Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009  Ör þróun samskiptavefja hefur gert það að verkum að leyndarmál- unum fækkar óðum og flestallt mannanna dútl liggur á glámbekk netsins. Twitter-rás Sundlaug- arinnar, mosfellska hljóðversins, gerði heyrinkunnugt í gær að furðurokksveitin Dr. Spock sé þar gengin í eina sæng með söngdív- unni Ragnheiði Gröndal. Meira er ekki sagt en víst er að útkoman úr þeim gerningi verður forvitnileg. Fríða og Dýrið svamla saman í Sundlauginni Fólk Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is TVEIR þriðju hljómsveitarinnar Dynamo Fog, sem hefur legið í dvala eftir að slettist upp á vinskap söngvaranna tveggja, sitja ekki auðum höndum þrátt fyrir von- brigðin. Gítarleikarinn og söngv- arinn Jón Þór (sem var áður í Lödu Sport) og trommarinn Arnar Ingi hafa dustað rykið af sveitinni Isidor sem þeir mönnuðu hér áður fyrr og standa fyrir tónleikum í kvöld á Ja- cobsen. Sveitin gaf út plötuna Betty Takes a Ride árið 2004 en lagðist í dvala þegar tveir liðsmenn fóru ut- an í nám. „Þeir eru núna á landinu og við ákváðum að halda tónleika eins og við höfum gert árlega,“ út- skýrir Arnar sem segir einnig enga lausn vera í sjónmáli fyrir Dynamo Fog. „Við eigum sæmilegan áhang- endahóp af okkar kynslóð. Við er- um að vonast til þess að það fólk mæti núna líka.“ Kemur úr dvala fyrir eina tónleika Isidor Einu tónleikar ársins í kvöld.  Aðstandendur Perunnar, nýs skemmtistaðar sem verður opnaður von bráðar í gamla Sirkús-kofanum, hafa orðið varir við mikinn áhuga fólks á opnun staðarins. Hafa þeir þurft að girða af gamla Sirkús- portið vegna stöðugs gestagangs fólks sem reynir jafnvel að komast inn til að sjá hversu langt fram- kvæmdir séu komnar. Ekki er búið að ákveða opnunardag en seina- gangur í borgarráði hefur að sögn kunnugra valdið töfum á opnuninni. Peran pikkföst í borgarráði Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞANN 1. apríl síðastliðinn birtist auglýsing frá Karli Berndsen um svokallað Beauty Camp Weekend, þar sem átti að fara ofan í saumana á öllu því sem viðkæmi líkamlegri um- hirðu, tísku, förðun o.s.frv. En bíddu við … svo var þetta ekkert Karl Berndsen, umsjónarmaður hinna snilldarlegu þátta Nýtt útlit. Nei, þetta var mynd af Snorra Ásmunds- syni listamanni, sem reynist alveg sláandi líkur dagskrárgerðarmann- inum góðkunna. Auglýsingin var gabb en Morgunblaðið hefur heim- ildir fyrir því að þónokkrir hafi bitið hressilega á agnið og í snatri hafið undirbúning fyrir Fegurðarbúð- irnar. Harmatárin geta þeir nú þerr- að, því að Fegurðarbúðirnar verða standsettar næstu helgi í Ný- listasafninu og er það sjálfur Snorri Ásmundsson sem stýrir. Ég var leiddur hingað Yfirskriftin er „Uppbyggingin er hafin!“ og er yfirlýst markmið helg- arinnar að byggja upp nýja og betri sjálfsmynd fyrir íslensku þjóðina. Búðirnar verða opnaðar með fyr- irlestri á föstudeginum kl. 17 þar sem „blásið verður á smekkleysuna sem ríkt hefur í landinu“. Snorri hef- ur fengið til liðs við sig tvo af efnileg- ustu stílistum landsins, þær Dagnýju Berglindi og Önnu Sóleyju en saman mynda þau „færasta tríó samtímans í framkomu og almennri snyrtingu“. „Auglýsingin góða, þann 1. apríl, kallaði á eitthvað meira,“ segir Snorri, sem má varla vera að því að ræða við blaðamann þar sem nef hans er á kafi í snyrtiskræðum af öll- um stærðum og gerðum. „Maður fíflast ekkert með fegurð,“ segir Snorri við greinarhöfund og hlær ekki. „Þetta er alvöru námskeið og það var eitthvað sem leiddi mig í þessa átt. Eitthvert ástand. Ég vonast til þess að vekja fólk til umhugsunar og hvað er betur til þess fallið en „Ext- reme Makeover“?