SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 28
28 29. nóvember 2009 Eftirlíking af þrælaskipinu Zong á Tha- mes-ánni í London fyrir nokkrum árum. Í byrjun september 1781 lagði breska þrælaskipið Zong úr höfn í Afríku sem leið lá til Jamaíka. Sigl- ingin sóttist hægt vegna óhagstæðra vinda, meintra klaufalegra siglingahátta og þeirrar ein- földu staðreyndar að alltof margir þrælar voru um borð. 29. nóvember var svo komið að sextíu þrælar og sjö úr áhöfn skipsins höfðu týnt lífi vegna vannæringar og sjúkdóma. Skipstjóranum, Luke Collingwood, var vandi á höndum. Ekki svo að skilja að hann hefði áhyggjur af heilsu þrælanna, heldur velti hann því fyrir sér hvort það borgaði sig yfir höfuð að skila þeim í land. Sam- kvæmt gildandi lögum voru eigendur skipsins nefnilega tryggðir fyrir dauðsföllum á sjó en kæmi Collingwood með þrælana lifandi í land, þar sem þeir svo dæju drottni sínum, fengju þeir engar bætur. Í þessu ljósi tók skip- stjórinn þá afdrifaríku ákvörðun að varpa 122 fárveikum þrælum fyrir borð. Tíu til viðbótar stukku sjálfviljugir í faðm Ægis. Zong skilaði sér heilu og höldnu til Jamaíka tæpum mánuði síðar og eigendur skipsins, sem höfðu lifibrauð sitt af þrælaviðskiptum, gerðu í kjölfarið kröfu á hendur tryggingafélagi sínu. Hver þræll var tryggður fyrir þrjá- tíu sterlingspund. Hvorki meira né minna. Samkvæmt lögum voru þrælar á þessum tíma skilgreindir sem „farmur“. Tryggingafélagið andmælti málatilbún- aðinum með þeim rökum að ekki hefði verið nauðsyn- legt að fleygja þrælunum í sjóinn þar sem nóg vatn hefði verið um borð og tiltölulega stutt til Jamaíka þegar verknaðurinn var framinn. Fyrsti stýrimaðurinn á Zong var lykilvitni í málinu og staðfesti fyrir dómi að 420 gallon af vatni hefðu verið eftir við komuna til Jamaíka. Samt dæmdi rétturinn eigendunum í hag. Tryggingafélagið áfrýjaði dómnum og þá komst rétt- urinn að þeirri niðurstöðu að það væri ekki bótaskylt. Í dómsorði kom fram að vatnsskorturinn væri bein af- leiðing af óstjórn við lestun skipsins, þ.e. alltof margir þrælar hefðu verið um borð. Athygli vekur að málaferlin snerust um tryggingafé, ekki mannslíf. Skýringin er sú að dómskerfið í Bretlandi leit ekki á þræla sem menn á þessum tíma, heldur skip- aði þeim á bekk með hrossum og almennum varningi. Til að setja málið í ennþá skýrara samhengi var það ekki lögbrot árið 1781 að myrða þræl, hvorki einn né fleiri saman. Fyrir vikið var árum saman rætt um „Zong- málið“, aðeins „hættulegir öfgamenn“ töluðu um „fjöldamorðin á Zong“. Einn þeirra, mannréttinda- frömuðurinn Granville Sharp, freistaði þess raunar að fá málið tekið upp sem morðmál en talaði fyrir daufum eyrum. „Hvaða þvæla er það að manneskjum hafi verið varp- að fyrir borð?“ spurði lögmaðurinn John Lee. „Þetta mál snýst um lausafé eða varning. Svertingjar eru varningur eða eign; það er firra að saka þessa harðduglegu drengskaparmenn um morð. Neyðin knúði dyra og þeir gerðu allt rétt undir þessum kringumstæðum. Colling- wood skipstjóri setti hagsmuni skips síns og öryggi áhafnarinnar á oddinn. Það er heimska að draga dóm- greind virts, reynds og víðföruls skipstjóra í efa, einkum þegar þrælar eiga í hlut. Þetta er sambærilegt við að fleygja timbri í sjóinn.