Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009  90’s-bylgjan hefur riðið röftum undanfarin misseri og svo lengi að skemmtana-spekingar eru farnir að snúa sér að þeim áratug sem nú er að líða. Þeir sem hafa hins vegar ekki fengið nóg af 10. áratugnum geta fagnað þriggja ára afmæli 90’s-kvöldanna með þeim Curver og Kiki-Ow kvöld á NASA. Þriggja ára afmæli 90’s-kvöldanna á NASA Fólk ÞEIR eru nú allflestir komnir langt á fertugsald- urinn sem héldu um hverja einustu helgi niður í kjallara Rósenbergs í Austurstræti og dönsuðu fram á næsta dag við taktfasta raftónlistina sem þar dunaði fyrir um 15 árum. Sumir eru jafnvel komnir fram á fimmtugsaldurinn en það breytir ekki því að allmargir þeirra verða saman komnir á Jacobsen í kvöld að minnast þessa glæstu dans- tónlistartíma. Það er að sjálfsögðu drengirnir í Party Zone sem standa að kvöldinu en með þeim verða á tveimur hæðum Jacobsens-plötusnúð- arnir Margeir, Maggi Lego, Árni E. og Grétar G. Á efri hæð Jacobsen verða gamlir plötusnúðar Tunglsins sem þeyta skífum í bland við Party Zone-slagara en á neðri hæðinni verður stemn- ing hins goðsagnakennda Rósenbergkjallara rifjuð upp. Kvöldið kallast Party Zone’95 og vís- ar til þess merka danstónlistarárs á Íslandi þeg- ar danstónlistarsenan náði ákveðnu hámarki, ekki síst á tónlistarhátíðinni Uxa sem var haldin á Kirkjubæjarklaustri um verslunarmannahelg- ina það ár. Um haustið kom síðan út samnefndur diskur útvarpsþáttarins Party Zone og sat hann í þrjár vikur á toppi íslenska breiðskífulistans sem verður að teljast einsdæmi fyrir safndisk sem inniheldur einvörðungu danstónlist. Það segir margt um hvað dansbylgjan var sterk á þessum tíma. Útvarpsþátturinn Party Zone var (og er enn í dag) einskonar miðstöð þessarar vakningar og stemningar sem var í gangi á þessum tíma og ákveðnum hápunkti var náð þetta örlagaríka ár sem næst tæpast aftur. Danstónlistarfíklar minnast Rósenberg-áranna DJ Margeir Rifjar eflaust upp gamla takta frá Rósenberg-árunum í kvöld á Jacobsen.  Föstudagskvöldið 26. júní verður blásið af krafti í bárujárnsklædda lúðra á Sódómu Reykjavík. Helj- arinnar þungarokkskvöld, þar sem ýmsir angar formsins verða hylltir, verður þá snúið í gang. Tvær sveitir munu leika fyrir hausaskaki, Deep Jimi and the Zep Creams og (Metal)- Morðingjarnir, fjórir þungarokks- fróðir þeyta skífum og keppt verður í „metal-quiz“-i m.a. Þeir sem mæta í klæðnaði sem hæfir hátíð sem þess- ari geta átt von á glaðningi og sam- kvæmt heimildum blaðsins lofa að- standendur glæstum vinningum í nefndri spurningakeppni – en þó fyrst og fremst ógleymanlegri þungarokksgleði fram á rauða nótt. Þungarokksveisla á Sódómu Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is DVÖL Andreu Idu Jónsdóttur í Verslunarskóla Íslands varð til þess að í dag er hún útskrifaður leikari frá The Lee Strasberg Theatre & Film Institute í New York. „Ég fór úr Árbæjarskóla, þar sem ég fékk fyrst nasasjón af því að leika hjá Eddu Hauksdóttur leikkonu sem var umsjónarkennari minn, yfir í Verslunarskólann. Á öðru árinu þar tók ég þátt í upp- setningu á Wake me up og þá var ekki aftur snúið,“ segir Andrea sem er tuttugu og fimm ára. Eftir Verslunarskólann var hún staðráðin í að snúa sér að leiklist og sótti fjögurra vikna námskeið í sjónvarps- og kvikmyndaleik í Los Angeles hjá New York Film Aca- demy. „Námið fór að stórum hluta fram í myndverum Universal Stud- ios og ég kolféll þá fyrir kvik- myndaleik. Þegar ég kom heim fann ég að ég vildi læra meira en ég heillaðist mjög af Method- aðferðinni sem ég kynntist í LA,“ segir Andrea og bætir við að sú að- ferð snúist m.a. um að leikarinn nýti eigin minningar og tilfinningar til að setja sig í spor persónunnar sem hann er að túlka. Á sömu slóðum og James Dean og Marilyn Monroe Andrea hóf leiklistarnám í Lee Strasberg Institute haustið 2006. Skólinn er mjög vinsæll í Banda- ríkjunum og námið tekur tvö ár. „Það er ekki bekkjarkerfi, heldur velur maður sér áfanga í bland við skyldufög. Kennarar skólans eru mjög færir, ég lærði t.d. hjá Paul Calderon sem lék m.a. í Pulp Fict- ion, Robert Castle og Jeffrey Horne. Ein sem kenndi mér er mentor leikarans sem fer með hlut- verk Alex í Grey’s Anatomy. Það er fullt af flottu fólki sem hefur lært þarna,“ segir Andrea og fer þar með orð að sönnu. Ekki minni stjörnur en Marilyn Monroe, James Dean, Al Pacino, Robert DeNiro, Angelina Jolie, Matt Damon og Scarlett Johansson lærðu í þessum skóla. „Ég var aldrei vör við neinn stjörnufans, reyndar var ég í tímum með syni Robins Williams sem var mjög venjulegur.“ Spurð hvort námið hafi verið strangt dregur Andrea seiminn. „Það þurfti aga, það gekk ekki að skrópa og það fylgdu miklar æfing- ar fyrir utan skólatíma svo maður var í skólanum alla vikuna en ég var þarna til að læra svo þetta var frábært.“ Andrea útskrifaðist í júní 2008 og veit ekki betur en að hún sé eini Ís- lendingurinn sem hefur klárað nám frá þessum skóla. „Skólinn gaf mér svo tvær annir í viðbót og tók ég fyrri önnina strax seinasta sumar og kom svo heim til Íslands í haust til að vinna í þrjá mánuði og ætlaði svo út í janúar og taka síðari önnina en svo kom kreppa,“ segir Andrea og dæsir. „Guð minn góður, það er svo dýrt að búa þarna úti.“ Hún hefur því verið hér á landi síðan í haust og unnið sér inn pening. „Ég stefndi að því að fara út nú í haust og klára þessa gjafaönn í Los Angeles en staðan er ekki björt.“ Andrea hefur ekki leikið mikið fyrir utan skólann en vonar að tækifærin fari að bjóðast. Eftir þetta nám segir hún að sjónvarps- og kvikmyndaleikur heilli hana mest. „Ég er líka meira fyrir gaman- leik og kennararnir sögðu frá upp- hafi að ég væri karakterleikkona,“ segir Andrea sem á sér þann draum að flytja aftur til Bandaríkj- anna og reyna fyrir sér í leiklistinni þar. „Draumahlutverkið yrði síðan í mynd eftir Tarantino,“ segir hún að lokum og hlær. Andrea Ida Jónsdóttir sótti sama leiklistarskóla og Angelina Jolie Morgunblaðið/Eggert Ekki vör við stjörnufans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.