“ spyr Snorri en áhugasamir um slíkt geta haft sam- band við hann í síma 692-9526. Sá gjörningur hefst kl. 13 á laugardeg- inum. „Annars hefur síminn ekki stopp- að síðan þetta var tilkynnt,“ segir Snorri. „Ég hef varla undan. Við- brögðin hafa verið ótrúleg. Nú þegar hafa 130 manns skráð sig á Face- book.“ Snorri segir að „eitthvað“ hafi gerst er hann kynntist þeim Dagnýju og Önnu. „Mér var í raun afhent þetta verk- efni,“ segir hann. „Þær munu að- stoða mig þarna í faglegri ráðgjöf og svara í símann fyrir mig og svona.“ Snorri bauð upphafsmanni alls þessa, sjálfum Karli Berndsen, að taka þátt en hann hefur ekki svarað skilaboðum hans. „Ég hef aldrei hitt þennan mann,“ segir Snorri. „Og horfði ekki einu sinni á þættina hans, sem mér skilst þó að séu hrein snilld. Vinir hans hafa hins vegar haft samband við mig og haft af því áhyggjur að ég væri að gera grín að honum. Ég vil nota tækifærið hér og segja þeim að sú er ekki raunin.“ „Aldrei hitt Karl Berndsen“  Snorri Ásmundsson stendur fyrir Fegurðarbúðum um helgina í Nýlistasafn- inu Sótti sér fróðleik til Parísar og vinnur með færustu stílistum landsins Lausgirtur Eins og glögglega má sjá vefst snyrti- og framkomutæknin ekki fyrir Snorra Ásmundssyni. Nánar á Facebook: „Uppbyggingin er hafin – Beauty Camp Weekend“ LÍNUR eru orðnar afskaplega skýr- ar hvað varðar næstu breiðskífu múm, Sing Along to Songs You Don’t Know, en þessi fimmta hljóð- versplata sveitarinnar kemur út 24. ágúst undir hatti Morr-útgáfunnar þýsku í Evrópu en aðrar útgáfur sjá um að dekka restina af heiminum. Síðasta plata, Go Go Smear The Poi- son Ivy, kom út árið 2007 á vegum bresku útgáfunnar Fat Cat sem múm hefur nú sagt skilið við. Stærð múm í alþjóðaheimi fram- sækinnar tónlistar er slík að helstu miðlar í þeim fræðunum eru farnir að slá upp fréttum af plötunni og þannig henti helsta tónlistarblogg New York, Brooklynvegan, inn væn- um fréttapakka fyrir stuttu. Það er svo í kvöld sem múm hefur umfangsmikið tónleikaferðalag um heim allan og eru fyrstu tónleikarnir í Bologna, Ítalíu, í kvöld. Sveitin verður svo í Evrópu fram á haust og í Ameríku fram í nóvember. Fleiri tónleikaraðir eru svo áætlaðar eftir áramót og m.a. verður farið til Jap- ans. arnart@mbl.is Syngdu með í múmlögum … Litríkt Umslag nýjustu plötu múm. Múm á túr út árið vegna nýrrar plötu „Ég heyrði að Karl Berndsen hélt að 1. apríl-myndin væri af honum – „fótósjoppuð“,“ seg- ir Snorri. „Ég var svo í flugvél á dögunum og þá spurði kona ein, alveg grandvaralaus, hvort ég væri til í að klippa manninn hennar. Það er stór- merkilegt að eiga svona tví- fara!“ Snorri Berndsen? 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Litla sviðið) Djúpið HHHHH JVJ, aftur í haust Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 11/7 kl. 19:00 Ö Fim 9/7 kl. 20:00 Sun 4/9 kl. 19:00 U Sun 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Reykholtskirkja 8. júlí kl. 20.30 Háskólakór Árósaháskóla Stjórnandi: Carsten Seyer Hansen Á tónleikunum í Reykholtskirkju verða flutt verk eftir Stefán Arason, Jón Leifs, F. Mattiassen, Carl Nielsen og Per Skriver og ýmis dönsk sumarlög. www.snorrastofa.is Jón Baldvinsson listmálari opnar sýningu í Perlunni miðvikudaginn 8. júlí. Á sýningunni eru tvennskonar verk, Fljúgandi fyrirbæri og landslagsstemmningar. Engin boðskort eru send út að þessu sinni, en Jón vonast til þess að sjá sem flesta. Sýningin stendur til 31. júlí. SUMARSÝNING:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.