“ Þrátt fyrir kergju dómskerfisins voru þrælahaldarar ekki búnir að bíta úr nálinni með fjöldamorðin á Zong. Málsatvik spurðust út með hægðinni, meðal annars fyrir atbeina mannréttindafrömuðanna Thomas Clarksons og James Ramsays. Talið er að sú umræða hafi m.a. orðið til þess að löggjöfinni var breytt og morð á þrælum gerð refsiverð. Þeim áfanga var þó ekki náð fyrr en nokkrum áratugum síðar. orri@mbl.is Bára kyssti dimma brá Á þessum degi 29. nóvember 1781 Blóðbaðið á Zong. Skipverjar hentu á annað hundrað þrælum í sjóinn. „Svertingjar eru varn- ingur eða eign; það er firra að saka þessa harð- duglegu drengskapar- menn um morð.“ Í byrjun júní á næsta ári, hinn 8. júní 2010, verða 200 ár liðin frá fæð- ingu þýzka tónskáldsins Roberts Schumanns. Á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á fimmtudag í síð- ustu viku var píanókonsert Schumanns fluttur og samtals mun hljómsveitin flytja verk hans á fernum tónleikum. Af því til- efni sagði Bergþóra Jónsdóttir, blaða- maður Morgunblaðsins, sem veit meira um músík en flestir þeir, sem ég hef kynnzt, hér í blaðinu daginn áður 18. nóvember sl.: „Robert Schumann þurfti að hafa meira fyrir því en flestir aðrir að fá að kvænast konunni, sem hann elskaði, Clöru Wieck. Það var heldur ekkert sjálf- gefið að konur á nítjándu öld fengju að giftast manninum, sem þær elskuðu … Robert Schumann var einstaklega skap- andi í því að tjá Clöru ást sína í tónlistinni og hún, annálaður píanósnillingur, spil- aði. Gæti það hafa verið rómantískara? En eitthvað vafðist það fyrir Schumann að semja verk í stóru formi fyrir Clöru – pí- anókonsert … Þá var það að Clara fékk hugmynd og stakk upp á því, að hann stækkaði fantasíu, sem hann hafði þá samið, fyrir píanó og hljómsveit, og gerði hana að konsert. Þetta gerði Schumann og hans eini píanókonsert varð til árið 1845.“ Líf Clöru og Roberts Schumanns snerist hins vegar ekki bara um ást og tónlist. Rannsóknir hafa sýnt, að Schumann var haldinn geðhvarfasýki (maníó-depress- ívum sjúkdómi) og það er erfitt að hlusta á þessa undurfögru tónlist, eins og píanó- konsert hans er, án þess að minnast þess. Sömu rannsóknir hafa sýnt, að einmitt á þeim árum, sem píanókonsertinn varð til, sótti þunglyndið á Schumann. Talið er að konsertinn hafi orðið til á árunum 1841-1845 og eitt þessara ára, 1844, samdi hann ekki neitt. Þegar þetta er haft í huga verður þessi píanókonsert enn meira af- rek en ella. Þeir, sem kynnzt hafa djúpu þunglyndi, segja að sé til helvíti á jörð, sé það þar að finna. Hvernig er hægt að skapa slíka fegurð í því hugarástandi? Allt er þetta þeim mun meira umhugs- unarefni vegna þess, að á þeim árum, sem Schumann var uppi, var nánast enga lækningu að fá við geðhvarfasýki eða öðrum geðsjúkdómum. Á grundvelli rannsókna, sem gerðar hafa verið á ævi og verkum Schumanns, hefur verið búið til línurit, sem sýnir fjölda tónsmíða hans. Hann rís upp í mikilli maníu árin 1840 og 1849 en þau tvö ár eru afköst hans mest. Í því felst ekki að hann hafi samið sín beztu verk þau ár. Árið 1854 reyndi hann að fremja sjálfsmorð og tveimur árum síðar dó hann á geð- sjúkrahúsi að því er sagt er með því að svelta sig í hel. Það er svo önnur áleitin