Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009 ÞAÐ RÍKIR við- kvæmt og vand- meðfarið atvinnu- ástand. Atvinnuleit blasir við þúsundum Íslendinga. Margir hafa þurft að sætta sig við störf sem þeim hugnuðust ekki fyrir rúmu ári síðan, launin eru einnig ekki í sam- ræmi við fyrri horfur. Veruleiki atvinnuveganna er ger- breyttur og róðurinn er fyrirtækjum erfiður. Hver og einn þarf að rýna í menntun og fyrri störf og bera þau saman við það sem þeim stendur til boða í dag. Niðurstaðan er oftar en ekki sú að nauðsynlegt sé að endur- skoða vonir og væntingar. Það getur verið erfið reynsla og eftirsjá fylgir því jafnan. En þetta er einnig tæki- færi til þess að breikka vænting- arrammann og rýmka fyrir öðrum tækifærum. Til að mynda er nýsköp- un og hönnunarvinna í hæstu hæð- um í dag. Sjálfsbjargarviðleitnin hefur aldrei verið meiri. Svo eru það þeir sem ekki ætla að feta nýsköpunar- og hönnunarveg- inn heldur ganga nú á milli ráðning- arþjónustna og reyna að „selja sig“ eftir bestu getu. Þetta er afskaplega lýjandi og erfitt fyrir sálartetrið. Því þetta höfnunarferli getur haft mikl- ar og neikvæðar afleiðingar þar til að takmarkinu er náð. Margir eru um hituna, samkeppnin er mikil og geta ólíklegustu atriði skilið á milli ráðningar og höfnunar. Allt frá fögru útliti til doktorsgráðu, frá flottum skóm til þess að hafa komið fram sjónvarpi um aldamótin. Allt skiptir máli. Ráðningarferli getur leitt til þess að um- sækjendur upplifa það að sá sem er ráðinn er afar hæfur í starfið en það kemur einnig fyrir að það sætir furðu hver að lokum hlýtur hið eft- irsótta hnoss. Margar spurningar um eigið hæfi og annarra vakna við slíka höfnun. Að verða ekki valinn er ósigur, líkt og börn- in þá ráðum við yf- irleitt illa við að tapa. Ósigri fylgir gjarnan reiði, sársauki og að lokum sátt. Reiðin yfir því að þessi „fífl“ hafi ekki ráðið réttu manneskjuna. Sárs- aukinn yfir því að vera „ekki nógu góður“, að hafa ekki valið „réttu leið- ina“ fyrir nokkrum árum í starfs- og menntavali. Þessar tilfinningar geta magnast ef umsækjandi telur að ekki hafi verið farið eftir faglegum viðmiðum við ráðningar. Að lokum sættir umsækjandi sig við að hafa ekki fengið það starf sem hann sótt- ist eftir og heldur á ný mið. En með nýjum miðum fylgir því miður stundum að umsækjandi hefur tapað hluta af sjálfstrausti sínu. Hann lækkar kröfurnar, gerir sér minni væntingar og jafnvel í sumum til- fellum hættir að leita að vinnu og dregst að lokum inn í skel sína sem fyllt er af atvinnuleysisbótum og illsku út í kerfið. Þetta má alls ekki gerast. Ábyrgð atvinnumiðlana, fyr- irtækja og stofnananna sem leita að- starfsfólki er gríðarlega mikil þessa dagana. Þau verða að notast við eins fagleg viðmið og hægt er og gera sér grein fyrir tilfinningum þeirra sem sækja um vinnu. Vinaráðningar verða aldrei alveg úr sögunni það er veruleiki sem sjaldan má viðurkenna opinberlega. Okkur hættir auðvitað til að velja frekar þá sem við þekkj- um til og jafnvel treystum heldur en þeim sem við þekkjum bara á blaði. Yfirvöld hafa gert sitthvað til að draga úr neikvæðum afleiðingum at- vinnuleitar- og leysis, en betur má ef duga skal. Fréttir af niðurskurði, og skattahækkunum draga hins vegar ekki úr óttanum við framtíðina. Um- hverfi fyrirtækja er afar erfitt og má segja að mörg þeirra fremji krafta- verk um hver mánaðamót ef miðað er við það rót sem nú hefur ríkt í rúmt ár. Yfirvofandi skattahækk- anir á fyrirtæki hafa samlegðaráhrif á starfsfólkið, því má ekki gleyma. Umhverfi fyrirtækja og stofnanna verður að vera á þann veg að það leiti frekar eftir starfsfólki heldur en að það neyðist til að setja tvöfalt álag á starfsmenn sína