Organistablaðið - 01.10.1973, Qupperneq 2

Organistablaðið - 01.10.1973, Qupperneq 2
AFMÆLISKVEÐ J A Dr. Páll ísólfsson, fyrsti formaður og heiðurs- félagi í Félagi ísl. organleikara, verður áttræður 12. októher. Með dr. Páli ísólfssyni nam orgelleikur í sinni fullu stœrð land á íslandi og með kennslu sinni og hljómleikum hefur hann mótað flesta þá organleik- ara, sem eru þess umkomnir að leika á fullbúið orgel, auk fjölda annarra. Starfssaga Páls ísólfssonar er svo nátengd og samslungin íslenskri tónlistarsögu, á fyrri hluta þessarar aldar, að þar verður tæplega greint á milli. Enginn einn maður annar hefur haft jafn- víðtœk áhrif á uppbyggingu íslensks tónlistarlífs, sem hann, og er þá sama hvort litið er á hinn kirkjulega eða veraldlega þátt. Þegar dr. Páll kom heim frá námi og tók til starfa, urðu þáttaskil í íslenskri menningarsögu. Það var fyrst og fremst hans verk að við eignuð- umst hlutdeild í mesta undri tónlislarsögunnar, ævistarfi Joh. Seb. Bach, svo eitt sé nefnt. Nú eiga Islendingar marga snjalla organleikara, sem eru fullkomlega færir um að flytja okkur þau verk, gömul og ný sem liafa verið samin fyrir drottningu hljóðfæranna, orgelið, en sú breidd, sá myndugleiki, og það vald, sem dr. Páll átti í sín- um organleik, mun seint endurtaka sig. íslenskir organleikarar liylla sinn áttræða frum- herja á þessum tímamótum, og senda honum og fjölskyldu hans heilla-, og blessunaróskir. 2 OKGANISTABLAÐlÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.