sjálfur. Á tímum kreppu sé lítið einkafjármagn að fá og kostn- aðurinn mikill enda hafi hann ákveðið að spara hvergi. „Ég tók hana upp í einni fræg- ustu tónleikahöll í heiminum, Ge- wandhaus í Leipzig, með frábærum upptökumeistara,“ segir Víkingur og bendir á að geisladiskur sé grip- ur sem gaman er að eiga og því þurfi að vanda vel til verka. | 27 Víkingur með eigin útgáfu Víkingur Heiðar Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.