Organistablaðið - 01.11.1970, Page 36

Organistablaðið - 01.11.1970, Page 36
SAGT UM HANDEL Handel er eini maðurinn, sem mig langar til að sjú áður en ég dey, og sem ég vildi gjarnan vera ef ég væri ekki Bach. J. S. Bach. Lærið af honum að liafa mikil áhrif með einföldum ráðum. Becthovcn. Sé Bach fimmti guðspjallamaðurinn )>á er Handel einn meðal stóru spámanna Gamla testamentisins. Hann kom á erfiðum timuin og varð hinn mikli tónlistai maður ensku þjóðarinnar. Curl Allan Moberg. Hándel sagði, þegar leið að ævikveldi: „Eg vildi óska, að ég fengi aö deyja á föstudaginn langa i von um að fá að koma til Guðs míns, míns milda herra og frelsara á upprisudegi hans.“ Og hann fékk ósk sína uppfyllta. Hann lét einn af þjónum sínum lesa 91. sálm Davíðs og 1. Kor. 15. kap. og auk þess uppá- haldssálm móður sinnar:— ,,/c/i bin gewiss in meincm Gluube, der micli in Christum einverleibt“. Hann dó á föstudaginn langa 1759. Pípuorgel í GarSakirkju Sunnudaginn 18. oktöber s.l. var hluli nýs pípuorgels tekinn í notkun í Garðakirkju á Álftanesi. Orgelið, sem fullgert telur 13 raddir i þrcmur verk'hlutum, (Swell- verk, I. man., Riickpositiv II. man. og Pedal) var smíðað þannig, að við það má bæta í áföngum, unz allri smíðinni er lokið. Sá 'hluti orgelsins, sem tckinn var í notkun er „Riickpositiv“" ásamt fullbúnu og sam'engdu hljómborðinu. Raddskipanin er þessi: Gedakt 8’ Quintatön 8’ Nachthorn 4’ Prinzipal 2’ Terzian 21 ásamt sveifluvaka (Tremulant). Hljóðfærið er smíðað í orgclsmiðju Steinmeyers & Co. í Bæjaralandi, og er valin smíð hvar scm á er litið. Uppsetningu þess í kirkjuna og hljómstillingu annaðist Walter Friedrich orgelsmíðameistari. J 36 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.