Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Flug Hljóðfæri Dúndurtilboð Kassagítarar: 1/4 stærð kr. 10.900 pakkinn með poka, strengjasetti og stilliflautu. 1/2 stærð kr. 7.900. Full stærð kr. 12.900. 3/4 kr. 10.900. 4/4 kr. 12.900. Rafmagnsgítarpakkar frá kr. 39.900. Hljómborð frá kr. 8.900. Trommusett kr. 79.900 með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125. www.gitarinn.is Húsnæði óskast Garðabær: hús óskast til leigu Fjölskyldu, sem er að flytja til lands- ins, vantar einbýlis- eða parhús til leigu í Garðabæ. Öruggum greiðslum heitið og tryggingar í boði. sunnasig@hotmail.com Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Þjónusta Málarar getum bætt við okkur inni- og útivinnu, einnig parketlagnir. Uppl. í síma 893 4180. Ýmislegt Teg. 7204 - mjúkur og æðislegur í BCD skálum á kr. 3.950,- boxer buxur í stíl á kr. 1.950,-, Teg. 82115 - mjög gott aðhald í CDE skálum á kr. 3.950,- boxer buxur í stíl á kr. 1.950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bátar Skemmtibátur, gott dekkpláss Í bátnum er nýtt AIS-tæki, ný talstöð ásamt dýptarmæli og radar. 40 hest- afla vél með nýjum startara, altana- tor og m.fl. Uppl. í síma 894 3117. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 KRINGLUBÓN ekið inn stóri- litli turn. Opið mán.-fös. 8-18, lau. 10-18. S. 534 2455 GÆÐABÓN Hafnarfirði bílakj. Firðinum (undir verslunarm.) Opið mán.-fös. 8-18. S. 555 3766 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái og leðurhreinsun Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Raðauglýsingar Tilboð/Útboð Lóðir & lagnir Einn verktaki í allt verkið Tökum að okkur verk fyrir fyrirtæki, stofnanir, húsfélög og einstaklinga. Dren, skolp- lagnir, hellulagnir, lóðafrágangur, jarðvegs- skipti, snjóbræðslulagnir, grunnar, fleyganir, vörubílar og allt frá smágröfum til stærri tækja og fleira. Gerum föst verðtilboð. Guðjón, sími 897 2288. MÍMIR 6009100519 III°  HEKLA 6009100519 VI Félagslíf atvinna ✝ Sigurður Frið-geir Jóhannsson fæddist í Neðri- Breiðadal í Önund- arfirði 24. mars 1931. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Jón Hil- aríus Jónsson, f. 14.5. 1901 í Neðri- Breiðadal í Önund- arfirði, d. 1.9. 1963, og Sigurlaug Jó- hannsdóttir, f. 7.6. 1907 á Hóli í Þorgeirsfirði í Fjörðum, d. 28.12. 2003. Systkini Sigurðar eru Jó- hann Jón, f. 9.11. 1929, Magnús Gunnar, f. 18.10. 1933, Margrét Hildur, f. 23.3. 1935, Svanfríður Bjarney, f. 25.7. 1936, d. 4.3. 2009, Friðgerður Lilja, f. 10.6. 1942, Önundur Ingi, f. 7. 11. 1945, og Sigríður Ásdís, f. 18.11. 1948. Börn þeirra eru Jóhann Ingi, f. 1984, Tómas Aron, f. 1986, og Berglind Sif, f. 1990. 3) Heiðdís, f. 7.9. 1965, gift Sigvalda S. Ein- arssyni, f. 31.1. 1965. Synir þeirra eru Þórður Karl, f. 1991, og Er- lingur, f. 2000. 4) Heiðrún, f. 8.10. 1971. Dætur hennar eru Snædís Inga, f. 1995, og Sara Bryndís, f. 2004. Sigurður ólst upp frá þriggja ára aldri á Selakirkjubóli í Önundarfirði hjá föðurforeldrum sínum, Jóni Jónssyni, f. 5.4. 1876, d. 17.4. 1960, og Friðgerði Sig- urlínu Jóhannsdóttur, f. 10.6. 1876, d. 12.1. 1962. Sigurður flutti síðan 16 ára til foreldra sinna í Hrísey og stundaði sjóróðra með pabba sínum frá Hrísey og vann í síldinni á Hjalteyri á sumrin. Hann tók gagnfræðapróf frá Hér- aðsskólanum á Laugum í Reykja- dal 1950. Sigurður flutti árið 1951 í Mosfellssveit og starfaði nokkur ár við Áburðarverksmiðjuna. Eft- ir að hann kvænist Svövu fluttu þau til Reykjavíkur. Hann fékk heildsöluleyfi árið 1954 og starf- aði við heildverslun alla sína starfsævi. Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. október, og hefst athöfnin kl. 13. Hinn 24.7. 1954 kvæntist Sigurður Svövu Steinunni Ingimundardóttur, f. 12.9. 1932 á Hrísbrú í Mosfellsdal. For- eldrar hennar voru Ingimundur Ámundason, f. 6.5. 1896, d. 13.1. 1979, og Elínborg Andr- ésdóttir, f. 3.6. 1900, d. 22.3. 1995. Sig- urður og Svava eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Elínborg, f. 24.10. 