Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 9
kynna þar nokkur af sálmalögum sínum og orgelverkum. Tryggði hann sér aðstoð dr. Páls Isólfssonar og Ingvars sonar síns, fiðlu- ieikara, og auk þess fékk hann um 50 manns úr kirkjukórunum í Reykjavík tí 1 liðs við sig. Tónleikarnir fóru fram í Dómkirkjnni í Heykjavík og 'þóttu takast vel þrátt fyrir stuttan undirbúningstiíma. Hann sá um söng á fjöhnörguim skemmtisamkomum bæjarbúa og á útisamkomum þeirra, vaidi oftast lögin og raddsetti þau stundum eða breytti raddsetningu. Síðast en ékki siíst stóð hann fyrir því að ráða ágætan mann, Iiagnar H. Ragnar, eftirmann sinn í tónlistar- málum ísfirðinga og skólastjóra tónlistarekólans á Isafirði. Önnur áhugamál. Jónas sat um tíma í bæjarstjórn Isafjarðar fyrir Alþýðuflokkinn og vann þá í nefndum þar. Var m. a. í skattanefnd og sáttasemjari um margra ára skeið. Hann var alia sína tíð máttarstólpi Góðtempl- arareglunnar á Isafirði og sat á mörgum Stórstúkulþingum. Þegar Prentsmiðja Vesturlands varð að hætta störfum vegna fjárskorts árið 1933 og til stóð að selja eignir hennar úr bænum, keypti Jónas prentsmiðjurnar á Isafirði og sameinaði þær undir nafninu „Prent- stofan Isrún“. Síðar var fyrirtækið gert að hlutafélagi í því skyni að auka starfsemi þess og afla því nýrra tækja samkvæmt kröfum tímans. LagasmíS. Þrátt fyrir öll þessi etörf — og mörg fleiri — tókst Jónasi að semja fjölda margs konar tónverka. í mörgum tilvikum hefur hann þar 'fært góð ijóð í fallegan búning. Ymist er þar léttur, hlýr, hug- ijúfur biær, — raunalegur, þunglyndislegur niður — eða stormur, þar sem strengleikar sky.ldu rjúfa „himins há hvolfþökin blá“. Jónas lauk við að búa Iög sín undir prentun áður en hann kvaddi. Þau kornu út á árunum 1951—1962 í 4 heftum: Strengja- stef I. og II. 1951 og 1956, samtals 72 lög. Helgistef — 20 sálmalög og 15 orgelverk — 1958 og slíðast Strengleikar, 21 lag við Ijóðaflokk Guðm. Guðmundssonar, 1962. Þá komu út tvö hefti 1959 og 1961: Stefjalhreimar I. og II., með 22 lögum, er Jónas hafði valið, raddsett mörg þeirra og samið tvö. Til gamans má geta þess, að fremst í Stefjahreimum II. er lag eftir Petfínu Halldórsdóttur, er nefnist: „Syng mig heim“. Er Iþað við 'ljóð elftir Maríu G. Árnason, en raddsett af Jónasi. Hafði hann heyrt ú skotspónum að kona þessi ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.