Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 – meira fyrir áskrifendur Glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. ágúst Heilsa og lífstíll Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu Heilsa og lífstíll verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl haustið 2009. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is Meðal efnis verður : • Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum • Flott föt í ræktina • Andleg vellíðan • Afslöppun • Dekur • Svefn og þreyta • Matarræði • Skaðsemi reykinga • Fljótlegar og hollar uppskriftir • Líkaminn ræktaður heimafyrir • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „VIÐ myndum vilja að Evrópusam- bandið styrktist í norðri svo raddir norrænna þjóða verði öflugri innan sambandsins,“ segir Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, sem átti fund með Össuri Skarphéðins- syni utanríkisráðherra á fullveldis- degi Eista í gær. Paet segir að stuðningur almenn- ings í Eistlandi við ESB hafi aukist á þeim fimm árum sem liðin eru frá inngöngu Eista. „Aðeins 68% þjóð- arinnar kaus með aðild að ESB á sínum tíma, nú eftir fimm ára veru er stuðningurinn 84%,“ segir Paet. – En hvernig er andinn í þjóð- félaginu við þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi? „Merkilega góður. Þjóðin skilur í raun ástæður þeirra erfiðleika sem við erum í og hvað verður að gerast til að við komumst út úr þeim. Þjóðin hefur gengið í gegnum efna- hagserfiðleika síðustu tvo áratugi. Ástandið í dag er til dæmis ekki sambærilegt við það sem við geng- um í gegnum snemma á níunda ára- tugnum, um það leyti sem við end- urheimtum fullveldið,“ segir Paet. „En auðvitað er erfitt fyrir fólk að missa vinnuna eða geta ekki greitt lánin. Andrúmsloftið er þó ekki of neikvætt, það ríkir von um að á næsta ári verði hlutirnir farnir að lagast,“ segir Paet. „Það lítur út fyrir að nú höfum við náð botninum en spurningin er hversu lengi við verðum þar og hlutirnir fari að færast upp á við,“ segir Paet. „En á liðnum tveimur mánuðum hafa horfurnar verið betri en fyrstu tvo mánuði ársins svo stöðugleiki virðist vera að nást,“ segir Paet. – Hvers vegna eru bestu horf- urnar meðal Eystrasaltsríkjanna í Eistlandi? „Ein ástæðan er sú að meðan á góðærinu stóð lögðum við fyrir af hagnaðinum. Nú á erfiðistímum höfum við þurft að nota sjóðina en þeir hafa á margan hátt gert okkur hlutina auðveldari en fyrir ná- grannaríkin,“ segir Paet. Hann segir yfirvöld einblína á fjárfestingar og útflutning til að rétta efnahagslífið við. „Fyrir lítil hagkerfi eins og Eistland eru út- flutningur og fjárfestingar mjög mikilvæg. Hingað til hefur 80% út- flutnings okkar farið til annarra ESB-landa, 10% til Rússlands, 5% til Bandaríkjanna og aðeins 5% á önnur svæði. Í efnahagskreppunni hafa allir útflutningsmarkaðir okk- ar átt í erfiðleikum. Svo nú þegar tekur að birta verða fyrirtæki okk- ar að gæta að aukinni fjölbreytni og finna markaði í Asíu og víðar,“ seg- ir Paet. – Hvernig hefur gengið að vinna að upptöku evrunnar? „Upp og ofan. Við ætlum okkur að taka upp evruna því hún mun gefa okkur jákvæðari stöðu gagn- vart fjárfestum og meira traust á hagkerfið. Fyrir efnahagskreppuna var mikil verðbólga helsta fyrir- staða evruupptökunnar. Í dag bú- um við hinsvegar við verðhjöðnun. Fjárlagahallinn er aðalvandinn nú og í ár höfum við þegar skorið rík- isfjárlögin þrisvar niður og munum þurfa að gera það á ný. Við erum því nálægt því að uppfylla skilyrði varðandi fjárlögin og vonumst til að hafa fengið evruna til Eistlands árið 2011 eða 2012,“ segir Paet. Hafa náð botninum og vilja nú upp á við Almenningur í Eistlandi tekur kreppunni með jafnaðargeði Morgunblaðið/Heiddi Vongóður Urmas Paet er vongóður um að Eistar taki upp evru árið 2011. Í HNOTSKURN »Eistland gekk í ESB ogNATO árið 2004. »Verg landsframleiðsla íEistlandi dróst saman um 16,6% á öðrum fjórðungi árs- ins miðað við í fyrra en nokkuð hefur hægt á samdrættinum. »13,5% atvinnuleysi er íEistlandi en fyrir ári var það 4%. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÁKVÖRÐUNIN um lán var mjög mikilvæg því við trú- um af öllum hug á samstöðu norrænna þjóða. Íslend- ingar virðast vinna að því að uppfylla skilyrði lánsins svo við höfum ekki yfir neinu að kvarta á þessu stigi,“ segir Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands. Hann vonast til að ákvörðun verði senn tekin á Alþingi vegna Icesave-skuldbindinganna þar sem vissulega tengist þau mál lánveitingum Norðurlandanna. „Ég las grein forsætisráðherra ykkar í Financial Times og þótti hún mjög góð og okkur þykir mikilvægt að boltinn fari að rúlla á Íslandi,“ segir Stubb. „Hægt er að segja að þetta sé einskonar þríhyrningur, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Icesave og lán Norðurlandanna. Takast verður á við vissar skuldbindingar í þeim pakka og ég er vongóður um að á því finnist lausn.“ Röddin heyrist betur fyrir innan en utan Stubb segist mjög ánægður með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Því fyrr sem Ísland fær aðild að Evrópusambandinu því betra,“ segir Stubb. „Snjallar raddir heyrast alltaf,“ segir Stubb aðspurður um hvort rödd Íslands muni kafna innan ESB. „Rödd ykkar heyr- ist mun betur fyrir innan en utan. Nú þegar á stór hluti löggjafar ykkar rætur innan sambandsins en þið sitjið ekki við borðið þegar ákvarðanir eru teknar. En leiðin er löng. Það tók nærri þrjú ár frá því að Finnland lagði inn umsókn og þar til það var orðið aðild- arríki. 350 síðna spurningalistinn sem framkvæmda- stjórnin sendir mun reyna á stjórnsýsluna og það verður erfitt,“ segir Stubb. – Mun Finnland veita Íslendingum lið? „Við myndum gera það með ánægju og ég tel það mjög mikilvægt. Við munum ræða hvernig við getum hjálpað og ég útiloka ekki að við sendum mann úr utanríkisráðu- neytinu til að aðstoða við tæknileg atriði því ég held að íslenska stjórnsýslan muni eiga fullt í fangi með þetta,“ segir Stubb. „Það sem er mikilvægt er samstaða um aðildarviðræð- urnar. Í Finnlandi voru allir helstu flokkar að baki um- sókninni auk verkalýðsfélaga og iðnaðarins og það skap- aði jákvætt andrúmsloft. Því við samninga á maður við óvin að etja og í þessu tilfelli er það framkvæmdastjórn- in. Samstaða er því mikilvæg til að ná góðri niðurstöðu.“ – Sérðu möguleika á sérlausnum í sjávarútvegi og landbúnaði? „Já, en þess verður að gæta að vera ekki með of miklar væntingar. Doktorsritgerðin mín fjallaði um möguleika ólíkra landa til að gera ólíka hluti á ólíkum tímum innan sambandsins. Allskyns fyrirkomulag hefur verið notað í sögu ESB. Vandinn fyrir Ísland jafnt og öll umsóknar- ríki er hinsvegar að fimm málaflokkar lúta sameiginlegu valdsviði og þar á meðal eru landbúnaður og sjávar- útvegur.“ „Snjallar raddir heyrast“ Utanríkisráðherra Finna segir samstöðu lykil að góðri niðurstöðu í samningaviðræðum við Evrópusambandið Morgunblaðið/Heiddi Bjartsýnn Stubb segir leiðina í ESB stranga en færa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.