Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 Eftir Kristján Jónsson og Boga Þór Arason VIÐ verðum fyrst að horfast í augu við kaldan veruleikann, við munum ekki útrýma ofbeldisfull- um átökum á æviskeiði okkar. Það mun gerast að þjóðir, annaðhvort einar eða saman, komist að þeirri niðurstöðu að beiting hervalds sé ekki ein- vörðungu nauðsynleg heldur siðferðislega rétt- lætanleg,“ sagði Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, í ræðu sinni eftir að hafa tekið við friðarverðlaunum Nóbels í ráðhúsinu í Ósló í gær. Forsetinn sagðist taka við verðlaununum af „mikilli auðmýkt og þakklæti“ en ljóst væri að ákvörðun Nóbelsnefndarinnar hefði valdið deil- um. Hann væri rétt að hefja starf sitt og vissulega bliknaði það sem hann hefði áorkað þegar það væri borið saman við verk manna á borð við Al- bert Schweitzer og Martin Luther King, George Marshall og Nelson Mandela. „En ef til vill er mikilvægast í sambandi við veitingu verðlaunanna sú staðreynd að ég er æðsti maður þjóðar sem nú heyr tvö stríð. Öðru þeirra er nú að ljúka. Hitt er stríð sem Bandaríkin báðu ekki um, 43 aðrar þjóðir taka þátt í því með okkur – þar á meðal Norðmenn – til að reyna að verja okkur og allar þjóðir fyrir frekari árásum. En við erum í stríði og ég ber ábyrgð á því að þúsundir ungra Bandaríkjamanna berjast í fjar- lægu landi. Sumir munu drepa. Aðrir munu verða drepnir. Ég kem því hingað mjög meðvitaður um það hvað vopnuð átök kosta, spyr mig stöðugt erf- iðra spurninga um tengslin milli stríðs og friðar og tilraunir okkar til að koma á friði.“ Hann sagði að stríð hefði fylgt manninum frá upphafi og lengst af hefðu menn tekið því sem sjálfsögðum hlut. Fram hefðu komið kenningar um „réttlátt stríð“ þar sem fullnægt væri ákveðnum skilyrðum. Menn hefðu sett á laggirnar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar til að reyna að tryggja að farið væri eftir ákveðnum reglum í stríðrekstri og mannréttindi væru virt. En á fyrstu árum 21. aldar hefði þetta kerfi ekki dugað. „Heimurinn óttast ef til vill ekki lengur stríð milli tveggja risavelda með kjarnorkuvopn en útbreiðsla kjarnavopna getur aukið hættuna á hörmungum. Hryðjuverkum hefur lengi verið beitt en nútímatækni gerir litlum hópum manna sem hata meira en orð fá lýst kleift að myrða hræðilega marga saklausa borgara.“ Valdbeiting og réttlátur friður Obama sagði að frammi fyrir þessum ógnum gæti hann ekki sem forseti verið aðgerðalaus, hann yrði að tryggja öryggi þjóðar sinnar. „Það að segja að valdbeiting geti stundum verið nauðsyn- leg er ekki hvatning til kaldlyndis, það er viður- kenning á staðreyndum sögunnar, ófullkomleika mannanna og takmörkum skynseminnar.“ Hann benti einnig á að herir Hitlers hefðu ekki hopað fyrir friðsamlegu andófi og ekki væri hægt að semja við leiðtoga al-Qaeda um að þeir legðu nið- ur vopn. Markmið sitt væri ekki aðeins að berjast fyrir friði, heldur einnig réttlæti, því að aðeins „rétt- látur friður“ gæti verið varanlegur. Á blaðamannafundi með Jens Stoltenberg, for- sætisráðherra Noregs, um morguninn sagðist Obama aðspurður ætla að nýta verðlaunaheiður- inn til að styrkja utanríkisstefnu Bandaríkjanna og vinna að varanlegum heimsfriði. „Markmiðið er ekki að vinna vinsældakosningu eða hljóta verðlaun, jafnvel svo virt verðlaun sem friðarverð- laun Nóbels eru. Markmiðið verður að vera að stuðla að bættum hag Bandaríkjanna,“ sagði hann. „Gangi mér illa …“ „Ef mér gengur vel með þessi verkefni, þá mun vonandi draga úr gagnrýninni, en það er hins veg- ar ekki það sem ég hef áhyggjur af,“ sagði Obama. „Gangi mér illa, þá munu öll lofsyrði og verð- laun í heiminum ekki geta falið þá staðreynd.