1953, gift Sigurbirni Leifi Bjarnasyni, f. 24.4. 1954, d. 2.5. 1991. Börn þeirra eru Svava Björg, f. 1971, Eva f. 1977, Sig- urður Bjarni, f. 1980, og Sig- urbjörg, f. 1983. Barnabörn þeirra eru tvö, Alexander Leifur, f. 1991, og Svanhildur Ýr, f. 2002. 2) Jón Ingi, f. 25.3. 1961, kvæntur Lindu Jóhannsdóttur, f. 8.6. 1965. Þau eru mörg minningabrotin sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um pabba. Fyrsta minning mín frá æsku er þegar ég hleyp á móti pabba í sveitinni hjá Möggu frænku, en hann var að koma með rútunni og labbaði eftir vegarslóðanum að bæn- um, örugglega með eitthvað góðgæti í töskunni. Pabbi elskaði bækur og því voru margar ferðirnar með hon- um í fornbókabúðirnar og bókasafn- ið. Ég man líka eftir eftirvænting- unni á aðfangadag þegar maður fékk jólapakka frá Bókastúfi og var pakk- inn merktur með merkimiða með skriftinni hans pabba. Hann hélt þeim sið í mörg ár að gefa mér bók í jólagjöf, enda finnst mér eitthvað vanta ef engin bók kemur upp úr jólapökkunum. Við yngri systurnar eigum líka nöfnin okkar honum að þakka því að daginn áður en átti að skíra mig þá dreymdi hann draum og í honum birtust tvö nöfn, Heiðdís og Heiðrún, mamma féll fyrir þessu og pabbi fékk að ráða nöfnin á okkur. Pabbi var sá eini sem gaf mér gælunafn þegar ég var lítil og notaði hann það oftast þegar við vorum bara tvö sam- an. Ég var þá Dísin hans og fannst það vera eitthvað sem pabbi hefði einkarétt á að kalla mig og því kom alltaf svipur á mig þegar einhver annar reyndi að kalla mig Dísu. Pabbi var rólegur og hæglátur maður og fannst gaman að stússast einn með bækurnar sínar, plöturnar, fyrstadags umslögin, frímerkin, geisladiskana og krossgáturnar. Hann var gangandi alfræðiorðabók og gæddum þeim einstaka hæfilega að muna allt sem hann las. Hann var ekki gefinn fyrir já og nei svör, elsk- aði útúrsnúninga og orðaleiki þannig að það gat tekið ár að spyrja hann að einhverju sérstaklega þegar ég var unglingur og hafði ekki mikla þol- inmæði fyrir þessum eiginleikum. Ég vildi óska þess að maður hefði skrifað niður öll þessi skemmtilegu orð sem hann bjó til. Ég man eftir því að þegar ég var ólétt að frum- burðinum, Þórði Karli, þá spurði pabbi mig alltaf hvernig kúlubúinn hefði það. Ég á enn spjald sem við festum á dyrabjölluna á Öldugötu þar sem skrifað var „Kúlubúi Sig- valdason“ . Það hefur verið erfitt að upplifa síðustu árin með pabba þegar heils- an hrakaði, mér fannst sárast þegar hann gat ekki lengur ráðið krossgát- una og lesið bækurnar sínar. Tíminn eftir að pabbi og mamma fluttu til okkar í Melselið hefur verið ómet- anlegur, áttum við pabbi oft góðar stundir innan um bækurnar hans að leysa saman krossgátur, því að með lagni og þolinmæði þá náði maður að fá hann til að muna eftir ótrúlegum hlutum þrátt fyrir sín veikindi. Eig- inleiki hans að vera með orðaleiki hvarf heldur aldrei. Ég veit að núna ertu kominn á góðan stað, ert í þínu besta formi að rýna í bækur og blöð og að glettast við Svönu frænku. Ég vona að þú sendir mér hugskeyti þegar ég reyni næst að leysa helgarkrossgátuna og smakka rauðvínið sem við náðum ekki að drekka saman. Dísin þín, Heiðdís. Sigurður Friðgeir Jóhannsson Elsku afi, þú varst alltafbesti afi sem ég hef átt. Það var gaman að spila við þig ól- sen ólsen, veiðimann og lönguvitleysu. Þú kenndir mér líka að leggja kapal. Stundum fórum við út að labba í kringum Melsel og þú bentir á fuglana og sagðir mér hvað þeir hétu. Ég sakna þín og mun aldrei gleyma þér. Þinn, Erlingur. Því hvert sem ég fer fylgir hann mér, ég finn hann hvar sem mig rek- ur. En farinn hann er – hvað hann var eða hver – hans mynd frá mér engin tekur. (Sigríður Einars.) Í dag kveð ég afa minn með djúpum söknuði. Þín, Snædís Inga. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsing- ar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónar- menn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.