Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 40
40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009  Í tengslum við loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn sem hófst 7. des- ember, var efnt til fatahönnunn- arkeppni meðal fremstu fatahönn- uða á Norður-löndum. Keppnin sem fór fram í gær, var haldin í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn. María krónprinsessa veitti verðlaunin en þau hlaut finnski fatahönnuðurinn Saara Lepo- korpi, 50 þúsund danskar krónur. Fjórir íslenskir hönnuðir eða fata- merki tóku þátt: Eygló, Mundi Design, Rey og Ostwald Helga- son. Tilgangur keppninnar var að vekja athygli á því hvernig hægt væri að gera tískuiðnaðinn og fatahönnun sjálfbæra, sýna græna hönnun, svo að segja. Sem dæmi um slíka hönnun voru sýnd föt hönnuð úr endurnýttu plasti. María krónprinsessa sagði við þetta tækifæri að hönnunargeir- inn væri fullur af skapandi fólki sem endurspeglaði tíðarandann með hönnun sinni. Íslenskir hönnuðir í Kaupmannahöfn Fólk JÓLALAGAKEPPNI Rásar 2 er haldin sjöunda sinni í ár. Dómnefnd hefur valið tíu lög úr tæp- lega 80 sem send voru inn og gefst hlustendum nú tækifæri á því að velja besta lagið á heima- síðu útvarpsþáttarins Popplands: ruv.is/ poppland. Að vanda eru jólalögin af öllum toga, krúttleg jafnt sem hátíðleg og flytjendur á ýms- um aldri. Sá þekktasti er eflaust Björgvin Hall- dórsson en sá yngsti er aðeins fjögurra ára, Hró- ar Hrólfsson, en var að vísu þriggja ára þegar hann söng lagið „Jólablúsinn kreppukjaftæði“ fyrir föður sinn, Hrólf Hreiðarsson. Hrólfur segir vinnslu lagsins hafa verið nokk- uð flókna, mikil klippivinna liggi að baki og eðli- lega hafi höfundur lagsins þurft að leiðbeina söngvaranum þónokkuð. „Við tókum þetta upp fyrir um ári, hann var þá nýorðinn þriggja ára,“ segir Hrólfur. Hvað textann varðar segir Hrólf- ur boðskapinn þann að hvíla börnin á krepputal- inu. En kunni stráksi eitthvað að blúsa? „Nei, hann söng bara svona með, hann hefur mjög gaman af músík og það er mikill taktur í hon- um,“ svarar stoltur faðirinn sem leikur á gítar í jólablúsnum. Ólafur Páll Gunnarsson, einn stjórnenda Popplands, segir fagmennsku áberandi í jóla- lagakeppninni i ár. Þekktir tónlistarmenn taki þátt og gæði laganna það mikil að þau geti hæg- lega átt sér framhaldslíf, t.d. á plötu. Lögin tíu munu hljóma á Rás 2 til 16. desem- ber en þann dag verður tilkynnt um sigurveg- ara. helgisnaer@mbl.is Söng jólablús um kreppuna þriggja ára Hróar Yngsti blússöngvari Íslands?  H-in tvö, Hjálmar & Hjaltalín, munu koma fram á tónleikum á NADA laugardagskvöldið 19. des- ember. Þá segir í tilkynningu að sértakir gestir eigi eftir að bætast við og tilkynnt verði síðar hverjir þeir eru. Tónleikarnir, sem kallaðir eru stórtónleikar, eru haldnir undir merkjum Jólagrautsins en Jóla- grauturinn er árleg tónlistarveisla sem haldin hefur verið um hátíð- arnar frá árinu 2005. Hljómsveit- irnar Hjaltalín og Hjálmar eiga báðar plötur í jólaplötuflóðinu, þ.e. Terminal og IV. Miðasala hefst í dag kl. 10 og fer fram í verslunum Skífunnar og á Midi.is. Hjaltalín og Hjálmar saman á NASA Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞAÐ er ótrúlegt en þó satt að söng- konan Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur aldrei gefið út sólóplötu, þ.e.a.s. ekki fyrr en nú. Platan heitir Shadow of your Smile og geymir þekktar ball- öður eftir meistara á borð við Cole Porter, Carlos Jobim og Burt Bach- arach en einnig lag eftir föður Önnu Mjallar, Ólaf Gauk, sem er pródú- sent plötunnar og Tónaljón Records gefur hana út. Anna Mjöll býr og starfar í Los Angeles og blaðamaður sló á þráðinn til Önnu Mjallar í L.A. – Hvernig stendur á því að þú hef- ur ekki gefið út sólóplötu áður? „Ég bara veit það ekki, þetta hef- ur bara þróast svona. Það hefur allt- af eitthvað annað komið í staðinn, maður hefur alltaf ætlað að gefa út plötu en svo hefur vegurinn legið þvers og kruss,“ svarar Anna Mjöll. Brasilískt, já takk „Ég hef bara verið að skrifa mús- ík, semja fyrir hina og þessa og taka upp auglýsingalög hér og þar sem hefur nú reyndar minnkað,“ segir Anna Mjöll, spurð að því hvað hún hafi verið að gera hin seinustu ár. Hún segist hafa haft í nógu að snú- ast í tónlistinni. „En loksins er plat- an komin,“ bætir hún við hlæjandi. Anna Mjöll söng inn á plötuna á Íslandi í október sl. en allur annar tónlistarflutningur var tekinn upp í L.A. Hún segist alltaf hafa verið mjög hrifin af tónlist Antonio Carlos Jobim hins brasilíska og Brasilíu al- mennt. Að ekki sé minnst á meist- arann Burt Bacharach. „Ég er einmitt að senda Burt kóp- íu af þessu. Voða góður gæi,“ segir Anna Mjöll og hlær. – Þú lofar því að láta menning- ardeild Morgunblaðsins vita þegar þú ferð að vinna með honum? „Jú, þá hringi ég í þig og læt þig vita.