sem hreyfa engum mótmælum við vegna hræðslunnar við atvinnuleysi. En þeir sem eru í miðri atvinnu- leit mega ekki gefast upp og taka höfnun of nærri sér, því þetta er ekkert (mjög) persónulegt. Um- sækjendur verða að halda áfram leit sinni og reyna að draga úr neikvæð- um afleiðingar höfnunar. Það geta þeir meðal annars gert með því að taka mið af ótrúlega erfiðu umhverfi sem fyrirtæki og stofnanir starfa við og um leið gert kröfu á yfirvöld um að sýna aðgát í aðgerðum sínum. Atvinnuleitin og atvinnuumhverfið Eftir Karen Elísabet Halldórsdóttur »Margir eru um hit- una, samkeppnin er mikil og geta ólíkleg- ustu atriði skilið á milli ráðningar og höfnunar. Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er BA í sálfræði og MS í mannauðsstjórnun. STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármála- ráðherra var spurður út í afgreiðslu Icesave- málsins í kvöldfréttum Sjónvarpsins 30. nóv- ember: „Af hverju ligg- ur ríkisstjórninni á að ljúka málinu?“ Svar hans var þetta: „Mats- fyrirtækin bíða eftir því að þessari óvissu verði eytt og ég veit ekki hvort það er orðið að markmiði að sjálfu sér hjá stjórnarandstöðunni að tryggja að ekki sé hægt að standa við þessar dagsetningar eða að reyna að tala Ísland niður í ruslflokk í láshæf- ismati eða hvað mönnum gengur til.“ Nú er það svo að mat á lánshæfi einstaklinga, fyrirtækja og þjóða verður því verra sem þau skulda meira og gætu átt erfiðara með að standa í skilum. Svar fjármálaráð- herra hljómar þannig sem öfugmæli. Með því að undirgangast ábyrgð á greiðslu vaxta og afborgana af hinu svokallaða Icesave-láni er verið að stefna lánakjörum þjóðarinnar í rusl- flokk. Vaxtakjör Icesave-lánsins eru þegar lýsandi um slakt lánshæfi Ís- lands og kjörin eru umtalsvert verri en sams konar sjóðir lánveitenda njóta. Annað atriði, sem hefur áhrif á lánshæfi, er orðsporið, þ.e. hvernig skuldari stendur í skilum. Ísland, sem ríki, hefur ekki verið í vanskilum með erlend lán sín. Icesave-lánið gæti breytt því, enda kveða umsagnarað- ilar eins og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, fjármálaráðuneytið og Seðla- banki Íslands ekki ákveðnar upp úr um greiðslugetu Íslands en svo að þeir telja einungis „að líklegast gæti ríkissjóður staðið skil á lánasamning- unum“ svo sem segir í athugasemd- um með frumvarpi fjármálaráðherra (bls. 15). Ríki getur glatað fullveldi sínu ef það skuldsetur sig um megn. Lögspekingar hafa vakið upp spurn- ingar um hvort slík skuldsetning standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Þá stendur eftir hvort Ísland bregðist skuldbind- ingum sínum með því að ábyrgjast ekki lán til þess að gera upp Ice- save-skuldina. Lands- bankinn var í eigu einkaaðila og ríkið bar ekki ábyrgð á starfsemi hans og skuldbind- ingum. Skuldbindingar Tryggingarsjóðs inni- stæðueigenda og fjár- festa eru sömuleiðis ekki á ábyrgð rík- issjóðs. Sjóðurinn starfar á grund- velli regluverks Evrópusambandsins sem var ekki einungis gallað hér á landi heldur einnig í löndum sam- bandsins. Síðari frásagnir hafa sýnt hversu mjög ráðamenn annarra landa óttuðust að eigið bankakerfi hryndi með skelfilegum afleiðingum fyrir rúmu ári. Ísland ber, eins og þessi lönd, siðferðislega ábyrgð á því að viðhalda að sínu leyti röð og reglu á bankastarfsemi og verja trú inni- stæðueigenda á bankakerfinu. Ice- save-samningurinn er hins vegar um- fram þær skyldur. Engu að síður virðist vera meiri- hluti fyrir því á Alþingi að gera þjóð- ina ábyrga fyrir Icesave-láninu. Sú niðurstaða kynni ekki að vera svo slæm ef forseti Íslands synjaði lög- unum staðfestingar þannig að þau færu til þjóðaratkvæðis. Erlendis tíðkast að leggja lántökur opinberra aðila í dóm kjósenda. Þjóðaratkvæða- greiðsla, þar sem lögunum væri hafn- að, gæfi umheiminum skýr skilaboð um alvöru málsins og sennilega eina möguleikann á að semja um málið að nýju af sanngirni. Nei, er svarið Eftir Árna Árnason Árni Árnason »Mat á lánshæfi þjóða verður því verra sem þær skulda meira. Ríki getur glatað full- veldi sínu ef það skuld- setur sig um megn. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Í AÐDRAGANDA jólaföstu leitar margt á hugann við lestur blaða og hlustun hljóðvarps. Aðeins skal hér á því tæpt sem viðkemur þeim málaflokki sem undirritaður hefur fylgst vel með allt frá unglingsárum, mála- flokki sem ætti að fá vandaðri umfjöllun og víðari en yfirleitt er. Hér á ég við áfengismálin og þá vá vímunnar sem af þessum vökva hlýst, aðallega beint en óbeint einnig. Það er ósjaldan sem menn guma af því í fjöl- miðlum hversu öll meðferð áfengis hafi stórbatnað og menningarnafnið óspart notað af því tilefni. Þetta eru fullyrðingar án innihalds, hvað þá rök- stuðnings, og svo hlýðum við á eða les- um um fjölmargar skelfilegar afleið- ingar ölvunarástands: í ofbeldisverk- um, í slysamálum, í nauðgunarmálum, í umferðarslysum og svo mætti áfram telja eða má minna enn einu sinni á of- urásókn fólks í meðferðarúrræði, oft- ast fólks í hreinni neyð. Allt þetta fer framhjá þeim sem tala sem mest um hina miklu menningu sem nú á að vera svo ríkjandi. Um þetta lið mætti nota þau fornfrægu orð: Vei yður sem fag- urt mælið en flátt hyggið. Ótrúlegar fregnir les maður um það, að fjölmörgum foreldrum þyki unglingadrykkja sjálfsögð, birgi jafn- vel börn sín upp af áfengi. Og m.a.s. rannsakendum þeim sem komast að þessari válegu niðurstöðu verður „fótaskortur“ á tungunni og tala um menningu tengda þessu. Og maður spyr sig í forundran: Geta þessar nið- urstöður verið sannar? Við lesum um það, að nú séu „blessun- arlega“ á boðstólum 16 tegundir af svokölluðum jólabjór og talið fagnað- arefni að geta valið þann- ig úr vökvun á jólunum. Og við sem héldum að sú tíð væri að mestu liðin, að fólk vanhelgaði jólin, há- tíð barnanna, með áfeng- isneyzlu. En minnir okk- ur á það viðhorf svo hræðilega margra að bjór sé eitt, áfengi annað. Ég hlýddi eitt sinn dolfallinn á móður sem lýsti því fjálglega, hvað hún væri fegin því að sonur hennar væri ekki í áfengisneyzlu, hann væri bara í bjórnum. Af hreinni tilviljun fregnaði ég svo næst af syninum í áfengismeðferð, að vísu ótöldum bjór- um seinna. En sem sé: Nú geta menn fagnað sextán ráðum til vanhelgunar á hátíð barnanna og gjöri aðrir betur eða réttara sagt verr. Þegar við heyr- um svo fregnir af sívaxandi vanda eldra fólks vegna ofneyzlu til viðbótar við allt annað þá spyr maður sig, hvort ekki sé nú ráð að spyrna við fót- um og snúa þróuninni við. En máske er það til of mikils mælst að andæfa þannig „menningunni“. Að andæfa Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Ótrúlegar fregnir les maður um það, að fjölmörgum foreldrum þyki unglingadrykkja sjálfsögð, birgi jafnvel börn sín upp af áfengi. Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askriftPöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 föstudaginn 18. desember 2009. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2010. Heilsa og lífsstíll Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl mánudaginn 4. janúar 2010. Meðal efnis verður: Hreyfing og líkamsrækt. Hvað þarf að hafa í ræktina. Vinsælar æfingar. Heilsusamlegar uppskriftir. Andleg vellíðan. Bætt heilsa. Ráð næringarráðgjafa. Umfjöllun um fitness. Jurtir og heilsa. Hollir safar. Ný og spennandi námskeið á líkamsræktarstöðvum. Skaðsemi reykinga. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.