Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 48
48 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Ínóvember 1988bjóða Sykurmol- arnir Ham að hita upp í tónleikaför um Þýskaland. Jón Egill Eyþórsson kemur með sem annar gítarleikari. Í ferðinni hitta Ham-félagar útgefandann Derek Birkett og hann vill ólmur gefa út plötur með hljómsveitinni. Við heimkomuna hefur sveitin upptökur sem standa fram á næsta ár, en í miðjum klíðum hætta þeir Jón Egill og Ævar, Flosi Þorgeirsson og Hallur Ingólfsson slást í hópinn. Þannig skipuð heldur sveitin til New York vorið 1989 að spila á klæðskiptingabúllum með Risaeðlunni og Bless. One Little Indian gefur fyrstu breiðskífu Ham, Buffalo Virgin, út íseptember 1989 og hljómsveitin heldur í Bretlandstúr með Sykur- molunum. Hljómsveitin missir af fyrstu tónleikunum þegar hún finnur ekki smábæinn Preston. Ham fer í fjölmörg viðtöl við bresku popppressuna en ekkert viðtal er birt. Um áramótin 1989/90 snýr hljómsveitin heim frá Bretlandi og fer í hljóðver að taka plötu upp í fljótheitum. Ekki næst að ljúka við nema helming plötunnar sem heita átti Pimpmobile, en þær upptökur koma síðar út á plötunni Saga rokksins. Hallur hættir haustið 1990 og hljómsveitin er trommaralaus um hríð, en síðan gengur Arnar Geir Ómarsson til liðs við sveitina. Ham fær erlendan upptökustjóra, RoliMosimann, til að taka upp nokkur lög vorið 1991 og síðan aftur um haustið. Sigurjón Kjartansson tekur að sér að semja tónlist við kvikmyndina Sódómu Reykjavík. Ameríkuferð 1993 ber lítinn árangur og Ham-liðar ákveða að leggja sveitina niður. Kvikmynd Óskars Jónas- sonar, Sódóma Reykjavík, er frumsýnd 1. október 1993 og plata með tónlistinni kemur út um haustið. Á henni er lag Sálarinnar hans Jóns míns: Sódóma. Veturinn 1993-94 undirbúa Ham-félagar lokatónleikana sem eru svo haldnir 3. júní í Tunglinu. Sigurjón Kjartansson hrindir úr vör sólóverkefni sínu sem hann kallar Olympiu. Ham kemur saman aftur til að hita upp fyrir Rammstein 2001, leikur svo í afmæli Árna Matthías- sonar 2007 og á Eistnaflugi 2008. 5 S igurjón Kjartansson og Óttarr Proppé hittast í skuggalegu húsasundi íHafnarfirði haustið 1987. Vel fer á með þeim og í kjölfarið stofna þeir hljómsveitina Ham. Stofn- meðlimir eru Sigurjón, Óttarr og Sigurður Björn Blöndal. Ýmsir mæta á æfingar hjá hljómsveitinni næstu daga í Hallagati á Flatahrauni, þar á meðal Örn Arnarson, nú- verandi tónlistarstjóri Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði, og Rúnar Vilbergsson fagott- leikari, en um áramót er Ævar Ísberg sestur við trommurnar. Fyrstu opinberutónleikar Ham, og því talinn fæðingardagur hljómsveitarinnar, eru í Lækjartungli 10. mars 1988 þegar Ham hitar upp fyrir E-X. Sama kvöld spilar önnur hljómsveit, Sálin hans Jóns míns, á sínum fyrstu tónleikum í kjallaranum. Samband þessara hljómsveita er kapítuli útaf fyrir sig en þær hittast ekki aftur fyrr en á sam- stöðutónleikum Bubba Morthens í Laugardalshöllinni rúmum tveim áratugum síðar. Lækjartungli er lokað daginn eftir. Fyrsta plata Ham, Hold, fimm laga 12”, var tekin upp í apríl til maí1988 og gefin út í júlí. Með plötunni fylgir plakat sem vekur óhug, en Ríkissjónvarpið býður hljómsveitinni samt að gera með henni myndband við lag af plötunni. Titillagið verður fyrir valinu og mynd gerð