“ Fyrr um daginn áttu Obama og eiginkona hans, Michelle Obama, stuttan fund með Haraldi Nor- egskonungi eftir að hafa rætt við Stoltenberg og fleiri ráðherrum um loftslagsmál, Miðausturlönd og stríðið í Afganistan. Einnig minnti Stoltenberg á málefni norðurslóða og aukna þýðingu þeirra í von um fá Bandaríkjamenn til að huga meira að svæðinu, að sögn Aftenposten. Nokkrar hreyfingar skipulögðu mótmæli í Ósló. „Við álítum ekki að hann sé maður friðarins,“ sagði einn þáttakenda, Anna Carraro. Lögreglan var með gífurlegan öryggisviðbúnað vegna heim- sóknarinnar sem stendur aðeins í liðlega sólar- hring, um 2.000 lögreglumenn gættu öryggis verðlaunahafans. Ráðgert var að Obama færi á brott snemma í dag. Hervald oft nauðsynlegt  Obama minnir á að Hitler hefði ekki verið stöðvaður án þess að beita hervaldi  Segir afrek sín fram til þessa blikna í samanburði við verk Mandela og Kings » Benti á að ekki væri hægt að semja við leiðtoga al-Qaeda um að þeir legðu niður vopn Reuters Heiður Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle Obama á leið inn í ráðhús Óslóarborgar. Þar veitti forsetinn friðarverðlaunum Nóbels viðtöku og flutti þakkarræðu sína að því loknu. Washington. AFP. | Bandarísk rannsókn sem náði til 72 ungmenna sem eiga í erfiðleikum með lestur bendir til að með því að fara í hálfs árs stífa þjálfun geti þau tekið miklum framförum. Vísindamennirnir Marcel Just og Timothy Keller við Carnegie Mellon- háskóla í Bandaríkjunum fóru fyrir tilrauninni. Heilinn var sérstaklega rannsakaður fyrir og eftir tilraunina en hún bendir til að ávinningurinn umfram það að taka framförum í lestri sé að samskiptahæfni barnanna aukist. Heilabúið verður skilvirkara Ungmennin voru á aldrinum frá átta til tíu ára en rann- sókn á heila þeirra sýndi fram á að sá hluti heilavefsins sem flytur boð til þeirra hluta heilans þar sem unnið er úr upplýsingum verði skilvirkari eftir allar æfingarnar. Að mati Just sýnir þessi árangur fram á að hægt sé að hafa áhrif á tengimynstur í heilanum. Sú vitneskja geti stuðlað að framförum við meðferð á öðrum sviðum, svo sem einhverfu. Fjallað er um tilraunina í ritinu Neuron. Sex mánaða markviss æfing eykur lestrarhæfni Í HNOTSKURN »Rannsóknarhópurinn var þrískiptur – í einumvoru 35 ungmenni sem áttu í erfiðleikum með lestur en 25 framúrskarandi nemendur í öðrum. »12 slakir nemendur sem tóku ekki þátt í æfing-unni voru í þeim þriðja en tengibrautir í heila þeirra breyttust ekki með sama hætti. EGYPTAR eru nú að reisa gríð- arlegan vegg úr hertu stáli meðfram landamærum sínum að Gazasvæðinu og hafa notið aðstoðar Bandaríkja- manna við verkið. Tilgangurinn er að stemma stigu við smygli á vopn- um yfir landamærin. Meðfram múrnum verður malbikaður vegur þar sem komið verður fyrir eftirlits- tækjum til að fylgjast með smygli. Ísraelar takmarka mjög alla um- ferð til og frá Gaza og því ríkir skort- ur á mörgum nauðsynjum á spild- unni þéttbýlu þar sem Hamas-samtök bókstafstrúarmanna ráða nú lögum og lofum. Mikill fjöldi leynilegra jarðganga Palest- ínumanna er á landamærunum í grennd við borgina Rafah en slík göng hafa árum saman verið notuð við smygl. Væntanlegur veggur eða múr verður 10 til 11 kílómetra lang- ur og ristir 18 metra undir yfirborð jarðar. Ætti það að torvelda mjög að gerð verði ný smyglgöng þar sem þá þarf að grafa mjög djúpt. Við múrsmíðina njóta Egyptar að- stoðar verkfræði- og bygging- ardeildar bandaríska landhersins, að sögn BBC og var stálið framleitt vestra. Verkið mun taka hálft annað ár. Múrinn minnir nokkuð á múr Ísraela á landamærunum að her- numdu svæðunum og hann verður að sögn algerlega sprengjuheldur. kjon@mbl.is Egyptar einangra Gaza Bið Palestínumaður við landamæri Egyptalands og Gaza. Reisa öflugan stálmúr á landamærunum www.lapulsa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.