Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 26

Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 26
Samsöngur allra kirkjukóra í prófastsdæminu vegna 40 ára afmælis Kirkjukórasambandsins er fyrirhugaður í Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 23. mars 1991 kl. 16.00. Tónlistarnefnd Borgarfjarðarprófastsdæmis er nú á þriðja starfsári og hefur hún stuðlað að árlegum tónlistarflutningi í prestaköllum prófastsdæmisins. í nefndinni sitja organistarnir Kristjana Höskulds- dóttir, Hannes Baldursson og Jón Ólafur Sigurðsson. Samantekið af JÓS o.fl. Fréttir af kórum í Snæfellsness- og Dalaprófasts- dæmi Víða virðist vera blómlegt sönglíf meðal kirkjukóranna í prófatsdæminu og er unnið mikið og gott starf til uppbyggingar og menningarauka. Halldór Þórðarson á Breiðabólstað segist æfa vikulega og undirbúa söng fyrir Þorrablót og Jörfagleði og fyrirhuguð er söngferð í júní. Kjartan Eggertsson í Búðardal hyggst ekki undirbúa samsöng í vor vegna fólksfæðar, en æfir hefðbundinn kirkjusöng vikulega. Kór Stykkishólmskirkju starfar undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur. Æfingar eru vikulega. Ekki er stefnt á sérstaka tónleika í vor, en í undir- búningi er að koma fram á Vorvöku og fyrirhuguð er ferð í Húnavatns- sýslu að syngja á árshátíð í boði Lóuþrælanna þar. Friðrik V. Stefánsson í Grundarfirði segist æfa einu sinni til tvisvar í viku og stefna á tónleika á sumardaginn fyrsta þar sem m.a. Mozart og Cesari Frank verða gerð skil. Fyrirhuguð er ferð til Ytri-Njarðvíkur í mars að syngja í kirkjunni þar. Helgi Kristjánsson kórstjóri við Ólafsvíkurkirkju segist æfa einu sinni til tvisvar í viku og í undirbúningi eru tónleikar í vor. Kay Wiggs á Hellissandi segist vera óráðin með tónleika í vor, en æfingar eru vikulega. Kórastarfið í dreifbýlinu í prófastsdæminu er ekki í eins föstum farvegi og í þorpunum, en er fólgið í því að annast kirkjusöng eftir ástæðum, en fámenni veldur baga. 26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.