Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is STJÓRNARMEIRIHLUTINN í fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á stuttum átakafundi í gærkvöldi að ljúka umfjöllun nefndarinnar um frumvarp fjármálaráðherra um rík- isábyrgð vegna Icesave-skuldbind- inga gegn vilja fulltrúa minnihluta- flokkanna. Meirihlutinn mælir með samþykkt frumvarpsins. Fulltrúar minnihlutans óskuðu eftir því að nefndin ræddi málið betur, en for- maður nefndarinnar segir að afstaða allra þingmanna hafi verið kunn. „Meginniðurstaðan er sú að við mælum með samþykkt frumvarpsins óbreytts,“ sagði Guðbjartur Hannes- son, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar. Hann sagði að rökstuðningur meirihlutans kæmi fram í nefndaráliti sem lagt var fram á fundinum í gær og vænt- anlega yrði birt í dag. Guðbjartur sagði að meirihlutinn teldi niður- stöðu málsins ásættanlega. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa einhvern tíma til að semja sín nefndarálit og frumvarpið verður tekið til 2. umræðu næstu daga. Fulltrúar minnihlutans kváðust í gærkvöldi vera afar óánægðir með niðurstöðuna, bæði að efni og formi. „Ég óskaði eftir því að nefndin fengi tækifæri til að fara aðeins yfir málið og ræða það. Nefndin hefur aldrei rætt það efnislega,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Hann sagðist hafa óskað eftir þessu meðal annars vegna yf- irlýsinga fyrrverandi utanríkisráð- herra, Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttir, um að ríkisstjórn og samninganefnd hennar hefðu gengið til samninganna við Breta og Hol- lendinga eins og sakamenn. „Ég tel að það væri fróðlegt að heyra álit hennar á málinu eins og það liggur fyrir núna,“ sagði Kristján. „Þetta er dapurlegur endir á þessu stóra máli. Sú andstaða sem menn veittu hér í sumar virðist hafa verið til einskis að stærstum hluta,“ sagði Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefnd- ir, sagði að stjórnarflokkarnir væru samstiga í málinu. „Meirihlutinn gerir ekki breytingar við frumvarpið eins og það er lagt fram og telur það vel ásættanlegt í því formi sem það er,“ sagði hann. Mæla með samþykkt Icesave  Fulltrúar minnihlutans segja að efni frumvarpsins hafi enn ekki verið rætt í nefndinni og vildu fá ráðrúm til þess  Vildu fá álit fyrrverandi utanríkisráðherra á málinu eins og það stendur nú » Frumvarpið afgreitt með sex atkvæðum gegn fimm » Ekki samstaða í efnahags- og skatta- nefnd þingsins Björn Valur Gíslason Kristján Þór Júlíusson Guðbjartur Hannesson Höskuldur Þór Þórhallsson ÞAÐ mætti halda að birtingarmynd kreppunnar væri sjáanleg í nýbyggingu Háskólans í Reykja- vík, sem nú er óðum að rísa fyrir neðan Öskju- hlíð. En svo er auðvitað ekki. Hér er verið að setja plast fyrir glugga til skjóls en síðar meir mun plastið víkja fyrir traustu gleri. GLERJAÐ MEÐ PLASTI? Morgunblaðið/RAX „ÞAÐ er mikil ólga og ótti meðal stjórnenda fyrirtækjanna vegna hug- mynda um skattahækkanir á alla þætti ferðaþjónustunnar. Við treyst- um því að þessar hugmyndir nái ekki fram að ganga,“ segir Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Erna bendir á að ferðaþjónustan hafi aflað mikilla gjaldeyristekna í kreppunni. Áætlar hún að greinin skili 140 til 150 milljörðum í gjaldeyri og kveður hana í mikilli sókn. Hún segir að flugfélögin boði aukið flug og segir að 10% aukning þýði 14 milljarða kr. tekjuaukningu. „Mikl- ar skattahækkanir munu gera þá sókn að engu. Það er með eindæmum að einhverjum skuli detta það í hug að stöðva hana,“ segir Erna. Hún bendir á að í heimskreppunni vilji allar þjóðir lokka til sín fleiri ferðamenn til að hjálpa sér út úr krepp- unni. Keppist við að lækka flugvallargjöld og ýmsa skatta í þeim tilgangi. „Það er leiðin út úr kreppunni að örva ferðaþjónustuna,“ segir hún. Erna nefnir einnig að fyrirtæki á mörgum sviðum ferðaþjónustunnar hafi gert samninga um verð við fyr- irtæki úti í heimi fyrir allt næsta ár. „Þau eru að reyna að byggja aftur upp traust viðskiptavina sinna eftir hrunið. Það er ekki gæfulegt að þurfa að tilkynna þeim að hér sé allt að hækka, sama hvort rætt er um flug, hótel, veit- ingahús, bílaleigubíla eða afþreyingu.“ Hækkanir á eldsneytisverði bitni á flugfélögum, bíla- leigum og afþreyingarfyrirtækjum og hækkun virðis- aukaskatts á hótelum og veitingastöðum. Stjórnvöld verði með í ferðinni Hún segir að fyrirtækin séu mörg hver í slæmri stöðu, meðal annars vegna mikilla skulda, og geti ekki tekið skattahækkanir á sig. Þau hafi eigi að síður hafið sókn til að auka tekjurnar. „Ferðaþjónustan óskar eftir því að stjórnvöld verði með í þessari ferð en trufli hana ekki,“ segir Erna. helgi@mbl.is Geta misst af 14 milljörðum vegna hækkunar skatta Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að mikil ólga og ótti sé meðal stjórnenda fyrirtækja Erna Hauksdóttir HOLLENSK stjórnvöld hafa sent svar við bréfi, sem Jó- hanna Sigurð- ardóttir forsætis- ráðherra sendi í lok ágúst vegna Icesave-málsins. Í bréfinu bauð Jó- hanna forsætis- ráðherra Hol- lands, Jan Peter Balkenende, að koma til fundar við hann teldi hann það gagnlegt. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins í hollenska stjórnkerfinu var bréfið sent á fimmtudag, 12. nóv- ember. Ekki fékkst upp gefið hvert efni bréfsins væri, en fram kom að þar væru veittar útskýringar á því hvers vegna dregist hefði að svara bréfi Jó- hönnu í tvo og hálfan mánuð. Jóhanna sendi bréf sitt 28. ágúst og fékk Gord- on Brown, forsætisráðherra Bret- lands, samhljóða bréf á sama tíma. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir feng- ust ekki upplýsingar um innihald bréfsins hjá íslenska forsætisráðu- neytinu í gær. kbl@mbl.is Hollensk stjórnvöld hafa svarað Jóhanna Sigurðardóttir Minna kólesteról www.ms.is Benecol er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem lækkar kólesteról í blóði. Mikilvægt er að halda kólesterólgildum innan eðlilegra marka því of hátt kólesteról í blóði er einn helsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma. Ein flaska á dag dugar til að ná hámarksvirkni. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 – 0 0 5 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.