í ágúst en þegar Hrafn Gunnlaugsson, yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar, sér myndbandið bannar hann sýningu þess. Brot úr því eru síðar sýnd í kvik- mynd um hljómsveitina, en það hefur aldrei verið sýnt allt. 3 Gr af ík :M or gu nb la ði ð/ El ín Es th er :: Lj ós m yn di r: Bj ör g Sv ei ns dó tt ir Gengisvísitala Ham 2 6 1 4 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 20091987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Goðsögn Fræg að endemum Alræmd Illa þokkuð Óþekkt ? 1987 Sigurjón Kjartansson og Óttarr Proppé stofna hljómsveitina Ham. 1988 Gagnrýnandi Morgunblaðsins kallar Ham „tvímælalaust ein[a] leiðinlegustu hljómsveit nútímans“. Óttarr Proppé grætur ofan í morgunkornið. 1988 Sigurjón Kjartansson stýrir upptökum á kveðjuplötu S.H. Draums 12” sem fær heitið Bless. Gunnar launar lambið gráa með því að ganga í Ham og svo snimmhendis úr sveitinni aftur. 1990 Trommaraleysi og aðrar kárínur herja á sveitina og draga úr henni mátt. 1992 Hljómsveitin Funkstrasse verður til í leiðindakasti og á lag á Bandalögum 5. 1994 Kveðjutónleikar Ham haldnir 3. júní. Þeir eru síðar gefnir út sem Ham lengi lifi. 1995 Dauður hestur kemur út. Hefur meðal annars að geyma frumeintak Howie Weinberg af Roli Mosimann-upptökunum. 2001 Heimildarmyndin Ham - lifandi dauðir frumsýnd í Háskólabíói. 2009 Ham leikur á Eistna- flugi 10. júlí. 2001 Buttercup spilar Partýbæ eftir Ham á Poppfrelsistónleikum í Laugardalshöllinni. 1994 Óttarr, Flosi og Arnar Geir stofna Rass, fyrsta platan kemur út áratug síðar. 1993 Ham-félagar ákveða að láta slag standa, gefa út plötuna Saga rokksins og halda í tónleikaferð vestur um haf sumarið 1993 til að láta reyna á samböndin. Flosi á ekki heimangengt sökum ómegðar og Jóhann Jóhannsson gengur til liðs við hljómsveitina. 1991 Óttarr Proppé, Örn Arnarson, Ari Eldon og S. Björn Blöndal stofna hljómsveitina Drullu, lagið Hass í rass nýtur víða hylli. 1989 Buffalo Virgin er fundið allt til foráttu í New Musical Express og því meðal annars haldið fram að hljómsveitar- menn séu nasistar.1988 David Thomas í Pere Ubu heyrir í Ham og hótar að yfirgefa Ísland hiti hljómsveitin upp fyrir Pere Ubu. S.H. Draumur hleypur í skarðið og spilar sína síðustu tónleika. Viku síðar spilar Gunnar Lárus Hjálmarsson með Ham í fyrsta og síðasta sinn. 1988 Ham kemur fram í Skemmtiþætti Smekkleysu um vorið, Hold kemur til landsins. 2001 Þegar Rammstein kemur til landsins kalla tónleikahaldarar á Ham til að hita upp. Ham heldur tvenna tónleika á Gauknum 13. og 14. júní (sem síðar eru gefnir út sem Skert Flog) og spilar síðan í Höllinni 15. júní. Hljómsveitin tekur upp starfsemi að nýju í skötulíki. 2007 Ham leikur í afmæli Árna Matthíassonar. 1989 Ham fer víða um Evrópu í slagtogi við Sykurmolana og kemst á plötursamning í kjölfarið. 1 2 3 4 5 6 Fáar – ef einhverjar – rokksveitir íslenskar sitja á jafnháum goðsögulegum stalli og hin hafnfirska Ham. Tónleikar hennar jöfnuðust á við messur þar sem rokkþyrst ungmenni sátu í tilbeiðslu við fót- skör hertogans og hans manna. Fólk hefur flykkst á endurkomutónleika sveitarinnar en hún treður næst upp á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi á Neskaupstað, og er þar að sjálfsögðu aðalnúmerið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.