SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 22
22 29. nóvember 2009 Á slóð hrefnunnar Blaðamaður fylgdist með líf- inu um borð í hrefnubátnum Jóhönnu í fyrsta „búmtúr“ vertíðarinnar, enda gafst nóg svigrúm til skrafs við áhöfn- ina. En ljósmyndirnar eru frá túrnum vikuna áður og þær segja sína sögu. É g hafði svo miklar áhyggjur af þér, að ég kom með nestisbox,“ segir mamman ofurelskulega við stálpaðan pilt á bryggjunni. Svo brosir hún og veit sem er, að þetta fer óstjórnlega í taug- arnar á syninum. Svo stekkur hann um borð í snurvoð- arbátinn Jóhönnu, en framundan er sigling á hrefnu- slóðum. „Það spáir verra á morgun,“ segir skipstjórinn Karl Þór Baldvinsson skipstjóri. Þá veit maður að fólk býr við óhamda náttúru, að spáð er í veðrið. „Við tökum tvær ef það er útlit fyrir brælu.“ Hvalaskoðun Þetta reynist vera síðasti hrefnuveiðitúrinn, en alls veidd- ust 67 hrefnur á Jóhönnu í sumar. Af því fóru um 60 tonn á innanlandsmarkað, en um 11-12 tonn fara til Japans. „Neyslan hefur aukist mikið innanlands,“ segir Karl Þór. „Yngri kynslóðirnar eru að koma sterkar inn á grillmark- aðinn. Þetta var mest selda kjötið í Krónunni nokkrar vikur í sumar. Veitingahús hafa líka bætt hrefnu á mat- seðilinn hjá sér og hún er vinsæl hjá útlendingum. Það helst í hendur við aukninguna í hvalaskoðun.“ Feðgarnir Úlfar Eysteinsson og Stefán sonur hans af Þremur frökkum eru með í för og hefur Stefán tekið að sér að elda plokkfiskinn. „Við fáum haug úr hvalaskoðuninni beint í hvalkjötið hjá okkur,“ segir hann. „Það er hægt að matreiða hrefnuna hvernig sem er,“ bætir Úlfar við. „Við höfum grillað hana, borðað hana sem súshí, gert gúllas og lagað Bolognese-spagettí. En kúnstin er alltaf sú sama – aldrei að fullelda hana. Það á við um öll sjávarspendýr og fugla. Maður borðar þá léttsteikta. Ef kjötið verður gráleitt, þá þarf að halda áfram að sjóða það í einn og hálfan tíma. Hvalur verður seigur og þurr ef hann er fulleldaður. Þess vegna er hann bestur bleikur.“ – Sagðirðu ekki einhvern tíma að þumalputtareglan væri 38 sekúndur á annarri hlið á grillinu og 32 á hinni? spyr blaðamaður. „Jú, jú, það passar,“ segir hann og hlær. „Að vísu voru það 36 sekúndur á fyrri hliðinni. En það breytir ekki miklu. Það verður að segja þetta þannig að fólk skilji það. Ef ég hefði sagt hálfa mínútu á hvorri hlið, þá hefði eng- inn fest það í minni.“ – Hvað eru þá sneiðarnar þykkar? „Það er miðað við sentímetra. Svo er hægt að matreiða hlussustykki, brúna það á pönnu og setja í ofn í 7-8 mín- útur.“ Úlfar lítur út um gluggann. „Jæja, nú förum við að sjá eitthvað. Það er kominn fugl. Og rigning.“ Hrefnan Það reynist úfnari sjór en á horfðist. Og þá er erfitt að fylgja hrefnunum eftir. Í raun er aðferðin við veiðarnar er sú sama og á nítjándu öld. Það er maður uppi í mastrinu á útkíkkinu og ef hann sér hrefnu blása, stökkva eða velta sér, þá kallar hann til skipstjórans sem stímir þangað. Þegar sést til hrefnunnar í annað skipti hafa menn átt- að sig á hvaða stefnu hún tekur og sigla í kjölfarið. Ef vel tekst til er hún í skotfæri þegar hún kemur næst upp á yf- irborðið, en oft stendur eltingarleikurinn lengi yfir. En í úfnum sjó er erfiðara að fylgjast með því hvar hrefnunni skýtur upp aftur og átta sig á stefnunni. Einfaldlega vegna þess að hún sést illa. Þess vegna er sjaldnast farið út nema við kjöraðstæður og helst í lygnum sjó. Það eru því áhyggjuhrukkur á enni skipstjórans. En umræðurnar eru áfram fjörugar í stýrishúsinu og þar kveður nokkuð að Úlfari, sem nefndur hefur verið sendiherra hvalsins og státar af því að hafa gefið hálfri Veiðar Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Arnar Þór Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.