Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 21
segir Jónína Herdís, sem samfara náminu veturinn 2007/2008 starfaði á Hrafnistu og við ýmis tilfallandi störf. „Áður en ég fór til Tampa hafði ég lagt fyrir í dágóðan sjóð því ég ætlaði að kaupa mér íbúð þegar ég kæmi heim. Ekkert varð þó úr því, enda höfðu bæði vextir hækkað gíf- urlega og námskostnaður var svo mikill að stöðugt minnkaði í sjóðn- um. Þótt köfun sé alls ekki dýrt sport, er stofnkostnaðurinn tölu- verður,“ útskýrir Jónína Herdís og nefnir þurrbúning, fit, hanska, köf- unarvesti, lungu, gaskút og nám- skeið sem dæmi um fjárútlát í byrjun. Síðan sé loftpressun á kút- ana og ferðalög milli köfunarstaða svo til eini kostnaðurinn við að stunda köfun. Köfunarsvæði á heimsvísu. „Á námskeiðunum köfuðum við mikið í gjánum á Þingvöllum, sem eru vinsælustu köfunarsvæðin og gullfallegar eins og reyndar marg- ar aðrar um allt land. Mér fannst líka strax mjög spennandi að kafa í sjónum, til dæmis að víðfrægum hitavatnsstrýtum í Eyjafirði, þeim einu hér við land sem hægt er að kafa að. Þar er botndýpið 60-70 metrar og 75° heitt vatn flæðir út úr strýtunum. Þessar fallegu strýt- ur ásamt gjánum á Þingvöllum, sérstaklega Silfru, þar sem allt er kristaltært og blátt svo langt sem augað eygir, gera Ísland að ein- stöku köfunarsvæði á heimsvísu,“ segir Jónína Herdís, sem telur mikla framtíð í köfun í tengslum við ferðaþjónustu. „Græna ferða- mennsku,“ áréttar hún. „Köfunaráhugi er alltaf að aukast og hingað koma æ fleiri er- lendir ferðamenn gagngert til að kafa, enda eru hér mörg svæði í sjó og vötnum ókönnuð og önnur rómuð fyrir fegurð.“ „Þegar ég útskrifaðist sem köfunarkennari var ég einnig með réttindi til að kenna á köfunar- meistaranámskeiðum og ýmsum sérnámskeiðum svo sem í djúpköf- un, neðansjávar ljósmynda- og náttúrulífsnámskeiðum,“ segir Jón- ína Herdís, sem í kjölfarið var boð- in kennarastaða sumarið 2008 hjá Köfunarskólanum Kafarinn.is, þar sem hún hafði lært undir hand- leiðslu skólameistarans Héðins Ólafssonar. Mekka hellaköfunar Þegar líða tók á sumarið fór hún að hugsa sér til hreyfings, hellaköf- un heillaði og þar sem norðanverð Flórída er mekka hellaköfunar ákvað hún að skella sér þangað um haustið ásamt vini sínum frá Suð- ur-Afríku, sem starfaði hjá Dive.is köfunarskólanum. Síðan var mein- ingin að fljúga til Hondúras og reyna að fá starf sem köfunarkenn- ari á eyjunni Utilla, sem er lítil eyja í Karíbahafi. „Í Flórída vorum við í nokkurs konar köfunarbúðum eða -miðstöð skammt frá Mexíkóflóa. Við réðum okkur hellaköfunarkennara og tók- um námskeiðið á viku, samtals um tuttugu kafanir, sem var geysilega mikil keyrsla. Ég hélt um tíma að ég réði ekki við svona stressandi form köfunar, sérstaklega þar sem ég er mjög myrkfælin, en við vor- um m.a. látin taka ljóslausar æf- ingar, sem felast í að fylgja línu á milli hellanna. Þeir eru reyndar gríðarlega fallegir og sérkennilegt að sjá einu sjávardýrin sem þar lifa, svokallaðar hellaverur, sem eru blindar og gegnsæjar þannig að ef lýst er á þær sjást öll líf- færin.“ Jónína Herdís lauk þó námskeið- inu með sóma og sann og dvaldi í viku við kafanir í Flórída áður en hún hélt, ásamt vini sínum, til Ut- illa. „Þar er frábært að kafa, hval- háfar, stærstu hákarlar heims, í sjónum, þótt ég hafi ekki verið svo heppin að rekast á þá á ferðum mínum um undirdjúpin,“ segir hún og aðspurð að þeir séu vita hættu- lausir, enda svifætur, rétt eins og skíðishvalirnir. Hún fékk ekki vinnu í Utilla auk þess sem „ótelj- andi aðrar ástæður“, eins og hún segir, urðu til þess að henni líkaði ekki veran á eyjunni. Innt nánar um ástæðurnar segir hún að skemmtanalíf og kafarar eigi ekki samleið. „Ég fór aftur til Flórída þar sem mér bauðst lærlingsstaða, frítt húsnæði, gas á kútinn og námskeið gegn því að ég ynni í verslun með köfunarbúnað. Þarna var ég í sex mánuði, kafaði á hverjum degi, sankaði að mér reynslu og þekk- ingu og aflaði mér á námskeiðum fullra hellaköfunarréttinda og ým- issa réttinda á sértækum og meira krefjandi sviðum köfunar, sem kalla mætti einu nafni tækniköfun. Í tækniköfun felst að kafað er dýpra og í lengri tíma, en slíkt út- heimtir afþrýstistopp og mikið gas, auk þess sem búnaðurinn getur orðið allt upp í 60 kíló. Næsta skrefið er að sækja um að gerast hellismunnakennari, en ég stefni á að sækja um það í sumar. Einnig langar mig að hefja nám í atvinnu- köfun og innan fimm ára er svo markmiðið að fá svokölluð Trimix- réttindi, en það er djúpköfun, sem krefst sérstakrar kunnáttu í með- ferð ýmissa gastegunda.