Organistablaðið - 01.03.1995, Qupperneq 22

Organistablaðið - 01.03.1995, Qupperneq 22
Dr. Orthulf Prunner Lokaritgerð Dr. Orthulf Prunner vegna náms við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Ritgerðin heitir „Die Orgellandschaft Islands von den Anfángen bis zur Gegenwart“, „Orgellandslag íslands frá byrjun til nútíðar". Með hugmyndinni „Orgellandslag" er átt við að orgel sem eru staðsett á áveðnum stað, mynda menningarlegt landslag, eins og landslag er myndað úr fjöllum, hæðum o.s.frv. er orgellandslag myndað úr orgelum. Þetta „landslag" er breytanlegt og gefur innsæi í ýmsa þætti menningarlífsins á við- komandi tíma. Þess vegna er nauðsynlegt að deila tímanum niður í tímabil sem afmörkuð eru af mikilvægum eða áberandi hljóðfærum (sem heimildir segja til um eða sem eru til í raun og veru). Þannic ER EÐLILEGT AÐ AFMARKA TÍMABIL í EFTIR- FARANDI KAFLASKIPTINCU I 1 . KAF L I 1329 (elsta heimild um orgel á íslandi, þ.e.a.s. orgel Arngríms Brandssonar) til 1926 (elsta orgel á íslandi sem er í notkun. Orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík). 2 . K A F L I 1926 til 1950 (orgelið í Landakotskirkju sem er enn þann dag í dag meðal merkustu hljóðfæra Iandsins). 3 . K A F L I 1950 til 1961 (orgel Akureyrarkirkju). 4 . K A F L I 1961 til 1992 (orgel Hallgrímskirkju í Reykjavík). 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.