spurning hvað orðið hefði úr sköp- unargáfu Schumanns hefði hann verið uppi á okkar tímum og lækningaaðferð- um nútímans beitt á sjúkdóm hans. Hvaða afleiðingar hefði það haft ef raflost hefðu verið notuð? Hvað hefði gerzt ef hann hefði tekið litíum? Hefðu tónverk hans orðið til? Ég kann ekki að svara því en dreg það í efa. Tónlistarsköpun Schumanns á sama tíma og hann stendur í harðri baráttu við þennan erfiða sjúkdóm er meiri háttar af- rek en svo má spyrja, hvort hann hefði búið yfir þessum sköpunarhæfileikum án sjúkdómsins. Hver eru tengslin á milli sköpunargáfu og geðsjúkdóma og þá ekki sízt geðhvarfasýki? Um það er fjallað í merkri bók eftir dr. Kay Redfield Jam- ison, prófessor við John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, sem ég hef áður vitnað til á síðum Morgunblaðsins og nefnist Snert með eldi (Touched with fire). Eftir lestur þeirrar bókar er ekki hægt að efast um að slík tengsl séu fyrir hendi. Upplýs- ingar í þessari grein um geðhvarfasýki Schumanns og þróun sjúkdóms hans og tónsmíða eru sóttar í þá bók. Þótt líf Roberts Schumanns sé áhuga- vert umhugsunarefni í þessu samhengi á það ekki síður við um Clöru Schumann. Hún býr með manni, sem sveiflast á milli djúps þunglyndis og óheftrar maníu ár- um saman, eignast með honum átta börn, heldur utan um sköpunargáfu hans og gerir honum kleift að fá útrás fyrir hana og er á sama tíma píanisti á heims- mælikvarða þeirra tíma. Og verður svo inspírasjón fyrir Jóhannes Brahms. Þetta er einstök afrekskona og ljóst, að hún hefur orðið að þola mikið á sinni ævi. Stundum hef ég spurt æskuvin minn, Atla Heimi Sveinsson, tónskáld, sem hef- ur samið svo fögur tónverk að þau hafa orðið hluti af þjóðarsál samtímans, hvað- an þessi fegurð komi. Síðast spurði ég hann fyrir rúmri viku, þegar hann spilaði og söng heima hjá sér nýtt verk við Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar fyrir nokkra gesti sína. Atli Heimir getur ekki svarað þessu. „Þetta kemur bara,“ segir hann. (Þetta nýja verk verður frum- flutt á fullveldisfagnaði Heimssýnar á þriðjudaginn kemur.) Hvaðan sem fegurðin í tónsmíðum Schumanns kemur er ljóst að hún verður til hjá manni, sem hefur þjáðst meira en við venjulegt fólk getum nokkru sinni skilið. Eitt píanóverka Roberts Schu- manns heitir Davidsbündlertänze. Í fyrr- nefndri bók sinni segir dr. Jamison, að þetta verk endurspegli mótsagnirnar í skapgerð Schumanns (sem koma fram í þunglyndi hans og maníu). Hún vitnar í bréf, sem hann skrifaði Simonin de Sire í febrúar 1838, þar sem hann segir: „Gleði og sorg eru óaðskiljanleg í lífinu.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands á heiður skilinn fyrir að minnast Schumanns og verka hans með þeim hætti, sem gert er. En hvernig væri að grasrótarsamtökin, sem starfa að málefnum þeirra, sem kljást við geðraskanir, þ.e. Geðhjálp, Geysir, Hlutverkasetur og Hugarafl og sjálfsagt fleiri, sameinist um að efna til tónleika 8. júní á næsta ári, þar sem Davidsbündler- tänze verði fluttir? Einum þekktasta geð- hvarfasjúklingi heims til heiðurs og þján- ingarsystkinum hans til uppörvunar. Hvaðan kemur þessi fegurð? Af innlendum vettvangi… Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.