Organistablaðið - 01.10.1973, Side 3

Organistablaðið - 01.10.1973, Side 3
THOMANERKÓRINN í LEIPZIG Thomanerkórinn í Leipzig er ævagömul stoínun, en liann var stofnaður árið' 1212. Kórinn hefur ávallt haft á að skipa frábærum starfskröftum og má )mr nefna J. S. Bach, er varð Thomaskantor árið 1723. Það var nú í septemberbyrjun að við þrir, Ágúst Þorláksson, Jón Stefánsson og undirritaður, fórum í kynnisför til Lcipzig í von um að sjá, heyra og kynnast starfi þessa göfuga kórs. Sérstakt andrúms- loft hefur myndast í Leipzig vegna Tómasarkirkjunnar, Thomaner- kórsins og tilveru Bach í þessari borg. Einnig var okkur hugsað til frásagna Páls Isólfssonar, er hann sjálfur sprangaði þarna um árið 1913 eða fyrir réttum 60 árum. Öll þau áhrif liggja í loftinu og 'fylgja hvert sent maður fer, hvort sem er í Auerbadhskeller eða þá við bjartan sönginn í Tómasarkirkjunni. Við 'heyrðum kórinn þar í fyrsta sinn opinberlega á föstudagskvöldi um það leyti er kvöld- sólin breiddi geisla öína yfir borgina og kyrrð færðist yfir. „Veröld sem var“ er hér enn, -— þráðurinn hefur enn ekki slitnað. Ur miklum fjölda árlegra umsækjenda víðsvegar að eru aðeins nokkrir valdir í kórinn. Nú í haust voru iþeir 12, sem til greina komu af 70, sem sérstaklega voru valdir og undirbúnir fyrir inntökupróf. Eftir að iþeir koma í lieimavistina, iþar sem þeir stunda bæði barna- og framhaldsskólanám, byrjar hjá þeim nýtt líf og getur gengið á ýmsu, en þrátt fyrir mikið starf og nám eru margir haldnir heimþrá og tekur þá tíma að venjast nýju umhverfi og lifnaðarháttum, enda ern iþeir aðeins 9 eða 10 ára er þeir byrja. Námið felst í raddbeit- ingu og söng af nótum, allir læra á eitthvert hljóðfæri (píanó) og svo eru daglegar æfingar í kórnum. Höfuðvandamál drengjaraddanna nú í dag er, að drengir fara tveim árum fyrr í mútur en vanalegt var áður fyrr. Meðan raddbreyt- ingin á sér stað hætta 'þeir kórsöngnum í þrjá eða sex mánuði eða jafnvel upp í ár, en halda samt áfram öðru námi í skólanum. I radd- beitingunni vinnur þá kennarinn að því, að f-leyta þeim með var- færni yfir í dýpri raddir. Þá byria þeir i tenór, 'bariton eða bassa. Frá þessum röddum heyrðum við einhvern hinn fegursta karlakórs- söng, sem ég minnist að ’hafa heyrt, enda var hér um að ræða frá- ORGANISTABLADIÐ 3

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.