Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 2
GARÐBÆINGAR sýna hér og sanna að besti far- arskjótinn þegar leiðin liggur á skátamót í Viðey er kajak. Nú um helgina verður enn sem fyrr haldið Landnemamót skáta undir nafninu Við- eyjarmót 2009. Mótið er opið skátum hvaðanæva af landinu og hafa tæplega 400 skátar skráð þátttöku. Fleiri skátar notuðu óhefðbundnar leiðir til að komast milli landshluta, en hópur ís- firskra skáta kom hjólandi að vestan. Dagskrá laugardags er opin almenningi og þá verða rat- leikir, víðavangs- og víkingaleikir yfir daginn og Sólstöðubál fyrir alla kl. 21. Hið árlega Landnemamót hefur verið haldið í Viðey í tæp 40 ár Skátar skunda á Viðeyjarmót á kajökum Morgunblaðið/Eggert 2 FréttirINN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Fara framhjá höftum  Útflytjendur hafa keypt krónur á aflandsmarkaði í stað þess að skila gjaldeyri heim  Seðlabankastjóri boðar fulltrúa stærstu útflytjenda á sinn fund Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is EFTIR að gjaldeyrishöftunum var komið á lagg- irnar til að sporna við erlendu útflæði gjaldeyris og styrkja gengi íslensku krónunnar hafa margir stórir útflytjendur verið með sérstaka undanþágu frá reglunum. Borið hefur á því að einhver fyrirtækjanna sem í hlut eiga hafi nýtt tekjur í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa krónur á aflandsmarkaði, þar sem miklu fleiri krónur fást fyrir t.d. evrur, og þannig hagnast á reglunum í stað þess að fylgja skila- skyldunni samviskusamlega. Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, hefur nú boðað fulltrúa tuttugu stærstu útflutningsfyr- irtækjanna á Íslandi á sinn fund til þess að ræða eftirlit og eftirfylgni með framkvæmd reglna um gjaldeyrismál. Fara yfir starfshætti „Markmiðið er að fara yfir starfshætti og ræða fyrirliggjandi gögn um gjaldeyrisflæði. Þetta ferli er ekki vegna gruns um brot hjá fyrirtækjunum,“ segir Øygard. Hann segir að þær undanþágur sem mörg fyrirtækin hafi séu ekki ætlaðar til þess að fyrirtækin hagnist vegna reglnanna. „Seðlabanki Íslands er ánægður með viðtökur fyrirtækjanna á þessu boði og yfirlýstan vilja til samstarfs varð- andi þetta mál,“ segir Øygard. Fjármálaeftirlitið hefur að undanförnu rann- sakað átta mál þar sem grunur leikur á að reglur um höftin hafi verið brotnar. Forstjóri FME sagði við Morgunblaðið í síðustu viku að ýmsar aðferðir væru notaðar til að fara framhjá reglunum. Dæmi eru um að tekjur af útflutningi skili sér ekki nema að hluta til baka. Eftirlitið hafi því eftir ábend- ingar frá Seðlabankanum farið að rannsaka slík tilvik. Brot geta þýtt stjórnvaldssekt upp á tíu þúsund til tuttugu milljónir króna fyrir einstak- ling. Hjá fyrirtækjum eru sektirnar frá fimmtíu þúsund og upp í sjötíu og fimm milljónir króna. JÖRÐ skalf á Reykjanesi í gær en fyrsti skjálftinn, sem varð um kl. sex 8 km norðaustur af Grindavík, við Fagradalsfjall, mældist um 4,2 á Richter-kvarða. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fleiri skjálftar fylgdu í kjölfarið, þar á meðal einn upp á 4,1 vestnorð- vestur af Krýsuvík. Búist var við fleiri minni skjálftum þegar Morg- unblaðið fór í prentun. Jarðskjálftar á Reykjanesi „ÞAÐ er engin spurning, það setur ekki bara svolítið strik, það setur allt á hlið- ina,“ svarar Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar (LHG), að- spurður hvort frekari niðurskurður myndi ekki setja strik í reikninginn hvað varðar rekstur Gæslunnar. Björgunarþyrlum á landinu hefur fækkað úr sjö í þrjár frá því að bandaríski herinn hvarf héðan af landi. Reiknað var með að fjórar þyrlur dygðu LHG til að halda uppi þyrluþjónustu, en nú eru þær þrjár. Það, auk niðurskurðar í mannafla, veldur því að landið getur orðið þyrlulaust nokkra daga á ári auk þess sem 25-35% af tímanum geta þyrlur ekki flogið lengra en 20 sjó- mílur á haf út. „Svona er staðan hjá okkur í dag,“ segir Georg. „Það getur þó vel verið að þetta gefi kolranga mynd, því við vitum að það verður einhver frekari niðurskurður. Það er hins vegar ekki okkar að segja eitthvað frekar til um það á þessu stigi.