Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 49
Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is „ÉG var búin að vera í Los Angeles í þrjá mánuði og var að spila með hljómsveit sem heitir The New Num- ber 2 sem sonur George Harrisons, Dhani Harrison, leiðir. Við spiluðum til dæmis á Coachella í vor og fórum svo í lítinn túr um Kaliforníu. En einn daginn fæ ég sms frá vini mínum þar sem hann spyr mig hvort ég vilji syngja með Beck. Ég sagði að sjálf- sögðu já og var svo stuttu seinna mætt í hljóðverið þar sem Nigel Go- drich [upptökustjóri], Beck og hljóm- sveitin hans biðu eftir mér,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, sem á dögunum brá sér í hælaskó þýsku söngkonunnar Nico í verkefni sem bandaríski tónlistarmaðurinn Beck vinnur nú að. Tónlistarverkefnið gengur undir nafninu Plötuklúbb- urinn (Record Club) og gengur út á að lóðsa ýmsa kollega Becks í hljóð- ver og taka upp í heild sinni frægar plötur tónlistarsögunnar. Það hefur verið hljótt um verkefnið, en í fyrra- dag var fyrst sagt frá því á vefsíðu tónlistartímaritsins Rolling Stone. Fyrsta plata Becks í þessari röð var að endurgera hina goðsagna- kenndu breiðskífu Velvet Undergro- und & Nico frá árinu 1967, en fyrir hafði hann ráðgert að fá tónlistar- manninn Devendra Banhart til að syngja rödd Nicos. „Beck þakkaði mér ægilega vel fyr- ir að bregðast svo skjótt við því Dev- endra Banhart komst ekki og svo vor- um við, áður ég vissi af, búin að taka upp heila plötu á einum degi. Þetta gekk allt ótrúlega vel og var allan tím- ann mjög afslappað; fyrsta upptaka notuð og þar fram eftir götunum.“ Þórunn spilar einnig á sítar og hristu á upptökunum. Hún ber Beck mjög vel söguna, en hann hefur lengi verið tónlistarblaðamönnum hulin ráðgáta. „Hann er afskaplega ljúfur og góð- ur maður og með sérstaklega góðan húmor. Maður heyrir alltaf miklar kjaftasögur um svona frægt fólk, en hann var í einu orði sagt yndislegur. Við höfðum mjög gaman af því að syngja saman.“ Aðspurð hvort hún hafi ekki fundið til taugatitrings, segir Þórunn að það hafi varla gefist tími til. „Þegar maður hendir sér út í svona verkefni þá finnur maður ekki fyrir stressi en ég var e.t.v. meira stressuð eftir á.“ Möguleiki á frekara samstarfi Eru einhverjar líkur á að þið munið starfa saman aftur í framtíðinni? „Ég veit það ekki. Hann sagði að hann hefði mikinn áhuga á að vinna með mér ef tækifæri gæfist en við fórum ekki dýpra í það. Ég var voða lítið að pæla í því þarna í hljóð- verinu.“ Þórunn Antonía er stödd hér á landi þessa dagana og hyggst njóta þess að vera heima í sumar. „Ég er hægt að rólega að koma saman minni eigin sóló- plötu en ég hef verið á svo mikilli ferð og svo miklu flugi að ég ætla að leyfa mér að slaka á. Þetta kemur þegar það kemur.“ Á heimasíðu Becks (www.beck.com) er þeg- ar að finna myndband frá upptökunum þar sem Þórunn Antonía sést og heyrist syngja Velvet Underground-lagið „Sunday Morning“ með Beck. Í plötuklúbbi með Beck Þórunn Antonía Magnúsdóttir söng og spil- aði á sítar inn á upptökur með Beck Hansen Morgunblaðið/Valdís Thor Þórunn Antonía Hafði lítinn tíma til að vera stressuð þegar hún söng með Beck í Los Angeles á dögunum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 SÝND Í KRINGLUNNI SÝND M EÐ ÍSLENSK U TALI SÝND ME Ð ÍSLENSK U TALI FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN SÝND Í ÁLFABAKKALUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI lar sýningar merktar með appelsínugulu Phèdre eftir Jean Racine í útgáfu eftir Ted Hughes með óskarsverðlaunaleikkonunni H e l e n M i r r e n í aðalhlutverki er nýtt framtak um að senda beint út sýningar frá National Theatre í London til kvikmyndahúsa um heim allan Phèdre fer fram á sviði í London fimmtudaginn, 25. júní, 2009, og sent út beint í HÁSKERPU til yfir 200 kvikmyndahúsa um heim allann MIÐASALA HAFIN Á OG Í MIÐASÖLUM SAMBÍÓANNA frumsýnt 25. júní 2009 SAMbíóin Kringlunni kl. 18.00 National Theatre, London. Frá sviði á hvíta tjaldið, HÁSKERPA OG 5.1 HLJÓÐ! kynntu þér væntanleg leikrit í beinni BÍÓútsendingu á http://ntlive.sambio.is www.nationaltheatre.org.uk/ntlive FYRSTA BEINA ÚTSENDINGIN FRÁ NATIONAL THEATRE ÓSKARSVERÐLAUNALEIKKONAN H E L E N M I R R E N Daily mail Daily Express Guardian The Times Evening Standard HVAR Í FJANDANUM ER TÍGRISDÝRIÐ MITT ! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI REYRI 6 - 8 - 10 12 L L 12 0 16 / KEFLAVÍK YEAR ONE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 7 NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 3:40 L THE HANGOVER kl. 5:50 - 8 - 10:10 12 / SELFOSSI THE HANGOVER kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 3:40 - 5:50 L ANGELS AND DEMONS kl. 8 - 10:40 14 STÍGV. KÖTTURINN ísl. tal kl. 3:40 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.