Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 8
aðra orgel frá Kemper & Soilin i Þýskalandi fyrir kr. 230.000,00. Var uppsetningu ij>ess lokið 26. nóv. 1958 og hefur reynst með ágæturo. / sóknarnefnd. í júlí 1920 fór fram kosning 3ja manna í sóknarnefnd og var fyrstur kosinn Jónas Tómasson. Nokkrum dögum síðar var honum falið að gegna störfum gjaldkera. Síðar gegndi hann svo störfum for- manns og rilara. Hlóðust þá á hann margvísleg störf, sem oflangt yrði upp að te’Ija. Jónas var fús til starfa og flest verk fóru lionum vel úr hendi. Varð hann er frá leið nokkurs konar framkvæmdastjóri kirkjunnar. — Af 66 fundum, sem (halldnir voru í sóknarnefndinni á árunum 1954—1966, sat Jónas 60 og Jiar af voru 28 haldnir á heim- ili hans. Hann var jafnan kosinn til að mæta á kirkjuþingum í Reykja- vfk og einnig á kirkjufundum Vestfjarða. Hann kom því til leiðar að farið var að greiða söngfólki ákveðin laun fyrir að mæta. Hafði forgöngu um fjölmarga kirkjutónleika, en ágóði af þeim rann jafnan til kirkjunnar, oftast í orgelsjóð. Hann fékk samjjykkt að keyptur var St’einweg-flygill til notkunar við kirkjutónleika og lagði til að byggt yrði skrúðhús við kirkjuna. Þá lýsti liann iþvS yfir, að ný kirkju- bygging væri sitt markmið. Söngmálastörf. Á kirkjuþingi reifaði ihann tillögu um að stofna jöfnunarsjóð til bættra launakjara organiijta kirknanna. Hann átti frumkvæði að stofn- un „Samlbands vee'firskra kirkjukóra“, var lengst af formaður þess og stóð fyrir söngmóli j>ess á ísafirði 27.—29. maf 1948. Einnig átti haon mestan þátt í stofnun Karlákórs Isafjarðar 1922 og Sunnukórs- ins 1934. Einnig að stofnun Tónlh'arfélags lsafjarðar og tónlistar- skóla á þess vegum 1948. Hann var lengi í sjórn Sambands ísl. karla- kóra, einnig Landssamibands blandaðra kóra og Kirkjukórasambands íslands. Hann vann að j>ví árið 1925, ásamt sóknarpresti, að fá Sig- urð Birkis til að leiðbeina í radd'beitingu og raddþjálfun söngfólks á Isafirði og fór sú kennsla þá fram á beimili Jónasar. Sigurður kom svo aftur síðar og auk j>ess kenndi frú Jóhanna Jobnsen raddbeit- ingu. Jónas fór með kórunum sem stjórnandi víða um Vesitfirði, einnig nokkrum sinnum til Reykjavlíkur og nágrennis og um Norður- Iand 1949. Árið 1957 var ládeyða í söngmálum Veistmannaeyinga. Brá Jónas sér þá til Eyja, blés lifsanda í Vestmannakór og hélt samsöng. Árið 1959 bélt ’hann til Reykjavíkur og ihafði hug á að 8 ORGANISTABLAMÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.