“ ben- @mbl.is | 28 Frekari niður- skurður setur rekstur LHG á hliðina Georg Lárusson Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is BÓKMENNTAFÉLAG Máls og menningar mun aftur reka bókabúð á Laugavegi 18 í haust, en hlutafélag sem er til helminga í eigu Bókmennta- félagsins og Iðu hefur gert samning við Kaupang ehf. um að taka húsnæðið á leigu. „Hér stendur til að opna aftur bókabúð, sem mun heita Mál og menning, en við getum að vísu ekki haldið nafninu Bókabúð Máls og menningar, því það er í eigu Pennans núna,“ segir Árni Ein- arsson, stjórnarformaður Bókmenntafélags Máls og menningar. „Okkur hugsun er sú að gera út á það sem gerði Mál og menningu að einni af bestu bókabúðum borgarinnar í fjörutíu ár. Aðaláherslan verður á íslenskar bækur, en við verðum auðvitað einnig með erlendar bækur, ritföng og kaffihús. Það má líka minna á að við vorum fyrst til að opna barna- bókabúð fyrir 35 árum og réðumst í kvöld- og helgaropnanir um miðjan níunda áratuginn, sem þekktist ekki í Reykjavík. Svo var opnað kaffihús með Súfistanum um miðjan tíunda áratuginn.“ – Kemur Súfistinn aftur? „Það er of snemmt um það að segja,“ svarar Árni. „Það verður leitað til alls góðs fólks sem vill leggja okkur lið.“ – Hvað um starfsfólkið? „Auðvitað ráðum við því ekki hvar fólk vill vinna, en við sækjumst eftir fólki með góða reynslu. Það liggur í hlutarins eðli.“ Eigandi hússins að Laugavegi 18 er Kaupangur ehf. og losnuðu samningar um húsnæðið við gjald- þrot Pennans. Jóhannes Sigurðsson, einn af eig- endum Kaupangs, segir að margir hafi falast eftir húsnæðinu undir ýmsa starfsemi, en aldrei hafi annað komið til greina en að reyna í lengstu lög að viðhalda bókabúðarrekstri á þessum sögufræga stað. Penninn fer úr húsnæðinu fyrir 1. ágúst, en Árni segir að það verði allt á vinsamlegum nótum, enda hafi Mál og menning og Penninn átt ágæt samskipti allt frá stofnun Pennans fyrir rúmri hálfri öld. „Við munum ráðast í endurbætur og opnum nýja verslun í haust,“ segir hann. „Verslunin verð- ur lokuð um nokkurn tíma, en það verður reynt að hafa það mjög fáa daga.“ Mál og menning aftur á Laugavegi  Einbeita sér að því sem gerði Mál og menningu eina bestu bókabúðina í 40 ár  Ráðist verður í endurbætur á húsnæðinu og mun ný verslun opna í haust Blöð Það er góð skemmtun að glugga í tímarit. STJÓRN Lífeyris- sjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK) notaði fjár- magn úr sjóðnum til að fjármagna rekst- ur sveitarfélagsins að hluta. Nú hefur Fjármálaeftirlitið kært stjórn sjóðsins til efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra fyrir brot á lögum um skyldutryggingar lífeyr- isréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og einnig vegna meints hegning- arlagabrots. Stjórnin mun hafa feng- ið frest til að gera úrbætur á fjár- festingum sjóðsins. Hið meinta hegningarlagabrot lýtur að því að stjórn lífeyrissjóðsins hafi gefið FME rangar upplýsingar um stöðu lífeyrissjóðsins gagnvart bænum. Sérstakur umsjónarmaður var skipaður með rekstri sjóðsins í gær til tveggja mánaða vegna gruns um að ákvarðanir um fjárfestingar hafi ekki verið í samræmi við lög. | 20 Mál stjórnar LSK til lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.