“ Möguleikarnir virðast óþrjót- andi, þótt leikmanni detti helst í hug fjársjóðsleit þegar starf kafara ber á góma. Raunar segir Jónína Herdís að starf atvinnukafara geti verið allt frá því að leita að golf- kúlum í vötnum til þess að vinna á olíuborpöllum. Sjálf segist hún eiga sér þann draum eins og flestir kaf- arar að finna skipsflak, en flaka- köfun er svo kapítuli út af fyrir sig. Draumastarfið Þótt hún hefði vel getað hugsað sér að dvelja áfram í Flórída ákvað hún að snúa heim í maí og huga að frekara námi, fyrst og fremst ljúka stúdentsprófi og hefja síðan nám í líffræði við Háskóla Íslands. Hún vill vera fær í flestan sjó og notar hverja lausa stund til að kafa, ann- að hvort ein síns liðs eða í félagi við aðra, en enginn hörgull er á ferðafélögum ef því er að skipta. Og veðrið er nánast aldrei hindrun. Til marks um köfunaráhugann bendir hún á að um 100 félagar eru í Sportkafarafélagi Íslands, þar af giskar hún á að 15-20% séu konur. Fyrir útskrifaða kafara segir hún margborga sig að vera félagsmenn því þeir fái gaskvóta, niðurgreiddar köfunarferðir – og öflugan félags- skap, sem sé ekki síður mikilvægt. „Ég er líka félagi í Tækniköf- unaráhugamannahópnum Dimon, sem stofnaður var í vetur innan vé- banda Sportkafarafélagsins, en hann samanstendur mestmegnis af köfunarmeisturum og kennurum, sem áhuga hafa á tækniköfun og því að stuðla að framþróun íþróttarinnar á Íslandi. Draumastarfið er einhvers konar sambland af köfun, líffræði og jarð- fræði, starf þar sem ég gæti unnið að rannsóknum og farið í könn- unarleiðangra um undirdjúpin,“ segir Jónína Herdís, sem hefur fengið starf hjá Köfunarskólanum Scuba Iceland í sumar við köf- unarkennslu og leiðsögn. Í HNOTSKURN »Þrír köfunarskólar erustarfandi á Íslandi. Þeir eru Scuba Iceland (scubaicel- and.is), Kafarinn.is (kaf- arinn.is er íslenska slóðin og erlenda arcticsharks.com), og Dive.is (dive.is). »Eftir fyrsta námskeiðið(kafarinn.is) er fólk með réttindi til að kafa niður að 18 metrum, eftir annað að 30 metrum, en reglan fyrir sport- köfun er 30 metrar, hámark 40 eftir djúpköfunarnámskeið. »Algengt er að kafað sé í 45mínútur. »Sjórinn við Ísland er um2-4° yfir vetrartímann, en fer upp í 14°C á sumrin. Bún- ingurinn ver kafara fyrir kulda, þannig að engum á að vera kalt. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 140 bæir um allt land bjóða upp á gistingu, máltíðir og afþreyingu. Fjölbreytt gisting: Heimagisting, gistihús, sveitahótel, sumarhús og tjaldsvæði. Verið velkomin! Bændur selja búvörur beint frá býli. Fjölbreytt framboð af íslenskum mat við allra hæfi. Verði þér að góðu! Bændahöllinni 107 Reykjavík sími 563-0300 www.beintfrabyli.is www.bondi.is Síðumúli 2 108 Reykjavík sími 570-2700 www.sveit.is Komdu í heimsókn til bænda og kynntu þér nútímabúskap og fjölbreytta starfsemi í íslenskum sveitum. Fyrir börn og fullorðna á öllum aldri! Velkomin í sveitina Allt sem þú þarft að vita um gistingu, mat og afþreyingu í sveitinni Bæklingurinn liggur frammi á öllum helstu áningarstöðum á landinu. Pantið bækling á www.uppisveit.is Iðnaðarráðuneytið, Nordregio (Norræna fræðastofnunin í skipulags- og byggða- málum) og Byggðastofnun í samstarfi við Norrænu embættisnefndina efna til ráð- stefnu um áhrif háskóla og menntunar á byggðaþróun á Norðurlöndum. Á ráðstefnunni verður greint frá nýrri rannsókn Nordregio um hlutverk og áhrif svæðisháskóla á nærumhverfið og þróun byggðar. Lykilspurningar ráðstefnunnar eru: Hvaða aðstæður þurfa vera til staðar í nærsamfélaginu til þess að svæðisháskóli sé aflvaki efnahags- og félagslegra framfara? Hvert er framtíðarhlutverk og skipulag svæðisháskóla? Ráðstefnan hefst með ávarpi Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Fyrirlesarar: Sigrid Hedin, doktor hjá Nordregio. Eija-Riita Niiniski, framkvæmdastjóri, Oulu Southern Institute Regional Unit við Háskólann Oulu í Finnlandi. Peter Arbo, prófessor við Norwegian College of Fisheries Science við Háskólann í Tromsö í Noregi. Stefanía Steinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Steingerður Hreinsdóttir, formaður stjórnar Háskólafélagsins á Suðurlandi. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar Fræðasetra Háskóla Íslands. Stjórnandi pallborðs: Ole Damsgaard, forstjóri Nordregio. Ráðstefnustjóri: Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu. Tungumál ráðstefnunnar er enska. Ítarlegri dagskrá og skráning er á heimasíðu Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is Áhrif háskóla og menntunar á byggðaþróun Grand Hótel, Reykjavík 24. júní 2009 kl. 9.30-16.30 IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.