Morgunblaðið - 05.07.2009, Side 45

Morgunblaðið - 05.07.2009, Side 45
Auðlesið efni 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 TF-SIF, ný eftirlits- og björgunar-flugvél Land-helgis-gæslunnar, lenti á Reykjavíkur-flugvelli síðast-liðinn miðviku-dag. Þyrlur Gæslunnar, TF-LÍF og TF-GNÁ, fylgdu vélinni síðasta spölinn. Flug-vélin er búin mjög fullkomnum búnaði til eftirlits- og björgunar-starfa og Land-helgis-gæslan segir að með komu nýju flug-vélarinnar aukist mjög tæki-færi til leitar á sjó og landi, auk þess sem nýir möguleikar opnist á sviði almanna-varna. „Þessi vél skiptir sköpum fyrir okkur. Þetta er eins og að skipta úr ritvél yfir í tölvu – slíkur er munurinn,“ segir Georg Kr. Lárusson, for-stjóri Land-helgis-gæslunnar. Ný eftirlits- og björgunar-flugvél Morgunblaðið/Árni Sæberg Bókmennta-sjóður út-hlutaði sex ný-ræktar-verkefnum styrkjum síðast-liðinn fimmtu-dag. Styrkjunum er ætlað að styðja við út-gáfu á nýjum íslenskum skáld-verkum sem hafa tak-markaða eða litla tekju-von en hafa ótví-rætt menningar-legt gildi, og er þetta í annað sinn sem styrkjunum er út-hlutað, en þeir nema 200 þúsund krónum hver. Þorgerður Agla Magnúsdóttir, fram-kvæmda-stjóri Bók-mennta-sjóðs, segir að í fyrra hafi níu sótt um styrki en 27 í ár. „Styrkirnir eru hugsaðir sem útgáfu-styrkir, því margir gefa sjálfir út sín fyrstu verk eða hjá höfunda-forlögum eins og Nykri og Nýhil, en höfundarnir geta líka farið með peninginn í rass-vasanum í stærri forlögin.“ Styrki hlutu: Svuntu-strengur, smá-sögur eftir Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur; Tón-list hamingjunnar, ör-sagna-safn eftir Völu Þórsdóttur; Loðmar, barna-bók eftir Emblu Vigfúsdóttur og Auði Ösp Guðmundsdóttur; Tími hnyttninnar er liðinn, ljóð, prósar og teikningar eftir Berg Ebba Benediktsson; ónefnd ljóða-bók eftir Gunnar Má Gunnarsson og Myndir úr skil-vindunni, ljóðabók eftir Arngrím Vídalín. Sex bækur hljóta ný-ræktar-styrk Morgunblaðið/Eggert Farþega-þota hrapaði í Indlands-haf við Kómor-eyjar á þriðju-dag. Fjórtán ára stúlku var bjargað úr sjónum en hún er sú eina af 153 far-þegum vélarinnar sem fundist hafa á lífi. Flug-vélin var af tegundinni Air-bus 310 og í eigu Flug-félags Jemens. Frönsk yfir-völd segja vélina, sem var orðin 19 ára gömul, hafa verið undir eftir-liti og að hún hafi verið í banni í franskri loft-helgi. Þetta er í annað skipti sem Airbus- farþega-vél hrapar í sjóinn en farþega-vél frá Air France hrapaði í Atlants-hafið í byrjun júní. Flug-slys við Kómor-eyjar Peninga-stefnu-nefnd Seðla-banka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 12%. Þetta er í takt við væntingar en Greining Íslands-banka, hag-fræði-deild Lands-bankans og IFS Greining spáðu óbreyttum vöxtum. Aðrir vextir eru einnig óbreyttir. Vextir á viðskipta-reikningum í Seðla-bankanum eru áfram 9,5%. Væntingar um lækkun stýri-vaxta Seðla-bankans hafa verið miklar að undan-förnu, ekki hvað síst af hálfu aðila vinnu- markaðarins, jafnt tals-manna atvinnu-rekenda sem verka-lýðs- hreyfingarinnar. Frá síðasta vaxta-ákvörðunar-degi, í byrjun júní-mánaðar, hefur gengi krónunnar hins vegar lækkað nokkuð. Stýri-vextir áfram 12% Eftir fram-hlaup Breiða- merkur-jökuls, þar sem allt að 600-700 metrar hafa brotnað úr honum á köflum, er Jökulsár-lón orðið dýpsta vatn Íslands. Einar B. Einarsson, eigandi ferða- þjónustunnar Jökulsár-lóns, komst ný-verið lengra inn að jöklinum en áður og dýptar-mældi við hinn nýja jaðar. Reyndust vera 284 metrar niður á botn. Hingað til hefur Öskju-vatn talist dýpst, 217 metrar. Samkvæmt upp-lýsingum frá Veður-stofunni hafa mælingar á jöklinum áður gefið til kynna að hann nái svona djúpt en eftir fram-hlaup er vatnið dýpra en áður. Jökulsár-lón dýpst Morgunblaðið/RAX leik-tíð en hefur verið betri í ár. Brott-hvarf Willums mun ekki vera að kröfu leik-manna. Tíma-setningin vekur furðu því Valsmenn tókust á við Íslandsmeistara FH síðast-liðinn fimmtudag. Þorgrímur Þráinsson hefur verið aðstoðar-þjálfari Willums á þessari leik-tíð og segist ekki vera í við-ræðum við Val um að taka starfið að sér. ,,Ég er bara að leysa af þar til nýr maður kemur. Ég hefði byrjað að þjálfa fyrir 20 árum hefði ég haft metnað í það. Ég er ekki á þeirri leið,“ sagði Þorgrímur í sam-tali við Morgunblaðið en hann gerði samning út leik-tíðina sem aðstoðar-þjálfari og segist tilbúinn til þess að víkja sem aðstoðar-þjálfari, ef næsti þjálfari vill það. Willum hættur hjá Val Valur og Willum Þór Þórsson, þjálfari meistara- flokks karla í knatt-spyrnu hafa ákveðið að slíta sam-starfinu eins og það var orðað í til-kynningu frá félaginu, síðastliðinn miðvikudag. 18. september í fyrra fram-lengdi Willum samninginn við Val um þrjú ár og átti þá ár eftir af samningi sínum. Willum var því með samning út leiktíðina 2012. Sam-kvæmt heimildum Morgun-blaðsins virðist ekki hafa verið mikill aðdragandi að þessari niður-stöðu. Andinn í leik-manna-hópi Vals mun ekki hafa verið sérstak-lega góður á síðustu Lítil flug-vél brot-lenti skammt frá Selá í Vopna-firði síð-degis á fimmtu-dag. Tveir menn voru í vélinni, annar þeirra lést í slysinu. Hinn er mikið slasaður og liggur þungt haldinn á gjör-gæslu-deild Land-spítala Háskóla-sjúkra-húss í Foss-vogi. Er hann talinn í lífs-hættu og er haldið sofandi í öndunar-vél. Vélin var ný-lögð af stað frá Vopna-firði og gerði flug-áætlun ráð fyrir lendingu á Tungu-bakka-flug-velli í Mosfells-bæ. Fljót-lega eftir að flug-vélin fór í loftið bárust upp-lýsingar frá Neyðar-línu að hún hefði brot-lent. Til-drög slyssins voru þau að vélin flaug á rafmagns-vír. Flug-slys í Vopna-firði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.