“ Þá er það komið á prent. Með vellíðan að leiðarljósi – Er þetta ekki plata til að hlusta á við kertalog með rautt í glasi? „Ja, ég vona það, Jesús. Ef það er hægt að hafa það huggulegt og láta þetta á fóninn ... á fóninn! Ég sagði á fóninn (hlær) ... hvað er langt síðan það var? En það væri bara æðislegt. Eins lengi og platan lætur fólki líða vel, þá er ég ánægð. Þetta snýst allt um það, sérstaklega í þessu ástandi sem er núna.“ Það eru engir aukvisar sem spila á plötu Önnu Mjallar, allt góðir vinir og kunningjar hennar. Trommarinn Vinnie Colaiuta hefur leikið með Frank Zappa og Sting m.a. og annar trommari, John Jr. Robinson, hefur leikið með Madonnu og fleirum frægum. Þannig mætti áfram telja. „Þetta er í raun ofsalega lítill hringur hérna, voðalega lítið músík- samfélag í rauninni, bara nokkrir sem maður hringir í,“ segir Anna Mjöll hógvær. Hún sé bara heppin að eiga góða vini í bransanum. Anna Mjöll heldur útgáfutónleika hér á landi, á Sólon 20. desember kl. 21, með föður sínum Ólafi Gauki. Burt er „voða góður gæi“  Anna Mjöll Ólafsdóttir gefur út sólóplötuna Shadow of your Smile  Ólafur Gaukur faðir hennar gefur plötuna út  Burt Bacharach fékk eintak Ljósmynd/ess Anna Mjöll Vonar að platan auki vellíðan þeirra sem á hana hlusta. Anna Mjöll hóf tónlistarnám í Grove School of Music í L.A. ár- ið 1992 og hélt þaðan í hljóm- borðsnám í Musicians Institute í Hollywood en endaði með því að syngja þar á öllum skemmt- unum. Æ síðan hefur hún verið á flakki milli L.A. og Íslands, samið tónlist, sungið í auglýs- ingum og inn á plötur. Djass- söngur er þó hin sanna ástríða og hún hefur m.a. sungið á djassklúbbinum Baked Potato í L.A. Önnu Mjöll má finna á Face- book og óska eftir vinskap. Djass í uppáhaldi Getur þú lýst þér í fimm orðum? Dökkhærð, stríðin, jákvæð, fljótfær, ótrúlega hávaxin. Hvar verður þú á aðfangadagskvöld? (spyr seinasti aðalsmaður, Berglind Häsler) Heima hjá mér í faðmi fjölskyldunnar. Hvaða persónu myndir þú vilja hitta í mannkynssögunni? Ég gæti sagt eitthvað voðalega vit- urlegt eins og Ghandi eða móður Theresu en ég hugsa að ég hefði mest að segja við Mörthu Stewart. Gæti nú líka lært eitthvað af henni í leiðinni, þó ekki neitt í fjármálum. Ertu jólabarn? Eh... já! Hvert er draumastarfið? Nákvæmlega það sem ég er að gera í dag. Ég er mjög þakklát fyrir það. Er allt að fara til fjandans? Nei, langt frá því. Undir hvaða kringumstæðum myndir þú koma nakin fram? Jahh... það þyrfti eitthvað mjög mikið til. Get ekki ímyndað mér þær að- stæður. Hvað færðu ekki staðist? Úff, það er svo margt. Ætli það sé ekki helst eitthvað sem tengist mat og þá sætindum. Alveg vonlaus í því að halda mig frá því. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Nei, veistu, þeir eru allir á yfirborðinu. Ef þú ættir að taka þér grípandi listamanns- nafn, eins og t.d. Lady Gaga, hvert væri það? Little miss sunshine. Hvað tekurðu í bekkpressu? Hmm, 30 kg held ég. Er nú enginn massi, er betri í armbeygjum. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Ætlarðu að fylgjast með Wipeout? Ég er ein af þeim sem hafa endalausa trú á mannkyninu og held alltaf að það besta sé rétt fyrir handan hornið. Uppáhaldssjónvarpsmaður? Sindri Sindra- son, óskaplega fríður og skemmtilegur mað- ur. Er gaman að gera grín að óförum annarra? Stundum. Gillzenegger eða Fjölnir Þorgeirsson? Mér finnst þeir báðir yndislegir. Gillz er alveg hrikalega fyndinn en Fjölnir er það nú líka. En ég er búin að þekkja Fjölni frá því að ég var barn þannig að hann verður fyrir valinu. Verðurðu aldrei leið á því að elda? Nei, en ég get alveg orðið löt. Þá er bara að panta pitsu. Hvað óttast þú? Eins og allir foreldrar, býst ég við, þá óttast ég um börnin mín. Hvernig þýðir þú Wipeout? Buslugangur. AÐALSMAÐUR VIKUNNAR, FRIÐRIKA HJÖRDÍS GEIRSDÓTTIR, ER SPYRILL Í SJÓNVARPSÞÆTTINUM WIPEOUT ÍSLAND SEM FRUMSÝNDUR VERÐUR Í KVÖLD Á STÖÐ 2. ÞÁ HEFUR HÚN EINNIG GALDRAÐ FRAM LÉTTA RÉTTI Í ÍSLANDI Í DAG. LITTLE MISS SUNSHINE Rikka Í gríðarlegu stuði við tökur á þáttunum Wipeout í Argentínu sl. haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.