Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Blaðsíða 6
Jóhann var hjá kröbbunum sínum þá tók Brekku- Borga litlu stúlkuna á handlegg sér og fór með hana inn í kytruna til frú Straumberg. Hún var alveg sérstaklega góður vinur þeirra. Það var álíka friðsælt að sitja hjá henni undir neriumtrján- um og hjá ömmu í hornbekknum á Márbacka. Frú Straumberg ræddi ekki um sögur, en hún átti marga sérkennilega gripi að sýna þeim. Þar voru stórir kuð- ungar, sem þaul og ískraði í, er maður lagði þá við eyrað, postulínskarlar með langa hártoppa, sem sagð- ir voru komnir frá Kína og tvær gríðarstórar skurnir, önnur utan af kókoshnot og hin af strútseggi. Brekku-Borga og frú Straumberg ræddu oftast um alvarleg og andleg mál, sem barnið botnaði ekkert í. En við og við töluðu þær um einfaldari hluti. Frú Straumberg talaði um eiginmann sinn og sagði frá ferðum lians. Þær fengu að vit-a, að hann átti stórt og fagurt fley, sem hét Jakob, og að hann hafði nú farið til St. Ybes í Portúgal til þess að sækja salt. Brekku-Borga undraðist það, að frú Straumberg skyldi hafa nokkurn frið í sál sinni, þcgar hún vissi af eiginmanni sínum úti á hinu ægilega, ólgandi hafi. En frú Straumberg svaraði, að Einn væri sá, er vernd- aði hann. Hún kvaðst ekki vera hræddari um hann, þegar hann væri um borð í skipi sínu, heldur en þó að hann væri á gangi á götunum í Straumstað. Síðan sneri hin góða frú Straumstað sér að litlu stúlkunni og sagðist vona að maðurinn sinn kæmi bráð- um heim. Það væri nefnilega dálítið úti um borð í Jakobi, sem henni mundi þykja gaman að sjá. Það væri þar Paradísarfugl. Barnið varð á augabragði óhemju hrifið: Hvað er það? spurði hún. — Það er fugl frá Paradís, svaraði frú Straumberg. — Selma hefur áreiðanlega heyrt ömmu sína tala um Paradís, sagði Brekku-Borga. Já, auðvitað. Nú mundi hún eftir því. Hún hafði hugsað sér að Paradísin væri svipuð rósarunnunum við vinstra gaflinn á Márbacka. Hún hafði þá einnig gert sér það ljóst, að eitthvert samband væri milli Paradísar og guðs, og hvernig sem á því stóð, fékk hún nú þá hugmynd, að sá sem verndaði bónda frú Straumberg, svo að hún gat verið jafn óhult um hann, er hann var um borð í Jakobi, eins og þegar hann var á gangi heima í Straumstað, það væri einmitt enginn ann- ar en Paradísarfuglinn. Hana langaði vissuleg mjög að finna þennan fugl. Hann gæti ef til vill hjálpað henni. Allir kenndu svo sárt í brjósti um pabba hennar og mömmu, af því að hún varð ekki heilbrigð. Og þessi líka dýra ferð, sem þau höfðu orðið að kosta til hennar vegna! Hún hefði fegin viljað spyrja Brekku-Borgu eða 4 frú Straumberg, hvort þær héldu, að Paradísarfuglim1 vildi gera eitthvað fyrir hana. En hún var of feimin til þess. Hún bjóst við, að þær mundu hlæja að sér. En hún gleymdi ekki þessu samtali. Á hverjum deg1 óskaði hún þess, að Jakob kæmi, svo að J-’aradísar- fuglinn gæti flogið í land. Og nokkrum dögum seinna var henni sagt, að Jakob væri í raun og veru kominn. — Það var mikill fögn- uður. En hún minntist ekki á það við nokkurn manii. Einhver hátíðleikablær hvíldi yfir þessu öllu í hennar augum. Hún minntist þess, hversu alvörugefin föður- amma hennar hafði verið, er hún talaði um Adam og Evu. Hún vildi ekki segja þeim Jóhanni og Önnu frá því, að um borð í Jakobi væri fugl frá Paradis, sem hún ætlaði að biðja um að lækna fótinn á sér. Nei, hún sagði ekki einu sinni Brekku-Borgu frá þvl- Það var merkilegt, að fuglinn skyldi ekki láta sja sig. í hvert sinn, er hún kom inn til frú Straumberg, bjóst hún við, að hann sæti þar í neríumtrjánum og væri að syngja. En það bólaði ekki á honum. Hún spurði Brekku-Borgu um þetta, en hún hélt, að hann væri enn um borð í Jakobi. — En Selma fær bráo- um að sjá hann. Liðsforinginn hefur sagt, að á morg' un eigum við öll að fara út í Jakob. Og Brekku-Borga hafði rétt fyrir sér. Straumberg ski])stjóri hafði varla verið heima heilan dag, er þeir voru orðnir mestu mátar skipstjórinn og liðsforingim1- Hvað eftir annað hafði hann farið út í Jakob, og þ°r undi hann sér harla vel. Nú stóð til að öll fjölskylúan fengi að sjá, hve vistlegt þar væri. Þegar lagt var af stað, var víst enginn, sem haf^1 gert sér neina hugmynd um, hvernig það væri, ao komast um borð í Jakob. Litla telpan veika hélt a<5 minnsta kosti að hann lægi við bryggjuna eins °o stóru gufuskipin. En það var nú eitthvað annað. Hann lá langt úti, og fólkið varð að fara niður í lítin'1 róðrarbát og láta róa með sig þangað. Og einkennileg1 var að sjá, að eftir því sem nær dró, óx Jakob, hækk- aði og stækkaði. Hann varð brátt til að sjá eins og fjall, og það sýndist ógerningur fyrir þá, sem v°rU í litla róðrarbátnum, að klifra upp í hann. Lovlsa föðursystir sagði það líka skýrt og skorinort, að það væri þetta háa skip, sem þau ætluðu upp U Þa gæti hún ekki komizt um borð. — Bíddu við, Lovísa, sagði liðsforinginn. Þú mun1 sjá, að þetta gengur betur en þú býst við. En Jómfn1 Lovísa lét þess getið, að hún gæti alveg eins vel reyn1 að klifa upp fánastöngina á Lágeyju. Hún liti svo a, að langbezt væri, 'að þau sneru við, sem allra fyrH- Frú Lagerlöf og Brekku-Borga voru báðar á sama máli og mæltu með því að snúið væri aftur. En Lagerlöf liðsforingi var þrár og vildi ekki láta NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.